Flýtilyklar
Sögufrægir staðir

Það er mikla sögu að finna á Austurlandi og víða má finna söfn sem sýna og segja frá liðinni tíð.
Sænautasel
Sænautasel á Jökuldalsheiði við samnefnt vatn var endurbyggt í lok síðustu aldar sem góður fulltrúi heiðarbýlanna fyrrum tíð. Þar er tekið á móti ferðamönnum á sumrin. Í Sænautaseli er boðið upp á hina ýmsu skemmtun og léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.
Valþjófsstaður
Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal, kirkjustaður og fornt höfuðból allt frá þrettándu öld. Þar má sjá eftirgerð Valþjófstaðar-hurðarinnar frægu sem er eitthvert mesta djásn í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Hurðin er frá 13. öld og mun upphaflega hafa verið skálahurð á höfðingjasetri en var síðan nýtt sem innri hurð í mikilli stafkirkju sem stóð á Valþjófstað í margar aldir, langt fram yfir siðaskipti.
Söfn
Á Austurlandi má finna margskonar söfn sem segja þér sögu fjórðungsins.
Setur og menningarhús
Víða um land eru menningarmiðstöðvar, þar sem ýmsir listviðburðir og fræðsla fyrir alla aldurshópa, fara fram.
Handverk og hönnun
Heilmikil gróska er í hverskonar handverki og hönnun um allt land. Úrvalið er afar margbreytilegt og óhætt að segja að sköpunargleði landsmanna sé óþrjótandi. Einstakt handverk og hönnunarvöru má nálgast með ýmsum hætti, meðal annars gegnum handverksmarkaði, sérverslanir eða gegnum vefsíður listamanna.
Menning
Á Austurlandi er öflugt og menningar- og listalíf sem byggir á samvinnu og þátttöku heimamanna. Í fjórðungnum má fjölbreytt handverk, menningarsetur, tónlistarhátíðir, söfn og sýningar og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Gallerí Snærós og Grafíksetur
Á Stöðvarfirði er rekin ein fullkomnasta grafíkvinnustofa landsins. Hún er á höndum hjónanna Ríkharðar Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur. Oft er hægt að fylgjast með listamönnum að verki eða bregða sér sjálfur á stutt námskeið. Á sama stað er Gallerí Snærós að finna.
Múlastofa
Í Múlastofu, Kaupvangi á Vopnafirði, er að finna sýningu um líf og list Jóns Múla og Jónasar Árnasona en þeir bræður voru þjóðkunnir fyrir söngleikjasmíð sína, tónsköpun og yrkingar. Þeir andans bræður voru fæddir Vopnfirðingar og þótti ávallt vænt um tengsl sín við sveitarfélagið. Setrið - sem Magnús Már Þorvaldsson leiddi f. h. sveitarfélagsins og hannað er af Birni G. Björnssyni sýningarhönnuði - er stærsta menningarverkefni sem Vopnafjörður hefur ráðist í fyrr og síðar. Í tengslum við það er haldin árleg menningarhátíð, Einu sinni á ágústkvöldi.
Minjasafn Austurlands
Hús Handanna
Minjasafnið á Bustarfelli
Randulffs-sjóhús
Aðrir
- Búð I
- 765 Djúpivogur
- 4788220
- Jökuldalsheiði
- 701 Egilsstaðir
- 853-6491, 471-1086