Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Farfuglaheimilið Húsey

Farfuglaheimilið Húsey

Húsey

GPS punktar N65° 37' 57.418" W14° 16' 34.244"
Vefsíða www.huseyfarm.is

Afsláttur á gistingu ef keypt er hestaferð

Ef gestir gista í húsi og kaupa hestaferð þá er veittur afsláttur á gistingu:

  • 15% fyrir fullorðna og frí gisting fyrir undir 13 ára aldurs.
  • Hringið í Laufeyju síma 6943010 og skoðið www.huseyfarm.is 
Hafðu samband
Tilboð

7 svefnherbergja hús í ósnortinni náttúru til leigu

Fyrir 65000kr fyrir nóttina getið þið leigt heilt hús. Farfuglaheimilið er til húsa í gamla íbúðarhúsinu sem var endurnýjað til þeirra nota. Þar er einfalt heimilislegt húsnæði, góð eldunaraðstaða, 7 svefnherbergi, 3 sturtur og auka salerni, stofa og stórt glerhús til að koma saman.

Hringið í Laufeyju síma 6943010 og skoðið www.huseyfarm.is

Hafðu samband
Tilboð

Farfuglaheimilið Húsey - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Saga og menning
20.78 km
Geirastaðakirkja

Geirastaðakirkja er endurgerð kirkja sem grafin var upp skammt frá Litla Bakka. Hún er talin vera eins og almennar bændakirkjur voru frá frumkristni eða um 1000-1100.

Náttúra
0.42 km
Húsey

Gengið er um sléttuna utan við Húseyjarbæinn út við Héraðsflóa. Hægt er að velja um 6 km (ca 2 klst) eða 14 km hringleið. Mikið fuglalíf og selalátur. Gengið frá skilti sem er innan við hliðið hjá Húsey. Gengið í átt að Jökulsá og síðan gengnir bakkar allt þar til komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Hólkurinn er við borð nálægt sjónum ca 3 km utan við bæinn. Síðan er haldið áfram og stefnt á Húseyjarbæinn. Loks er vegurinn genginn og hringnum lokað.

Húsey er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°38.775-W14°14.670

Powered by Wikiloc

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur