Flýtilyklar
Menning

Á Austurlandi er öflugt og menningar- og listalíf sem byggir á samvinnu og þátttöku heimamanna. Í fjórðungnum má fjölbreytt handverk, menningarsetur, tónlistarhátíðir, söfn og sýningar og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Bóka- og skjalasöfn
Í öllum landshlutum eru skjalasöfn af ýmsu tagi og allflestir þéttbýliskjarnar eru með einhverskonar bókasöfn, misjafnlega stór og fjölbreytt.
Gestastofur
Við flestar stærri og vinsælli náttúruperlur Íslands eru gestastofur, þar sem hægt er að nálgast upplýsingar og versla minjagripi. Gestastofur eru einnig við ýmis söfn og menningarsetur.
Handverk og hönnun
Heilmikil gróska er í hverskonar handverki og hönnun um allt land. Úrvalið er afar margbreytilegt og óhætt að segja að sköpunargleði landsmanna sé óþrjótandi. Einstakt handverk og hönnunarvöru má nálgast með ýmsum hætti, meðal annars gegnum handverksmarkaði, sérverslanir eða gegnum vefsíður listamanna.
Setur og menningarhús
Víða um land eru menningarmiðstöðvar, þar sem ýmsir listviðburðir og fræðsla fyrir alla aldurshópa, fara fram.
Söfn
Á Austurlandi má finna margskonar söfn sem segja þér sögu fjórðungsins.