Flýtilyklar
Travel East Iceland
Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins.
Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum. Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun. Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.
Smáragrund

3ja daga Lúxusgönguferðir á Borgarfirði eystra
Frábær 3ja daga gönguferð með öllu. Dvalið á Álfheimar sveitahótel á Bakkagerði þar sem þið njótið þess að vera í rúmgóðu herbergi með eigin baðherbergi og fáið morgunverð, nestispakka og kvöldverð meðan á dvölinni stendur. Gengið um fjöll, dali, víðáttur og eyðivíkur í stórbrotnu landslagi Víknaslóða. Meðal göngudaga eru Stórurð, Brúnavík og Breiðuvík auk bæjarrölts um Bakkagerði og heimsókn til lundanna í Hafnarhólma. Að ógleymdum álfunum í Álfaborg og nágrenni.
Ef þú vilt ferðast langt og njóta þæginda og afslöppunar ásamt náttúru og göngu þá ert þú á leið austur í sumar.
Travel East Iceland - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands