Flýtilyklar
Afþreying

Hvað veitir þér innblástur? Ólgandi haf? Beljandi stórfljót? Norðurljós? Slátur? Láttu Ísland veita þér innblástur. Stórbrotin náttúra prýðir allt landið, en hver landshluti hefur sína sérstöðu. Austurland hefur upp á allt þetta að bjóða og meira til.
Bátaferðir
Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Íslandi, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.
Dagsferðir
Úrval dagsferða er nánast ótæmandi og þær geta verið hentugur kostur.
Dorgveiði
Frá febrúar til aprílloka er hægt að stunda ísdorg. Það sem helst veiðist er urriði eða bleikja. Nokkrum sinnum á veiðitímabilinu eru haldnar dorgkeppnir, víðsvegar um landið.
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar hjá yngstu kynslóðinni.
Fjölskyldu- og skemmtigarðar
Víða um land eru skemmtigarðar, bæði innan húss og utan, þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman.
Flúðasiglingar
Fyrir þá sem finnst vanta smá spennu í lífið getur verið skemmtilegt að fara í flúðasiglingu niður ólgandi fljót. Það er ógleymanleg lífsreynsla sem fær hjartað til að slá hraðar.
Fuglaskoðun
Á Íslandi er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.
Golfvellir
Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um land eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.
Gönguferðir
Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi.
Hellaskoðun
Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á eigin spýtur.
Hestaafþreying
Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.
Hjólaferðir
Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.
Hjólaleigur
Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.
Kajakferðir / Róðrarbretti
Það er skemmtileg upplifun að sigla um á kajak, en margir aðilar um allt land bjóða upp á slíkar siglingar, bæði á sjó og vötnum.
Köfun & Yfirborðsköfun
Fyrir þá ævintýragjörnu og aðra áhugasama er köfun spennandi kostur. Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, bæði í ferskvatni og sjó.
Skotveiði
Ísland býður upp á ýmsa valkosti fyrir skotveiðifólk. Þær tegundir sem helst eru veiddar eru hreindýr, vissar tegundir anda og gæsa sem og sjófugl. Ýmist er skotið á afréttum eða eignarlöndum, en einnig niður við ströndu og á sjó.
Stangveiði
Á Íslandi er ógrynni áa og vatna. Tækifæri til stangveiði eru því óþrjótandi.
Vetrarafþreying
Fyrir þá sem stunda skíði eða snjóbretti eru mörg góð skíðasvæði um allt land sem opin eru yfir vetrartímann ef aðstæður leyfa.