Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðir

jún 2019

17 Júní

í dag
Þjóðhátíðardagur Íslands er haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið

El Grillo í 75 ár. Muna- og myndasýning El Grillo félagsins

17. jún
75 ár eru síðan þýskar orrustuflugvélar sökktu olíubirgðaskipinu El Grillo í Seyðisfirði en flak þess liggur á um 45 metra dýpi. El Grillo var 10 þúsund lesta olíubirgðaskip Bandamanna, sem þrjár þýskar flugvélar gerðu sprengjuárás á síðari heimsstyrjöldinni á Seyðisfirði þann 10. febrúar 1944. Á þessari sýningu má sjá ýmsa muni sem koma úr El Grillo auk ljósmynda frá hernámstímanum á Seyðisfirði. El Grillo félagið stendur að sýningunni í samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað og með styrk frá Alcoa. Sýningin opnar klukkan 16:00 á Þjóðhátíðardaginn 17. júní í félagsheimilinu Herðubreið. Léttar veitingar í boði

Sólstöðuganga í Stapavík (perla) 1 skór

21. jún
Sólstöðuganga í Stapavík (perla) 1 skór 21. júní, kl. 20. Mæting við hús Ferðafélagsins Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Þaðan er ekið að Unaósi. Gengið frá bílastæði við heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti. Fararstjóri: Stefán Kristmannsson. Verð: 500. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

Gönguvikan í Fjarðabyggð

22.-28. jún
Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Í boði eru á fimmta tug viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika. Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum. Göngu- og gleðivikan fer fram síðustu vikuna í júní eða frá 22.júní-29. júní 2019. Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri. Gönguleiðarkorti og dagskrá er dreift um allt Austurland.

Skógardagurinn mikli - Hallormsstaður

22. jún
Skógardagurinn mikli er árleg fjölskylduhátíð sem haldin er í Hallormsstaðarskógi síðasta laugardaginn í júnímðanuði. Þennan dag fer fram Íslandsmót í skógarhöggi, annálað skógarhlaup, slegið er upp grillveislu, boðið upp á ketilkaffi og fjölbreytta skemmtidagskrá.

Landsmót UMFÍ 50+ - Neskaupstaður

28.-30. jún
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Næsta mót fer fram á Neskaupstað dagana 28. – 30. júní 2019. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

júl 2019

Tónleikaröð í Bláu Kirkjunni - Reynir Hauksson

3. júl
Reynir Hauksson hóf nám í Tónlistarskóla FÍH 2010 eftir að hafa spilað á hljóðfæri frá barnsaldri. Reynir lauk þar burtfararprófi í klassískum gítarleik auk þess sem hann lagði stund á rafgítarleik og kennaranám. Námið nýttist vel og stuðlaði að sterkum og fjölbreyttum grunni í tónlist, sem hefur stuðlað að margbreytilegum verkefnum innan tónlistar. Reynir hefur fengist mikið við hljóðversvinnslu, gefið út 3 plötur með hljómsveitunum Þoka og Eldberg sem innihalda hans eigin tónsmíðar, frá framsæknu rokki yfir í rólegri tónlist undir áhrifum frá Jazz og þjóðlagatónlist auk þess að hafa leikið inn á plötur hjá öðrum. Reynir hefur stýrt upptökum og séð um eftirvinnslu sjálfur. Hvað tónleikahald varðar hefur hann haldið gítar einleikstónleika í Flamenco-, klassískri- og frjálsri spuna tónlist víða um Ísland, Noreg og Spán. Einnig hefur hann spilað á stórum tónleikum með eigin tónsmíðum með fjölmennum hljómsveitum. Veturinn 2015-2016 flutti Reynir til Noregs í áframhaldandi tónlistarnám með aðal áherslu á hljóðfæri sem hann hannaði og smíðaði sem nefnt er Guituello. Það hljóðfæri er sambland af rafgítar og selló, leikið að öllu jöfnu með boga Efnisskrá Tonos Levantinos – Paco Peña Aires de Puerto Real – Sabicas Como Bailan los Caballos – Reynir Hauksson Alegrías – Reynir Hauksson Rondeña – Reynir Hauksson Aires Choqueros – Paco de Lucia Asturias – Isaac Albéniz Granada – Isaac Albéniz San Matias – Reynir Hauksson Vísur Vatnsenda Rósu – Þjóðlag, úts. Reynir Hauksson Gitanos de Lucía – Vicente Amigo

Varist eftirhermur. Sóli Hólm - Vopnafjörður

4. júl
Þessi sýning Sóla Hólm hefur fengið einróma lof og alltaf uppselt. Eins og allir vita er Sóli orðin ein eftirsóttasta eftirherma landsins og því mikill fengur að fá hann á Vopnaskak 2019.

Vopnaskak - Vopnafjörður

5.- 7. júl
Vopnaskak er bæjarhátíð Vopnafjarðar sem haldin er á hverju ári. Vopnafjörður bíður upp á fjölbreytta gistimöguleika og afþreyingu utan dagskrár. Nóg tjaldsvæðispláss er á staðnum, veitingahús, kaffihús og Selársdalalaug svo eitthvað sé nefnt.

Pallaball á Vopnafirði

5. júl
Með endalausu stolti kynnum við föstudagsball Vopnaskaks 2019, PALLABALL. Pál Óskar þarf ekki að kynna fyrir neinum enda hefur hann verið lengi okkar stæðsta stjarna í poppinu og böllin hans einstök. Kl:20:30 bíður hann uppá fjölskyldu tónleika en kl:23.00 er eins gott að þeir fullorðnu verði búnir að pússa dansskóna því þá byrjar fjörið fyrir alvöru!!! Góða skemmtun.

Búkalú í Havarí

6. júl
Margrét Erla Maack býður uppáhalds-skemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland. Sýningin blandar saman burlesque, sirkus, gríni og almennu rugli. Vinsamlega athugið að sýningin er ætluð fullorðnu fólki. Miðasalan er hafin á https://tix.is/is/event/7943/sumar-i-havari-2019/ Miðaverð: 2900 í forsölu // 3900 við hurð.

Hofsball 2019 - Vopnafjörður

6. júl
Eins og undanfarin ár verður Hofsball einn af stóru viðburðum Vopnaskaks. Í ár verða söngvararnir þeir Hreimur Örn (Land og synir) og Einar Ágúst (Skítamórall) dyggilega studdir af gleðipinnanum Jóni Hilmari og hans frábæru hljónsveit. Ætlar þú að missa af þessu?

Eistnaflug - Neskaupstaður

10.-13. júl
Þungarokkshátíð í Neskaupstað sem þekkt er fyrir ótrúlega friðsamlega stemmningu þar sem rokkarar skemmta sér eins og engin sé morgundagurinn. Á seinni árum hefur dagskráin orðið fjölbreyttari og flestir ættu að finna tónlist við sitt hæfi.

Berta Dröfn & Sigurður Helgi / Händel & Heimskringla - Seyðisfjörður

10. júl
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja aríur úr óperunni Alcina eftir Händel og ljóðaflokkinn Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn. Berta útskrifaðist með láði eftir mastersnám í söng á Ítalíu, árið 2016. Eftir útskrift hefur hún sungið m.a. í Carnegie Hall í New York og í Scala óperunni í Mílanó. Sigurður Helgi lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2004 og BM gráðu summa cum laude frá Berklee College of Music árið 2011. Hann starfar nú sem píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík. Efnisskrá Aríur Morgana from Alcina by Händel O s’apre al riso Tornami a vagheggiar Ama, sospira Credete al mio dolore From Heimskringla Öfugumeginframúrstefnan Hvar ertu? Fingurbjörg Vont og gott Heimskringla Kata er best Korr í ró Grýla og Leppalúði

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur í Tehúsinu Egilsstöðum

12. júl
Bonnie og Clyde íslenska söngvaskáldabransans, þau Svavar Knútur og Kristjana Stefáns hyggjast þeysast um landið í júlí næstkomandi á sinni árlegu sumartónleikaferð. Kristjana og Svavar Knútur munu á ferð sinni heimsækja alla helstu landsfjórðungana og kynda undir sumarfiðringi landans með húmor og hlýju, krúttlegum kvöldsöngvum, angurværum Abbalögum og sígildum söngperlum. Þá munu sagðar sögur, lesin ljóð og klassísk íslensk kvöldvökustemmning höfð í hávegum. Að sleppa Egilsstöðum væri alger synd á þessari gandreið þeirra vinanna, svo auðvitað er kjörið að mæta í hina glæsilegu og nýju viðbót í menningarlíf bæjarins, Tehúsið og eiga kvöldvöku og náin kynni við útvalda vini og velunnara. Kristjana og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram víða um land við gríðargóðar undirtektir. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem er löngu uppseld hjá útgefanda. Miðasala á www.tix.is. Miðaverð er kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14 ára og yngri

Rúllandi Snjóbolti - Djúpivogur

13. júl - 25. ágú
„Rúllandi snjóbolti, Djúpivogur“ er alþjóðleg samtímasýning sem sett verður upp í fimmta sinn í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýning verður formlega opnuð þann 13.júlí og stendur til 25.ágúst.

Út um allt - Kristjana Stefáns og Svavar Knútur á Seyðisfirði

13. júl
Bonnie og Clyde íslenska söngvaskáldabransans, þau Svavar Knútur og Kristjana Stefáns hyggjast þeysast um landið í júlí næstkomandi á sinni árlegu sumartónleikaferð. Kristjana og Svavar Knútur munu á ferð sinni heimsækja alla helstu landsfjórðungana og kynda undir sumarfiðringi landans með húmor og hlýju, krúttlegum kvöldsöngvum, angurværum Abbalögum og sígildum söngperlum. Þá munu sagðar sögur, lesin ljóð og klassísk íslensk kvöldvökustemmning höfð í hávegum. Kristjana hefur undanfarin ár ræktað samband sitt við hið dásamlega bæjarfélag Seyðisfjörð og því er alveg rakið að halda stofutónleika í þeim góða bæ. Kristjana og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram víða um land við gríðargóðar undirtektir. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem er löngu uppseld hjá útgefanda. Miðasala á www.tix.is. Miðaverð er kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14 ára og yngri

Út um allt - Kristjana Stefáns og Svavar Knútur - Borgarfjörður Eystri

13. júl
Bonnie og Clyde íslenska söngvaskáldabransans, þau Svavar Knútur og Kristjana Stefáns hyggjast þeysast um landið í júlí næstkomandi á sinni árlegu sumartónleikaferð. Kristjana og Svavar Knútur munu á ferð sinni heimsækja alla helstu landsfjórðungana og kynda undir sumarfiðringi landans með húmor og hlýju, krúttlegum kvöldsöngvum, angurværum Abbalögum og sígildum söngperlum. Þá munu sagðar sögur, lesin ljóð og klassísk íslensk kvöldvökustemmning höfð í hávegum. Svavar Knútur á stóran ættgarð austur á fjörðum og sérstaklega á Borgarfirði Eystri, en þar fæddist móðuramma hans. Þau Kristjana féllu líka fyrir löngu síðan fyrir dásamlegri náttúrunni og mannlífinu á Borgarfirði Eystri. Þess vegna mæta þau eldhress í Fjarðaborg og sýna sínar bestu hliðar. Kristjana og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram víða um land við gríðargóðar undirtektir. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem er löngu uppseld hjá útgefanda. Miðasala á www.tix.is. Miðaverð er kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14 ára og yngri

Lunga listahátið - Seyðisfjörður

14.-21. júl
Árið 2000 leit listahátíð LungA dagsins ljós í fyrsta sinn. Um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum og lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum. Hátíðin er frábær blanda af listum, sköpun, tjáningu og stórbrotinni náttúru. Hún hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Ennfremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim. LungA „fjölskyldan“ samanstendur nú bæði af árlegri listahátíð og skóla. Dagsdaglega er þetta tvennt rekið sitt í hvoru lagi, en heitið, gildin og hugmyndafræðin eru af sama meiði.

Út um allt - Kristjana Stefáns og Svavar Knútur - Djúpivogur

14. júl
Bonnie og Clyde íslenska söngvaskáldabransans, þau Svavar Knútur og Kristjana Stefáns hyggjast þeysast um landið í júlí næstkomandi á sinni árlegu sumartónleikaferð. Kristjana og Svavar Knútur munu á ferð sinni heimsækja alla helstu landsfjórðungana og kynda undir sumarfiðringi landans með húmor og hlýju, krúttlegum kvöldsöngvum, angurværum Abbalögum og sígildum söngperlum. Þá munu sagðar sögur, lesin ljóð og klassísk íslensk kvöldvökustemmning höfð í hávegum. Svavar Knútur á stóran ættgarð austur á fjörðum og sérstaklega kringum Djúpavog, en móðurafi hans fæddist í Álftafirðinum. Djúpivogur er líka eitt fegursta bæjarfélag Íslands, víðfrægt fyrir afslappað mannlíf, náttúrufegurð og góða stemmningu. Því er alveg tilvalið að sækja Djúpavogsbúa heim í Löngubúð á sunnudagskvöldi. Kristjana og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram víða um land við gríðargóðar undirtektir. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem er löngu uppseld hjá útgefanda. Miðasala á www.tix.is. Miðaverð er kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14 ára og yngri

Mugison - Stöðvarfjörður

14. júl
Ég heyrði í þeim Unu og Vinny, fæ að spila hjá þeim. Hlakka mikið til að sjá studióið hjá þeim og alla aðstöðuna. Það verður kósí-næs stemming, kassagítar og harmonikka og kannski töfraatriði, lofa engu samt :-) Sjáumst fljótlega Stuðkveðja Mugison

Auður Gunnars, Eva Þyri & Bjarki / The Icelandic Song - Seyðisfjörður

17. júl
Dagskráin sem við ætlum að flytja er helguð íslenska sönglaginu frá upphafi og fram á þennan dag. Við völdum lögin í samráði við Bjarka Sveinbjörnsson en hann mun segja skemmtilegar sögur fullar af fróðleik á milli þess sem við flytjum lögin. Við komum víða við og flytjum meðal annars fyrsta íslenska veraldlega sönglagið. Þessi dagskrá er fyrir alla sem vilja njóta fegurðar íslenska sönglagsins og fræðast um leið upp úr hvaða jarðvegi þau spruttu. Auður Gunnarsdóttir lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1991. Árið 1992 hélt hún til Stuttgart þar sem hún stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann og lauk árið 1995 Diplomaprófi frá Ljóðadeild, 1996 M.A. prófi frá óperudeild, 1997 M.A. frá einsöngvaradeild. Að loknum prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík stundaði Eva Þyri Hilmarsdóttir nám við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku, og lauk þaðan einleikaraprófi. Að því loknu nam hún við The Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Bjarki Sveinbjörnsson (f. 1953) útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1976. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum (1979-1981) og við Aalborg Univeristet í Danmörku 1989-1998) þar sem hann lauk doktorsnámi í tónvisindum 1998. Helsta fræðasvið hans er saga íslenskrar tónlistar. Efnisskrá Andvarp Árniðurinn Draumalandið Gígjan Ég lít í anda Leitin Í dag skein sól Vöggukvæði Fuglinn í fjörunni Únglíngurinn í skóginum Haldiðún Gróa hafi skó Klementínudans Vor Krummi

Mugison - Neskaupstaður

18. júl
Góðan daginn :-) Hlakka mikið til að koma aftur í Beituskúrinn. Síðast mætti ég einum degi fyrir opnun á göngunum, brjálað rok og geggjað. Ég hélt að bíllinn væri að fjúka útaf þarna á einum stað (ég er á dáldið háum bíl)... Hlakka til að að prófa göngin og vera í blíðunni hjá ykkur núna :-) Sjáumst, Stuðkveðja Mugison

Hatari x LungA 2019

19. júl
Hatari @ Lunga Art Festival 2019

Mugison - Egilsstaðir

19. júl
Sumarið 2017 gistum við oftast á tjaldstæðinu á Egilstöðum, þá var Dóri Vax ekki kominn með Tehúsið. Svoldið einsog að fara til útlanda þegar maður kemur á Egilsstaði, maður dettur í Spa, Franskt Veitingarhús (eða ég held að það eigi að vera franskt :-), geggjaðar steikur á Kúabúinu.. og núna Tehúsið, algjör snilld. Þar sem er góður matur þar er gott að vera :-) Hlakka til að sjá ykkur Stuðkveðja Mugison

Dyrfjallahlaup - Borgarfjörður Eystri

20. júl
Leiðin hefst við bæinn Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er hlaupið upp til að byrja með eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sandaskörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lambamúla áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir innan þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Seinustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar

Mugison - Vopnafjörður

20. júl
Árið 2017 vorum við í nokkra daga á tjaldstæðinu á Vopnafirði. Við fjölskyldan fíluðum staðinn í botn og Kaupvangskaffi var algjör miðpunktur hjá okkur, geggjaður matur og kökur, nammi namm. Hlakka mikið til að komna aftur Stuðkveðja Mugison

Litla hafmeyjan á Vopnafirði

21. júl
Litla hafmeyjan syndir til Vopnafjarðar Barnaleikrit með leikhópnum Lottu. Við Skálanes og Kolbeinsgötu

Litla hafmeyjan á Reyðarfirði

23. júl
Litla hafmeyjan syndir til Reyðarfjarðar Barnaleikrit með leikhópnum Lottu. Leikritið fer fram hjá Andapollinum.

Bræðslan tónlistarhátíð - Borgarfjörður Eystri

24.-28. júl
Bræðslan er tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra, sem fyrst var haldin árið 2005, hún er framtak Borgfirðinga sem eru áhugasamir um tónlist og viðburði. Staðurinn, umgjörðin, húsið og fólkið skapa saman ósvikna stemningu sem lætur engann ósvikinn.

Dea Sonans / Latin & Melodic Chamber Jazz - Seyðisfjörður

24. júl
Kvartettinn Dea Sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlistarkonum. Hann er tilkominn í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz sem hefur það að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna á djassgrundvelli. Tónleikaröðin vann til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem Tónlistarviðburður ársins í flokki Djass & Blús árið 2017. Kvartettinn spilar aðallega tónlist eftir meðlimi hans. Tónlistin er af fjölbreyttum toga, allt frá latintónlist til rólegs kammerdjass. Hún er í senn lýrísk og aðgengileg og bæði sungin og instrumental.

Franskir dagar - Fáskrúðsfjörður

25.-28. júl
Þessi skemmtilega þriggja daga bæjarhátíð er sérstök fyrir tengsl Fáskrúðsfjarðar við Frakkland og er veru franskra sjómanna fyrr á öldum minnst með margvíslegum hætti. Heimamenn og gestir gera sér glaðan dag, auk þess sem fulltrúar frá franska vinabænum Gravelines taka þátt í hátíðarhöldunum.

Aldís Fjóla / Ballroom & Electro-Pop - Seyðisfjörður

31. júl
Aldís Fjóla er tónlistarkona frá Borgarfirði eystra. Hún hefur komið víða við á sínum tónlistarferli og hefur komið fram á tónleikum víða um landið. Í fyrra hóf Aldís Fjóla samstarf við Stefán Örn Gunnlaugsson og er hún nú að vinna að sinni fyrstu sólóplötu með sínu eigin efni. Tónlist Aldísar Fjólu spannar frá rólegum ballöðum upp í elektrópopp. Á tónleikunum í Bláu kirkjunni mun Aldís Fjóla ásamt hljómsveit sinni spila sitt eigið efni í bland við nokkur af hennar uppáhalds lögum. Spotify: Aldís Fjóla Facebook: https://www.facebook.com/aldisfjola/ Instagram: aldisfjolamusic Youtube: https://www.youtube.com/user/aldisin43

ágú 2019

Rúllandi Snjóbolti - Djúpivogur

13. júl - 25. ágú
„Rúllandi snjóbolti, Djúpivogur“ er alþjóðleg samtímasýning sem sett verður upp í fimmta sinn í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýning verður formlega opnuð þann 13.júlí og stendur til 25.ágúst.

Neistaflug - Neskaupstaður

1.- 5. ágú
Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum þessa frábæru fjölskylduhátíð. Tjaldmarkaður, tónleikar, hoppukastalar, brunaslöngubolti og danskleikir verða meðal annars á döfinni þá sex daga sem hátíðin stendur. Þá er frí skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á útisviðinu föstudag, laugardag og sunnudag.

Barðsneshlaup - Neskaupstaður

3. ágú
Barðsneshlaupið verður haldið á Norðfirði (Neskaupstað) í 23 skiptið laugardaginn 3. ágúst næstkomandi. Tvær vegalengdir eru í boði, 27 km og 13 km. Eftir bátsferð frá Neskaupstað yfir Norðfjarðarflóa er hlaupið frá Barðsnesi um firðina þrjá sem ganga inn úr flóanum: Viðfjörð, Hellisfjörð og Norðfjörð. Hlaupið endar í Neskaupstað, um 27 km leið. Leiðin er lengst af fjárgötur og hestagötur, minnir víða á Laugaveginn fyrir þá sem hann þekkja. Einnig er boðið upp á Hellisfjarðahlaupið frá Sveinsstöðum í Hellisfirði, 13 km til Norðfjarðar

Hlín Péturs Behrens Sopran & Ögmundur Þór Guitar / Songs, old an - Seyðisfjörður

7. ágú
Hlín Pétursdóttir Behrens sópran stundaði söngnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngvaraprófi árið 1992. Hún hélt þá til framhaldsnáms við óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg og starfaði að námi loknu sem söngkona í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Frakklandi um 10 ára skeið. Hlín var m.a. fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern 1995 – 1997 og við Staatstheater am Gärtnerplatz í München 1997 – 2004. Hún hefur sungið öll helstu verk kirkjubókmenntanna. Meðal stærri tónleika eru Carmina Burana og Requiem Mozarts í tónlistarhöllinni í Hamborg, Messías í Hamborg og Strahlsund, c-moll messa Mozarts í Hamborg og Kaiserslautern og óperettugala í Fílharmóníunni í Berlín og í óperunni í Frankfurt. Ögmundur Þór Jóhannesson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 2000. Hann lagði stund á einkanám í Escola Luthier d'arts musicals, Barcelona 2000-2002 og lauk mastersnámi í júní 2008 með hæstu einkunn á prófi frá Universität Mozarteum í Salzburg hjá Marco Diaz-Tamayo. Árið 2010 – 1012 sótti hann nám við Maastricht Conservatorium hjá Carlo Marchione, og lauk annarri mastersgráðu. Honum hafa hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun hérlendis sem og á erlendri grundu, m.a Jean-Pierre Jaquillat verðlaunin 2005, viðurkenning Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi 2009 og starfslaun listamanna 2010 og 2019. Árið 2011 var hann verðlaunahafi í alþjóðlegu gítarkeppnunum í Bangkok, Thailandi og í Tokyo, Japan. Efnisskrá Fairest Isle If love´s a sweet passion I will give my love an apple Sailor-boy Master Kilby The Soldier and the Sailor Bonny at Morn The Shooting of his Dear Lachrimae Pavan Come Again O you whom I often Landið mitt Sumarnótt Með sól í hjarta Skjaldborg Náttsöngur Bachiana Brasileira no. 5 Prelude no. 1 Prelude no. 2 Canciones antiguas Anta jaleo Las morillas de Jaèn Sevillanas de siglo XVIII Los pelegrinitos Los reyes de la baraja

Tour de Ormurinn - Egilsstaðir

10. ágú
Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi. Keppnin hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá en þátttökumet var slegið í fyrra! Hjólaleiðir eru tvær, annars vegar 68 km og hins vegar 103 km og boðið er uppá einstaklings- og liðakeppni. Keppnin er opin öllum 12 ára og eldri. Hjólað er umhverfis Löginn í styttri hringnum en inn í botn Fljótsdals í þeim lengri. Rás- og endamark er á Egilsstöðum. Mikil áhersla er lögð á öryggismál og er keppnin unnin í góðu samstarfi við lögregluna. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að framkvæmd keppninnar og hafa skipuleggendur keppninnar fengið mikið hrós frá þátttakendum fyrir öfluga og sýnilega brautarvörslu. Metnaður er lagður í að umgjörð keppninnar beri austfiskri menningu, sögu og náttúru glöggt vitni og hafa verðlaun til keppenda tekið mið að því og vakið verðskuldaða athygli. Hér á viðburðinum munum við halda áhugasömum upplýstum og deila öllum helstu upplýsingum varðandi skráningu og annað. Sjáumst í sumar!

Bæjarhátíðin Útsæðið - Eskifirði

16.-18. ágú
Bæjarhátíðin Útsæðið er hátíð fjölskyldunnar þar sem gestir og gangandi koma saman og njóta samverunnar, borða og hlusta á góða tónlist, ásamt því að njóta annara viðburða / skemmtiatriða um helgina.

Hellisbúinn - Eskifirði

16. ágú
Hellisbúinn er líklega vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann. Hellisbúinn snýr nú aftur til Íslands í þriðja sinn en sýningin er líklega mest selda leiksýning landsins. Yfir 105 þúsund Íslendingar hafa hlegið, grátið, og fengið ódýra hjónabandsráðgjöf hjá Hellisbúanum. Jóel Sæmundsson túlkar hinn gifta meðalmann að þessu sinni, en Jóel er sjálfur einn fyndnasti maður sem hann þekkir, að eigin sögn. Útsæðishelgin 16. ágúst, kl 21:00

okt 2019

Ljúfir tónar - Egilsstaðir

25. okt
Ég verð með tónleika Tehúsið Hostel Egilsstöðum föstudaginn 25 oktober, kl 21:00. En þetta verða lágstemmdir tónleikar þar sem ég deili með ykkur nokkrum vel völdum lögum úr lagasafninu mínu í bland við falleg íslensk dægurlög. Tónleikar byrja kl 21:00 Aðgangur 2000 kr (Forsala verður á netinu, upplýsingar koma síðar) Ég er söngkona og lagasmiður og er nú búsett í Noregi þar sem ég vinn að tónlistinni minni. Í oktober, nóvember mun ég ferðast um Ísland og halda á nokkrum vel völdum stöðum. Ég hef spilað og komið fram víða á Íslandi, sem og í Evrópu og einnig Bandaríkjunum. Ég stundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem ég lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013. Ég gaf út mína fyrstu smáskífu, EP, Jónína Aradóttir 2013 og síðan heila plötu haustið 2019 sem heitir Remember. Hægt er að hlusta á tónlistina á netinu. Upplýsingar á www.joninamusic.com Spotify Soundcloud Skoðið endilega Instagram: JoninaAra

Dagar Myrkurs

30. okt - 3. nóv
Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að leggja áherslu á viðburði sem hvetja til samveru íbúa. Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð. Byggðahátíðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa en allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.

nóv 2019

Dagar Myrkurs

30. okt - 3. nóv
Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að leggja áherslu á viðburði sem hvetja til samveru íbúa. Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð. Byggðahátíðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa en allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur