Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðir

jún 2021

Á vegum úti

12. jún
Krummi Björgvinsson leggur land undir fót í júní og heimsækir Austurlandið í tónleikaröðinni Á VEGUM ÚTI, sem fram fer dagana 10. - 15.júní ni. en ásamt Krumma eru það þeir Bjarni M. Sigurðarson og Daníel Hjàlmtýsson sem einnig koma fram. Tónleikarnir í Seyðisfjarðarkiskju hefjast kl. 15:00 laugardaginn 12. júní.

Gönguvikan í Fjarðabyggð

19.-26. jún
Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Í boði eru á fimmta tug viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika. Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum. Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri. Gönguleiðarkorti og dagskrá er dreift um allt Austurland.

júl 2021

Dyrfjallahlaup - Borgarfjörður Eystri 2021

10. júl
Leiðarlýsing 12 km: Rásmark verður við Hólahorn á Borgarfirði við og hlaupið fyrst um sinn með grófum jeppaslóða yfir Hofstrandarskarð (350m) til Brúnavíkur. Jeppaslóðinn endar innst í víkinni og þar er farið inn á gönguleið um gróið land sem liggur út að sjó þar sem og þar mætast leiðirnar. Frá Brúnavík tekur við stíf brekka fyrst áleiðis að Brúnavíkurskarði (354m). Hlaupið er þennan hluta leiðarinnar eftir gamalli reiðgötu sem er góð og mikið gengin. Frá Brúnavíkurskarði liggur leiðin niður að sjó og síðustu 400 metrana er hlaupið á malbiki að endamarki við Borgarfjarðarhöfn. Vegalengd 11.7km Heildarhækkun: 701m Heildarlækkun: 707m Hæsti punktur: 354m y.sm Lægsti punktur: 5m y.sm Drykkjarstöð verður í Brúnavík með vatn og orkudrykki.

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

22.-25. júl
Menningarleg bæjarhátíð með frönsku ívafi sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi ár hvert. Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar verið haldnir árlega síðan 1996 og eru þeir iðulega haldnir helgina fyrir Verslunarmannahelgi. Þessa helgi er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við staðinn, auk þess sem heimamenn ásamt gestum gera sér glaðan dag. Á Frönskum Dögum geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bræðslan

23.-25. júl
Það er erfitt að finna orð til að lýsa tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði. Þorpið er eins og athvarf frá ys og þys hversdagsins og tónlistarhátíðin sjálf er algerlega sér á báti. Andinn í gömlu síldarbræðslunni er eintakur og hátíðin dregur fram það besta í gestum og tónlistarmönnunum sem standa á sviðinu. Það er líka full ástæða til að mæta tímanlega á Bræðsluna en í "Bræðsluvikunni" svokölluðu þ.e. síðustu dagana fyrir hátíðina eru tónleikar í félagsheimilinu Fjarðaborg þar sem stemmningin er engu lík.

Bræðslan 2021

24. júl
Bræðslan 2021 verður haldin laugardagsköldið 24. júlí. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Neistaflug

30. júl - 2. ágú
Þessi frábæra bæjarhátíð fer fram í Neskaupstað um hverja verslunarmanna- helgi. Dagskráin stendur frá fimmtudegi til sunnudags með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

ágú 2021

Neistaflug

30. júl - 2. ágú
Þessi frábæra bæjarhátíð fer fram í Neskaupstað um hverja verslunarmanna- helgi. Dagskráin stendur frá fimmtudegi til sunnudags með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Útsæðið Eskifirði

13.-15. ágú
Bæjarhátíðin Útsæðið er hátíð fjölskyldunnar þar sem gestir og gangandi koma saman og njóta samverunnar, borða og hlusta á góða tónlist, ásamt því að njóta annara viðburða / skemmtiatriða um helgina.

Tour de ormurinn 2021

14. ágú
Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni í Múlaþingi og Fljótsdalshreppi. Hann hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá.

sep 2021

Ormsteiti

11.-19. sep
Héraðshátíðin Ormsteiti er menningarviðburður sem stendur yfir í nokkra daga á hverju hausti á Héraði og á hún að leggja áherslu á þessi tímamót.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur