Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Travel East Iceland

Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.

Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum. Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun. Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.

Travel East Iceland

Smáragrund

GPS punktar N65° 31' 28.776" W13° 48' 45.007"
Sími

861 3677

3ja daga Lúxusgönguferðir á Borgarfirði eystra

Frábær 3ja daga gönguferð með öllu. Dvalið á Álfheimar sveitahótel á Bakkagerði þar sem þið njótið þess að vera í rúmgóðu herbergi með eigin baðherbergi og fáið morgunverð, nestispakka og kvöldverð meðan á dvölinni stendur.  Gengið um fjöll, dali, víðáttur og eyðivíkur í stórbrotnu landslagi Víknaslóða.  Meðal göngudaga eru Stórurð, Brúnavík og Breiðuvík auk bæjarrölts um Bakkagerði og heimsókn til lundanna í Hafnarhólma.  Að ógleymdum álfunum í Álfaborg og nágrenni. 

Ef þú vilt ferðast langt og njóta þæginda og afslöppunar ásamt náttúru og göngu þá ert þú á leið austur í sumar.

Hafðu samband
Tilboð

Travel East Iceland - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sæti hópferðir ehf.
Rútuferðir
 • Dalbrún 12
 • 700 Egilsstaðir
 • 867-0528
Veiðileyfi í Selfljót
Stangveiði
 • Miðvangur 1
 • 700 Egilsstaðir
 • 8993826
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
Golfvellir
 • Ekkjufell - Fellabær
 • 701 Egilsstaðir
 • 471-1113
Katrine Bruhn Jensen
Dagsferðir
 • Gilsá
 • 760 Breiðdalsvík
 • 862-5756

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur