Flýtilyklar
Volcano Heli ehf.
Reykjavík / Möðrudalur
Volcano Heli ehf. - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Reykjavík / Möðrudalur
Volcano Heli ehf. - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Sænautasel á Jökuldalsheiði við samnefnt vatn var endurbyggt í lok síðustu aldar sem góður fulltrúi heiðarbýlanna fyrrum tíð. Þar er tekið á móti ferðamönnum á sumrin. Í Sænautaseli er boðið upp á hina ýmsu skemmtun og léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.
Gengið frá skilti við Kverkfjallaveg F905. Hringleið frá Kjólsstaðaskoru um Vatnsstæði, inn í Hvannárgil neðsta og gegnum þau öll til enda. Efsta gilið er mjög stórbrotið og endar í fallegum fossi. Staukurinn er í efsta gilinu. Gengið til baka niður Slórdal.
GPS: N65°16.868-W15°47.418
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Hann er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá landnámi; hér stóð fyrr á öldum eitt af höfuðbólum landsins og hefur ávallt verið í þjóðleið. Í Möðrudal er að finna litla og snotra kirkju sem Jón bóndi Stefánsson, þjóðfrægur maður fyrrum, reisti í minningu konu sinnar. Þau hjón voru forfeður núverandi ábúenda.
Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.
Safe travel er með það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna á ferð um landið.
Snjallsímaforritið 112 ICELAND er afar einfalt i notkun og hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig „slóð“ en slíkt má nota ef óttast er um afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram.
Á heimasíðunni safetravel.is finnur þú leiðbeiningar um hvernig bera skal sig að á ferðalögum um landið
Eru líkur á norðurljósum í kvöld?
Veðurstofa íslands gefur út spá um virkni og sýnileika norðurljósa á Íslandi.
Spáin er gerð út frá birtuskilyrðum, virkni í norðurljósabeltinu og skýjahulu. Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann og sjá hversu mikil norðurljósavirknin verður en skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er athugað hvort líkur eru á norðurljósavirkni það kvöld. Á vefsíðunni er einnig textaspá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu.
Kynntu þér Norðurljósaspána á Vedur.is
Vegagerðin hefur á undanförnum árum komið upp greinargóðu upplýsinganeti um landið allt svo hægt er að fylgjast með færð og ástandi vega með mun nákvæmari hætti en áður og koma slíkri vitneskju til fólks. Vegagerðin fylgist einnig með ástandi vega á hálendinu og birtir reglulega upplýsingar um það en þær má nálgast hjá Upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar (sími 1777) og hjá upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn víða um land.
Sérstaklega skal bent á vef Vegagerðarinnar en þar má finna ýmsar upplýsingar; yfirlitskort og skýringar sem gagnlegar eru áður en lagt er af stað í ferðalag. Ferðaupplýsingar Vegagerðarinnar á vefnum lúta fyrst og fremst að færð vega og veðri. Upplýsingar um færð eru uppfærðar að morgni og síðan eftir ástæðum fram til kvölds. Veðurupplýsingar eru í flestum tilfellum uppfærðar 1-2 sinnum á klukkustund allan sólarhringinn
Frekari upplýsingar á vegagerdin.is
Vakinn er opinbert gæða- og umhverfisvottunarkerfi sem stýrt er af Ferðamálastofu. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.
Vottun Vakans er gæðastimpill og staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
Allar upplýsingar og lista yfir vottuð fyrirtæki má finna á vakinn.is