Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðir

feb 2019

Vetrarhlaupasyrpan á Egilsstöðum

27. okt - 30. mar
Fyrsta hlaupið í Vetrarhlaupasyrpunni á Egilsstöðum fer fram á laugardaginn. Ekki missa af tækifærinu til að vera með frá byrjun! Vetrarhlaupasyrpan á Egilsstöðum saman stendur af sex 10 km hlaupum sem hlaupin eru síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars að undanskildu desemberhlaupinu sem fer fram á gamlársdag. Keppendur safna stigum eftir árangri og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar. Upphaf: Við Íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11:00, nema gamlárshlaupið sem hefst á sama stað klukkan 10:00 Skráning: Á staðnum, hálftíma fyrir hlaup. Lengd: 10 km Þátttökugjald: 1000 kr. Innifalið: Létt hressing og frítt í sund eftir hlaup. Hlaupaleið: Frá íþróttahúsi eftir Tjarnarbraut, beygt til hægri á Selás og hlaupið sem leið liggur eftir Lagarási og Kaupvangi (framhjá Heilsugæslunni, Landsbankanum, tjaldstæðinu og Landflutningum). Hlaupið út á þjóðveginn og eftir Vallavegi í átt til Hallormsstaðar þar til komið er að merktum snúningspunkti. Sama leið hlaupin til baka. Dregið er um veglega útdráttarvinninga eftir hvert hlaup. Allir sem taka þátt fara í pottinn. Styrktaraðilar Vetrarhlaupasyrpunnar 2018-2019 eru: Skógræktin, Sókn lögmannsstofa,, MVA, Dandý, Crossfit Austur, Skíðafélagið í Stafdal, Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum og Ölgerðin - Gatorade, Dagsetningar hlaupa: 1. hlaup: 27. október 2. hlaup: 26. nóvember 3. hlaup. 31. desember (hefst kl. 10:00) 4. hlaup: 26. janúar 5. hlaup: 23. febrúar 6. hlaup 30. mars Hlökkum til að sjá ykkur!

Hvít sól - Seyðisfjörður

12. nóv - 3. mar
Listahópurinn IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club) hefur síðustu mánuði rannsakað tímann sem hugtak og upplifun og samband manneskjunnar við sólina. Við á norðurhveli jarðar búum við þær öfgar að sólin er ekki áreiðanleg klukka, hún færir okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef við myndum smíða okkar eigin sólarklukku, hvernig liti hún út og hvað myndi hún mæla? Tilvist okkar er samofin tímanum og að einhverju leyti er tímaskynjun innbyggð í vitund mannsins. Frá unga aldri er tímatal þjálfað og snemma gerð krafa um að læra á klukku en hversdagslegur veruleiki okkar er sambland af huglægri og hlutlægri tímaskynjun. Sólin er lykilþáttur í þessu samhengi. Staða sólar á himni segir okkur hvað tímanum líður og mjög algeng er að til séu vörður í hverju bæjarplássi sem nýtist okkur sem náttúruleg sólarklukka. Sýningin Hvít sól opnar um þetta leyti er sólin of lágt á lofti til að skína á bæjarstæðið, sem gerir það illgerlegt að lesa í landið til að vita hvað klukkan slær. Öllu rýminu er umbreytt í stóra innsetningu þar sem sólarfánar í yfirstærð spila lykilhlutverk. Fánarnir hanga, hlið við hlið, úr loftinu og mynda einhvers konar sólargangveg fyrir áhorfendur. Samhliða má heyra hljóðmynd sem túlkar sólarhringinn, eftir tónskáldið Daníel Helgason. Með því að færast um rýmið býðst áhorfandanum að upplifa tímann með öðru móti en dagsdaglega. Hin raunverulega sól, lífgjafi jarðar, er ekki lengur lykilþáttur heldur tilbúnar sólir sem bjóða upp á líkamlegri skynjun tímans, á stað sem að þessi árstími býður ekki upp á. Hvít sól stendur til 3. mars 2019.

Þriðjudagsgöngur - Egilsstaðir

13. nóv - 12. mar
Ætla að bjóða upp á gönguferðir fram á vor á þriðjudögum klukkan 17. Mæting á bílastæði hjá tjaldstæðinu (nýja tjaldstæði) allir velkomnir. Tek það skýrt fram að þessar göngur eru hvorki erfiðar eða hraðar henta því frábærlega fyrir þá sem eru að koma sér í útivistargírinn eða þá sem vilja ganga í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Samhliða göngugleðinni verður boðið upp á létta fræðslu um ýmislegt sem viðkemur útivist. Minni á endurskin og gott er að hafa höfuðljós með í för. Hlakka til að sjá ykkur.

Lisa M. Stybor – Flæði timans - Seyðisfjörður

22. feb
Lisa M. Stybor (DE), og Lísa Leónharðsdóttir (IS) / Anna Raabe (DE) / Max Richter (DE) Opin vinnustofa föstudaginn 22. febrúar 2019 kl. 17:00-20:00 á 3. hæð Skaftfells, Austurvegi 42. Einn af núverandi gestalistamönnum Skaftfells, Lisa M. Stybor (DE), mun halda opna vinnustofu og kynna verk í vinnslu í listamannaíbúðinni, 3. hæð í Skaftfelli (gengið inn gallerí megin). Lisa M. Stybor er þýsk listakona, fædd 1953 í Aachen. Hún hefur síðastliðin tuttugu ár heimsótt Ísland til að rannsaka loft, jörð, vatn og eld. Í dag beinir hún athygli sinni að tíma. Hún ber línulegan tíma saman við líðandi stund. Í yfir tuttugu ár hefur hún þróað ólíka verkferla sem eru hliðstæðir. Nýlega tók hún sér fjögur mismunandi listamannsnöfn sem öll búa yfir eigin lífsferil og tjáningarform: Lísa Leónharðsdóttir, Anna Raabe og Max Richter. Lísa Leónharðsdóttir ólst upp á Íslandi og hefur alla sína tíð sem listamaður unnið með náttúru. Hún hefur helgað sig fjölbreytileika og fegurð, loft og svæði sem eru mitt á milli; hið myrka og dularfulla en á sama tíma viðkvæma og þunna loft. Á vissan hátt eru 18x26 cm akrýlmálverkin hennar bæði raunsæ og óhlutbundin: Raunsæ vegna þess að Lísa rannsakar hina raunverulegu litatóna og óhlutbundin þar sem hún tengir hvert form við sjóndeildarhringinn. Anna Raabe er listakona frá Berlín. Hún vinnur með landslagið eins og það væri rými sem býr yfir minni. Kjarni verka hennar er sársauki - bæði þjáning sem maðurinn hefur bakað sjálfum sér og mótlætið sem mætir honum. Síðasta stóra verkefnið hennar var ferðalag til Austur Tyrklands þar sem hún rannsakaði ummerki um þjóðarmorð á Armenum. Á þessari sýningu eru sýndar teikningar sem samsvara jarðskjálftunum í L´Aquila á Ítalíu 2009. Max Richter er enn mjög ungur málari frá Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi. Hann tekst á við kraft og ryþma með því að eyða því og umbreyta. Myndefnið er vatn í formi fyrirbæris sem tekur sífelldum breytingum.

GREASE Sing-a-long VÍNKONUKVÖLD - Eskifjörður

23. feb
TAKTU KVÖLDIÐ FRÁ!!! Í VALHÖLL laugardaginn 23.FEBRÚAR skellum við okkur 60ÁR aftur í tímann og upplifum 1950’s eins og það var á Grease tímanum! ALVÖRU VÍNKONUKVÖLD með þema sem þið viljið EKKi missa af!! *GREASE SING-A-LONG BíÓ! *SKEMMTUN *PUB-QUIZ um tímabilið/Grease myndina *VERÐLAUN fyrir FLOTTASTA BÚNINGINN! *BAR *20 FYRSTU frá FORDRYKK með miðanum! * FULLORÐINS MJÓLKURHRISTINGAR *GLEÐI og STURLAÐ STUÐ!! Húsið opnar 19:00, Myndin byrjar 20:00 og skemmtun frammeftir!!! Miði fyrir þær sem mæta í þema : 1000kr Miði fyrir þær sem mæta ekki í búning : 1500kr! Pikkið í vinkonur, kunningjakonur og helst allar konur og látið vita af þessum viðburði! Opin öllum konum 18ára+. TILBOÐ á VELVÖLDUM 1950 Drykkjum á BARNUM! HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG og ÞíNAR!!

Bruninn á Brekku 1944 og Gunnar skáld.

24. feb
Á konudaginn 24.febrúar klukkan 14:00 kemur Stefán Þórarinsson læknir og fræðir okkur um Sjúkraskýlið á Brekku í Fljótsdal, brunan 1944, afleiðingar brunans, viðbrögð Gunnars skálds og hvaða áhrif bruninn hafði á byggðaþróun Fljótsdalshéraðs. Aðgangur ókeypis. Að erindi loknu er boðið upp á konudags kaffihlaðborð í Klausturkaffi.

mar 2019

Vetrarhlaupasyrpan á Egilsstöðum

27. okt - 30. mar
Fyrsta hlaupið í Vetrarhlaupasyrpunni á Egilsstöðum fer fram á laugardaginn. Ekki missa af tækifærinu til að vera með frá byrjun! Vetrarhlaupasyrpan á Egilsstöðum saman stendur af sex 10 km hlaupum sem hlaupin eru síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars að undanskildu desemberhlaupinu sem fer fram á gamlársdag. Keppendur safna stigum eftir árangri og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar. Upphaf: Við Íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11:00, nema gamlárshlaupið sem hefst á sama stað klukkan 10:00 Skráning: Á staðnum, hálftíma fyrir hlaup. Lengd: 10 km Þátttökugjald: 1000 kr. Innifalið: Létt hressing og frítt í sund eftir hlaup. Hlaupaleið: Frá íþróttahúsi eftir Tjarnarbraut, beygt til hægri á Selás og hlaupið sem leið liggur eftir Lagarási og Kaupvangi (framhjá Heilsugæslunni, Landsbankanum, tjaldstæðinu og Landflutningum). Hlaupið út á þjóðveginn og eftir Vallavegi í átt til Hallormsstaðar þar til komið er að merktum snúningspunkti. Sama leið hlaupin til baka. Dregið er um veglega útdráttarvinninga eftir hvert hlaup. Allir sem taka þátt fara í pottinn. Styrktaraðilar Vetrarhlaupasyrpunnar 2018-2019 eru: Skógræktin, Sókn lögmannsstofa,, MVA, Dandý, Crossfit Austur, Skíðafélagið í Stafdal, Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum og Ölgerðin - Gatorade, Dagsetningar hlaupa: 1. hlaup: 27. október 2. hlaup: 26. nóvember 3. hlaup. 31. desember (hefst kl. 10:00) 4. hlaup: 26. janúar 5. hlaup: 23. febrúar 6. hlaup 30. mars Hlökkum til að sjá ykkur!

Hvít sól - Seyðisfjörður

12. nóv - 3. mar
Listahópurinn IYFAC (Inspirational Young Female Artist Club) hefur síðustu mánuði rannsakað tímann sem hugtak og upplifun og samband manneskjunnar við sólina. Við á norðurhveli jarðar búum við þær öfgar að sólin er ekki áreiðanleg klukka, hún færir okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef við myndum smíða okkar eigin sólarklukku, hvernig liti hún út og hvað myndi hún mæla? Tilvist okkar er samofin tímanum og að einhverju leyti er tímaskynjun innbyggð í vitund mannsins. Frá unga aldri er tímatal þjálfað og snemma gerð krafa um að læra á klukku en hversdagslegur veruleiki okkar er sambland af huglægri og hlutlægri tímaskynjun. Sólin er lykilþáttur í þessu samhengi. Staða sólar á himni segir okkur hvað tímanum líður og mjög algeng er að til séu vörður í hverju bæjarplássi sem nýtist okkur sem náttúruleg sólarklukka. Sýningin Hvít sól opnar um þetta leyti er sólin of lágt á lofti til að skína á bæjarstæðið, sem gerir það illgerlegt að lesa í landið til að vita hvað klukkan slær. Öllu rýminu er umbreytt í stóra innsetningu þar sem sólarfánar í yfirstærð spila lykilhlutverk. Fánarnir hanga, hlið við hlið, úr loftinu og mynda einhvers konar sólargangveg fyrir áhorfendur. Samhliða má heyra hljóðmynd sem túlkar sólarhringinn, eftir tónskáldið Daníel Helgason. Með því að færast um rýmið býðst áhorfandanum að upplifa tímann með öðru móti en dagsdaglega. Hin raunverulega sól, lífgjafi jarðar, er ekki lengur lykilþáttur heldur tilbúnar sólir sem bjóða upp á líkamlegri skynjun tímans, á stað sem að þessi árstími býður ekki upp á. Hvít sól stendur til 3. mars 2019.

Þriðjudagsgöngur - Egilsstaðir

13. nóv - 12. mar
Ætla að bjóða upp á gönguferðir fram á vor á þriðjudögum klukkan 17. Mæting á bílastæði hjá tjaldstæðinu (nýja tjaldstæði) allir velkomnir. Tek það skýrt fram að þessar göngur eru hvorki erfiðar eða hraðar henta því frábærlega fyrir þá sem eru að koma sér í útivistargírinn eða þá sem vilja ganga í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Samhliða göngugleðinni verður boðið upp á létta fræðslu um ýmislegt sem viðkemur útivist. Minni á endurskin og gott er að hafa höfuðljós með í för. Hlakka til að sjá ykkur.

Bjór á Íslandi í 30 ár - Egilsstaðir

1. mar
Fögnum komu bjórsins sem hefur glatt okkur í 30 ár Frá kl 15.00 verður boðið upp á bjórlíki ( pilsner í vodka meðan birgðir endast.) Lifandi uppákomur allan daginn, Tilboð á hinum ýmsum gerðum af bjór fram í kvöldið. Einar Ágúst mun stíga á stokk þegar líður á kvöldið, stjórna skemmtuninni fram yfir miðnætti. Óvænt dagskráratriði þegar nær dregur, mætið tímanlega.

Bjórinn Þrítugur 1. mars - Egilsstaðir

1. mar
Stórhátíð föstudaginn 1. mars þegar Ísland fagnar því að þrjátíu ár eru liðin frá því að bjórbanni var aflétt. 19.00 hefst tilboð á bjór allt kvöldið og skemmtileg dagskrá tekur við. Kl. 20.00 Bjór - quiz. Lauflétt og skemmtileg spurningakeppni þar sem bjórunnendum gefst tækifæri á að spreyta sig á kunnáttu sinni. Kl. 22.30 opnað fyrir frían kút af Egils Gull sem var einn af þeim bjórum til að koma í sölu á Íslandi 1.mars 1989. kl. 23.30 Snillingarnir í Everyday Jack sjá um að halda uppi tralli og gleði fram eftir nótt og tilboð allt kvöldið. Frítt inn.

Sandhólatindur (Fjallaskíða og gönguferð) - Seyðisfjörður

2. mar
Sandhólatindur er hæsta fjall við Seyðisfjörð og reyndar á allstóru svæði í kring. Hann er einnig allra fjalla hæstur við Loðmundarfjörð en þeim megin kallast hann Hákarlshaus. Sandhólatindur er í norð-austur af fjallinu Bjólfi handan Vestdals og frá Seyðisfirði er fínasta leið á fjallið. Ekið er um 2 km út fyrir Seyðisfjarðarbæ norðanverðan að stað sem kallast Háubakkar. Farið er eftir vegi 951 sem liggur út með ströndinni. Við Háubakka er jeppaslóði sem liggur aðeins upp í mynni Vestdals en ágætt er að hefja gönguna frá aðalveginum. Í byrjun er slóðanum fylgt upp í mynni Vestdals en ofan við fossa er göngubrú yfir Vestdalsá (N65°17.020 W014°01.440). Frá brúnni er síðan stefnt upp í hlíðina sem er nokkuð brött á köflum og farið upp öxl á suð-vestanverðu fjallinu alla leið á toppinn. Á hæsta punkti Sandhólatinds er lítil varða og staukur sem hýsir gestabók. Í henni má sjá að þó nokkrir heimsækja þennan flotta stað ár hvert enda útsýnið af tindinum ekki slæmt. Í norður sér yfir Bárðarstaðadal til Herfells og enn lengra má greina Beinageit og Dyrfjöll. Í austur sér aðeins í Loðmundarfjörð og hið formfagra fjall Skæling sem stundum er kallað „kínverska hofið“. Ef litið er til Seyðisfjarðar sjást Strandartindur og Bjólfur standa vörð um bæinn afar tignarlegir og austar eru tindarnir Bægsli og Snjófjallstindur sem er ótrúlega líkur Snæfugli í Reyðarfirði. Hafi göngufólk ekki séð nóg er upplagt að ganga yfir á Grýtukoll (1.052) sem er rétt austan við Sandhólatindinn. Mesta hæð: 1.154 m Hækkun: 1.120 m Gönguvegalengd: 9-10 km Göngutími: 6-8 klst. (uppgöngutími 3-4 klst) Göngubyrjun: Frá Háubökkum (30 m) Gestabók: Er á háfjallinu. N65°18.649, W014°00.339 Leiðarmat: Gefandi ganga á hæsta tind við Seyðisfjörð og Loðmundarfjörð. Leiðin er nokkuð brött á köflum. Verð: 2.500,-

Aron Can - Egilsstaðir

2. mar
Aron Can mætir á Feita Fílinn laugardagskvöldið 2.mars og mun gera allt vitlaust! Hann mun syngja sín vinsælustu lög og skemmta fram á nótt! Agent.is mætir með honum og heldur einnig uppi stuðinu. Opið til 03 Happy hour á krana 23-00 Forsala hafin á miði.is https://midi.frettabladid.is/tonleikar/1/10803/Aron_Can__Feiti_Fillinn #FeitiFíllinn

Hellisbúinn á Seyðisfirði

3. mar
Eftir frábærar móttökur síðastliðinn vetur og góða sýningartörn í stórborginni Las Vegas er Hellisbúinn á leiðinni á Seyðisfjörð sunnudaginn 3.mars næstkomandi. Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann. Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans. Miðaverð 4.000 Til að tryggja sig örugglega þá er hægt að panta miða hér á messenger á facebook: https://www.facebook.com/hellisbuinn.is/

Vorgáski - Eskifjörður

30. mar
Laugardagur 30. mars kl. 20:00 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði Sunnudagur 31. mars kl. 16:00 í Egilsstaðakirkju Vorgáski Sinfóníuhljómsveit Austurlands býður uppá fjöruga tónleika í tilefni hækkandi sólar. Glettin og skemmtileg dagskrá í flutningi þessar nýju og kraft miklu hljómsveitar, sem hreif troðfullan salinn heldur betur með sér á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar 1. desember síðastliðinn. Flutt verða meistaraverk sem allir kannast við. Einleikari er Kristófer Gauti. Hlín Behrens og Erla Dóra Vogler syngja einsöng. Hljómsveitarstjóri er Zigmas Genutis og Konsertmeistari Zsuzsanna Bitay. Aðgangseyrir: 3.000 kr. og 2.000 kr. fyrir eldri borgara og börn undir 16 ára.

Vorgáski - Egilsstaðir

31. mar
Laugardagur 30. mars kl. 20:00 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði Sunnudagur 31. mars kl. 16:00 í Egilsstaðakirkju Vorgáski Sinfóníuhljómsveit Austurlands býður uppá fjöruga tónleika í tilefni hækkandi sólar. Glettin og skemmtileg dagskrá í flutningi þessar nýju og kraft miklu hljómsveitar, sem hreif troðfullan salinn heldur betur með sér á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar 1. desember síðastliðinn. Flutt verða meistaraverk sem allir kannast við. Einleikari er Kristófer Gauti. Hlín Behrens og Erla Dóra Vogler syngja einsöng. Hljómsveitarstjóri er Zigmas Genutis og Konsertmeistari Zsuzsanna Bitay. Aðgangseyrir: 3.000 kr. og 2.000 kr. fyrir eldri borgara og börn undir 16 ára.

apr 2019

Fjallganga Snjótindur - Álftafjörður

6. apr
Gengið verður á Snjótind við Álftafjörð skammt frá bænum Þvottá. Mjög skemmtileg og fjölbreytt leið á tind sem er alls ekki krefjandi en hefur að geyma glæsilegt útsýni. Verð: 2.500,-

PÁSKAFJÖR - Oddskarð

18.-22. apr
Það verður sannkölluð fjölskyldu stemmning í Fjarðabyggð alla páskana þegar hin árlega útvistarhátíð Páskafjör fer fram. Á páskafjöri geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á skíðasvæðinu í Oddsskarði verður þétt dagskrá alla páskana þar sem meðal annars verður boðið uppá Páskaeggjamót, björgunarbátarallý og flugeldasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Hvað er betra en að skella sér á skíði í mögnuðu umhverfi á einu besta skíðasvæði á landinu? Auk þess að njóta útiverunar á skíðum verður að sjálfsögðu hægt að gera ýmislegt annað. Tónleikar, dansleikir, og viðburðir á vegum Ferðafélags Fjarðamanna eru meðal þess sem boðið verður uppá. Hægt verður að skella sér í sund, og njóta alls þess sem Fjarðabyggð hefur uppá bjóða.

Páskaballið 2019 í Valaskjálf - Egilsstaðir

20. apr
PÁSKABALLIÐ 2019 Stjórnin, Herra Hnetusmjör og Dj Egill Spegill spila á Páskaballinu 2019 í Valaskjálf Egilsstöðum laugardagskvöldið 20. Apríl. Stjórnin fagnaði 30 ára afmæli sínu á síðasta ári og átti magnaða endurkomu með tónleikahaldi og böllum um allt land ásamt því að gefa út nýtt lag “Ég fæ aldrei nóg af þér” sem sló heldur betur í gegn. Sérstakir gestir á Páskaballinu eru Herra Hnetusmjör og Dj Egill Spegill. Húsið opnar kl. 23:00 Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá þér fara! Fylgstu með okkur á facebook: https://www.facebook.com/stjornin/ Forsala hefst 7. febrúar inn á tix.is

Hammondhátíð - Djúpavogi

25.-28. apr
Hammondhátíð Djúpavogs hefur það að meginhlutverki að heiðra og kynna Hammondorgelið. Er það gert með því að fá tónlistarmenn, allt frá heimamönnum til landsþekktra, til að leika listir sínar og er Hammondorgelið rauði þráðurinn í gegnum alla dagskrána. Hátíðin var fyrst haldin árið 2006 og hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg síðan. Hún er nú orðin ein af elstu tónlistarhátíðum landsins. Hammondhátíð er ávallt sett á sumardaginn fyrsta sem ber alltaf upp á fimmtudegi, en það hefur jafnan verið nefnt heimakvöld á Hammondhátíð. Það hefur þó þróast á síðustu árum í austfirskt kvöld, þar sem leitast er eftir því að finna tónlistarmenn og hljómsveitir á Austurlandi til að spila í bland við heimamenn. Tónleikar eru svo á föstudags- og laugardagskvöldinu en þar er reynt að fá stærri og þekktari nöfn til að leika. Hátíðinni er svo slitið með tónleikum í Djúpavogskirkju, en jafnan er þar einsöngvari ásamt hammondleikara.

maí 2019

Vortónleikar Héraðsdætra - Eskifjörður

11. maí
Vortónleikar Héraðsdætra Héraðsdætur fagna komu vorsins með léttum tónleikum undir stjórn Drífu Sigurðardóttur við undirleik Tryggva Hermannssonar. Miðaverð: 2.000 kr

Aretha Franklin - Eskifjörður

29. maí
Aretha „the Queen of Soul“ Franklin lést í ágúst á síðastliðnu ári, 76 ára að aldri. Ferill þessarar stórkostlegu söngkonu spannar yfir 60 ár og til þess að heiðra minningu hennar munu Fjarðadætur blása til heiðurstónleika þann 29. maí í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Gestir fá að skyggnast inn í líf þessarar mögnuðu konu ásamt því að heyra vinsælustu lög hennar og leyndar gersemar. Boðið verður upp á léttar veitingar og magnaða stemningu. Aðgangseyrir: 3.990 kr., léttar veitingar í hléi í boði hússins.

jún 2019

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

1.- 2. jún
SJÓMANNADAGURINN - EIN STÆRSTA SUMARHÁTÍÐ FJARÐABYGGÐAR Sjómannadeginum verður fagnað með veglegri hátíðardagskrá í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði Sjómannadeginum er ætlað að efla samhug sjómanna, kynna þjóðinni starf þeirra og minnast þeirra sem farist hafa á sjó. Þá eru heiðursmerki jafnan veitt sjómönnum fyrir ýmis konar afrek á sjómannadeginum.

Götuþríþraut á Eskifirði

1. jún
Götuþríþraut er frábær viðburður á Austurlandi, sem sameinar unga sem aldna í keppni og skemmtun. Vegalengdir eru frá Super Sprint, þar sem börn keppa saman og/eða með fullorðnum í liði, upp í Olympíska vegalengd þar sem keppnisskap lengra kominna ræður ríkjum.

17 Júní

17. jún
Þjóðhátíðardagur Íslands er haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið

Gönguvikan í Fjarðabyggð

22.-28. jún
Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Í boði eru á fimmta tug viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika. Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum. Göngu- og gleðivikan fer fram síðustu vikuna í júní eða frá 22.júní-29. júní 2019. Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri. Gönguleiðarkorti og dagskrá er dreift um allt Austurland.

Landsmót UMFÍ 50+ - Neskaupstaður

28.-30. jún
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Næsta mót fer fram á Neskaupstað dagana 28. – 30. júní 2019. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

júl 2019

Eistnaflug - Neskaupstaður

10.-13. júl
Þungarokkshátíð í Neskaupstað sem þekkt er fyrir ótrúlega friðsamlega stemmningu þar sem rokkarar skemmta sér eins og engin sé morgundagurinn. Á seinni árum hefur dagskráin orðið fjölbreyttari og flestir ættu að finna tónlist við sitt hæfi.

Rúllandi Snjóbolti - Djúpivogur

13. júl - 25. ágú
„Rúllandi snjóbolti, Djúpivogur“ er alþjóðleg samtímasýning sem sett verður upp í fimmta sinn í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýning verður formlega opnuð þann 13.júlí og stendur til 25.ágúst.

Lunga listahátið - Seyðisfjörður

14.-21. júl
Árið 2000 leit listahátíð LungA dagsins ljós í fyrsta sinn. Um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum og lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum. Hátíðin er frábær blanda af listum, sköpun, tjáningu og stórbrotinni náttúru. Hún hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Ennfremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim. LungA „fjölskyldan“ samanstendur nú bæði af árlegri listahátíð og skóla. Dagsdaglega er þetta tvennt rekið sitt í hvoru lagi, en heitið, gildin og hugmyndafræðin eru af sama meiði.

Dyrfjallahlaup - Borgarfjörður Eystri

20. júl
Leiðin hefst við bæinn Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er hlaupið upp til að byrja með eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sandaskörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lambamúla áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir innan þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Seinustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar

Bræðslan tónlistarhátíð - Borgarfjörður Eystri

24.-28. júl
Bræðslan er tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra, sem fyrst var haldin árið 2005, hún er framtak Borgfirðinga sem eru áhugasamir um tónlist og viðburði. Staðurinn, umgjörðin, húsið og fólkið skapa saman ósvikna stemningu sem lætur engann ósvikinn.

Franskir dagar - Fáskrúðsfjörður

25.-28. júl
Þessi skemmtilega þriggja daga bæjarhátíð er sérstök fyrir tengsl Fáskrúðsfjarðar við Frakkland og er veru franskra sjómanna fyrr á öldum minnst með margvíslegum hætti. Heimamenn og gestir gera sér glaðan dag, auk þess sem fulltrúar frá franska vinabænum Gravelines taka þátt í hátíðarhöldunum.

ágú 2019

Rúllandi Snjóbolti - Djúpivogur

13. júl - 25. ágú
„Rúllandi snjóbolti, Djúpivogur“ er alþjóðleg samtímasýning sem sett verður upp í fimmta sinn í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýning verður formlega opnuð þann 13.júlí og stendur til 25.ágúst.

Neistaflug - Neskaupstaður

1.- 5. ágú
Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum þessa frábæru fjölskylduhátíð. Tjaldmarkaður, tónleikar, hoppukastalar, brunaslöngubolti og danskleikir verða meðal annars á döfinni þá sex daga sem hátíðin stendur. Þá er frí skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á útisviðinu föstudag, laugardag og sunnudag.

Barðsneshlaup - Neskaupstaður

3. ágú
Barðsneshlaupið verður haldið á Norðfirði (Neskaupstað) í 23 skiptið laugardaginn 3. ágúst næstkomandi. Tvær vegalengdir eru í boði, 27 km og 13 km. Eftir bátsferð frá Neskaupstað yfir Norðfjarðarflóa er hlaupið frá Barðsnesi um firðina þrjá sem ganga inn úr flóanum: Viðfjörð, Hellisfjörð og Norðfjörð. Hlaupið endar í Neskaupstað, um 27 km leið. Leiðin er lengst af fjárgötur og hestagötur, minnir víða á Laugaveginn fyrir þá sem hann þekkja. Einnig er boðið upp á Hellisfjarðahlaupið frá Sveinsstöðum í Hellisfirði, 13 km til Norðfjarðar

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur