Flýtilyklar
Kirkju- og menningarmiðstöð Austurland
Menningarhlutverk Eskifjarðarkirkju var endanlega staðfest með samstarfssamningi ríkis og
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál á Austurlandi. Var þessi samningur samþykktur af viðkomandi aðilum á Seyðisfirði þann 14. maí árið 2001.
Menningarmiðstöðvarnar á Austurlandi eru þrjár. Skaftfell á Seyðisfirði sem er miðstöð myndlistar,
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sem er miðstöð sviðslista og svoTónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði sem er miðstöð tónlistar.
Tónleikasalur Tónlistarmiðstöðvarinnar hentar afar vel til tónlistarflutnings af flestum toga. Hljómburður þar er einstakur og hönnun byggingar miðar að því að skapa sjón- og hljóðræna nánd milli flytjenda og tónleikagesta. Húsið er mjög vel tækjum búið og er aðbúnaður allur hinn glæsilegasti. Þá er húsið einnig mjög hentugt til sýningahalds, hvers kyns ráðstefna og funda
Dalbraut 2
Kirkju- og menningarmiðstöð Austurland - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Vetrarafþreying
Skíðamiðstöð Austurlands, Oddsskarði
Sundlaugar
Ferðaskrifstofur
Tanni ferðaþjónusta ehf.
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimili
Skorrahestar ehf
Hótel
Hildibrand Hótel
Sundlaugar
Sundlaugin Neskaupstað
Aðrir
- Golfskálinn, Grænanesbökkum
- 740 Neskaupstaður
- 477-1165
- Strandgata 71a
- 735 Eskifjörður
- 892-4622
- Melagata 8
- 740 Neskaupstaður
- 470-1018, 863-3623
- Fjörður 4
- 710 Seyðisfjörður
- 899-2409
- Kirkjufjara
- 740 Neskaupstaður
- 863-9939
Náttúra
Páskahellir
Mikil upplifun er að fara í Páskahelli. Völurnar sem byltast með öldunni upp og niður fremja tónlist allt eftir veðurfari. Þær eru misstórar og hljóma aldrei alveg eins. Þægilegur viðkomustaður ferðamanna; stutt að fara, undurfallegt landslag, dúfur í varpi, sjávarlíf í pollum, holur eftir forn tré og fallegt útsýni.
Náttúra
Oddskarð
Það var ekki fyrr en árið 1949 að Norðfjörður komst fyrst í vegasamband við nágrannabyggðirnar. Leiðin lá um Oddsskarð, einn hæsta fjallveg á landinu, sem jafnan var erfiður yfirferðar vegna snjóþyngsla. Var því hafist handa við gerð jarðganga undir Oddsskarð á árunum 1974-1977. Göngin eru 626 m löng í 632 m h.y.s. Við Oddsskarð er miðstöð vetraríþrótta. Svæðið er uppspretta gönguleiða og skíðaleiða og réttnefnt Austfirsku Alparnir. Þar hafa verið haldnar Týrólahátíðar um páska síðustu ár. Margháttuð fjölskylduskemmtun er í boði á skíðasvæðinu.
Frekari upplýsingar er að finna hér: Oddskarð
Náttúra
Völvuleiði
Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir. Sagnir segja að svo lengi sem enn sé steini bætt í leiðið og því við haldið muni ekkert illt henda firðina. Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi fjörðinn slíkri þoku að ræningjarnir sáu sitt óvænna og snéru við. Er völvuþokunni léttir er þó frábært útsýni út Reyðarfjörðinn.
Hitt og þetta
Golfvöllurinn á Neskaupstað
Grænanesvöllur er völlur golfklúbbs Norðfjarðar. Völlurinn er níu hola, par 70 og var gerður árið 1965. Hann er inni af botni fjarðarins, þykir einstaklega skemmtilegur völlur og ekki skemmir hve umhverfið er sérlega fallegt. Ekið er af vellinum eftir afleggjara til móts við býlið Miðbæ.
Náttúra
Grænafell
Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Síðan er unnt að fylgja stórfenglegri gönguleið meðfram undurfögru gili Geithúsaár. Stórir steinar í kjarrinu minna á álfaborgir en eru í raun framburður snjóflóða og skriða úr fjallinu. Áratugum saman var hefð að unglingar gróðusettu hver sitt tré í Grænafellinu og eru stór grenitré dæmi um það. Í Grænafelli var löngum samkomustaður Reyðfirðinga og háðu þeir íþróttamót sín þar. Nú er þetta vinsælasta göngusvæði þorpsbúa.
Á Fatmap kortinu hér að neðan er hægt að fá upplýsingar um gönguleiðana upp á Grænafell.
Fyrir börnin
Búðará
Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnum skógi vöxnum árbökkunum. Þegar komið er að Stríðsárasafninu er hægt að velja hvort gengið er eftir skógi vöxnum hálsinum austur af Stríðsárasafninu eða upp að Búðarárfossi.
Náttúra
Hólmatindur
Stolt og prýði Eskfirðinga, Hólmatindur er 985 metra hár og gnæfir yfir firðinum gengt byggðinni. Það er krefjandi ganga upp á Hólmatind, en á tindinum geta göngugarpar kvittað fyrir komuna í gestabók.
Fjöllin fimm í Fjarðabyggð er verkefni sem skólabörn fitjuðu upp á og hefur náð vinsældum eftir að Ferðafélag Fjarðamanna hrinti því í framkvæmd. Göngugarpar kvitta í allar gestabækur á fimm tilteknum tindum og fá viðurkenningarskjal fyrir.
Hitt og þetta
Golfvöllurinn Eskifirði
Golfvöllur hefur verið á Eskifirði síðan árið 1979 og ber hann heitið Byggðarholtsvöllur. Hann er níu hola og staðsettur sunnan Eskifjarðarár, innan byggðarinnar. Umhverfið er fjölbreytt og er mál kylfinga að hann sé einstaklega skemmtilegur viðureignar.
Náttúra
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru. Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni. Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar. Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.
Powered by Wikiloc
Hitt og þetta
Golfvöllurinn á Reyðarfirði
Golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar, nefnist Kollur og er staðsettur í hlíðinni rétt innan við bæinn á Reyðarfirði. Völlurinn er 9 hola, par 70 og umvafinn fallegu umhverfi. Þá þykir völlurinn þægilegur yfirferðar en hann er nýr og því er enn verið að byggja hann upp.
Náttúra
Mjóeyri
Síðasti aftökustaður Austurlands. Þar var Eiríkur nokkur Þorlákssonur tekinn af lífi 30. september 1786 fyrir morð á tveimur mönnum. Lík Eiríks var dysjað nærri aftökustaðnum. Á dys hans er að finna upplýsingaskilti.
Fjaran er skemmtilegur leikvangur; ofan við hana er að finna vegalengdir til nokkura merkra staða á heimskortinu. Frá Mjóeyri er stutt í Helgustaðanámu. Hér er rekin myndarleg ferðaþjónusta sem býður upp á leiðsögn og allskyns ævintýri auk gistingar.
Náttúra
Helgustaðanáma
Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni. Hún er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi. Þar var silfurberg numið úr jörðu frá 17. öld fram á fyrri hluta 20. aldar.
Helgustaðanáman er nú friðlýst sem náttúruvætti.
Helgustaðanáma í Reyðarfirði er heimsþekkt sem fyrsti staðurinn þar sem mjög hreinir, stórir og gagnsæir kalsítkristallar fundust. Danski vísindamaðurinn Erasmus Bartholinus var fyrstur til að lýsa óvenjulegum eiginleikum silfurbergsins árið 1669. Vísindamenn hófu brátt að kenna þetta áður óþekkta efni við Ísland, á ensku sem Iceland crystal, en frá um 1780 varð heitið Iceland spar ráðandi.
Söfn
Randulffs-sjóhús
Söfn
Íslenska Stríðsárasafnið
Upplýsingamiðstöðvar
Sjóminjasafn Austurlands
Söfn
Safnahúsið Norðfirði
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Aðrir
- Egilsbraut 2
- 740 Neskaupstaður
- 470-9063, 860-4726.
- Lambeyrarbraut 5
- 735 Eskifjörður
- 476-1177
- Egilsbraut 2
- 740 Neskaupstaður
- 4709000
Gistiheimili
Gistihúsið Tærgesen
Hótel
Hildibrand Hótel
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Söfn
Randulffs-sjóhús
Gistiheimili
Hjá Marlín
Nesbær kaffihús
Gistiheimili
Gistiheimilið Kaffihúsið
Aðrir
- Hafnarbraut 19
- 740 Neskaupstaður
- 477-1500, 477-1476
- Hafnargötu 1
- 730 Reyðarfjörður
- Búðareyri 33
- 730 Reyðarfjörður
- 474-1147, 840-1785
- Hafnarbraut 50
- 740 Neskaupstaður
- 477-1800, 861-4747