Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðir

feb 2021

Vetrarhlaupasyrpa Þristar 2020-2021

28. nóv - 27. mar
Vetrarhlaupasyrpa Þristar saman stendur af sex 10 km hlaupum sem hlaupin eru á Egilsstöðum, síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars. Eina undantekningin er desemberhlaupið sem fer fram á gamlársdag. Keppendur safna stigum eftir árangri og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar. - Upphaf: Við Íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11:00, nema gamlaárshlaupið sem verður ræst kl. 10:00. - Skráning: Fer fram hér: https://docs.google.com/.../1FAIpQLSeVdOLQyXi.../viewform... - Lengd: 10 km. - Þátttökugjald: 1000 kr. - Innifalið: Létt hressing og frítt í sund eftir hlaup. Hlaupaleið: Frá íþróttahúsi eftir Tjarnarbraut, beygt til hægri á Selás og hlaupið sem leið liggur eftir Lagarási og Kaupvangi (framhjá Heilsugæslunni, Landsbankanum, tjaldstæðinu og Landflutningum). Hlaupið út á þjóðveginn og eftir Vallavegi í átt til Hallormsstaðar þar til komið er að merktum snúningspunkti. Sama leið hlaupin til baka. Að loknu hverju hlaupi verður dregið um vegleg útdráttarverðlaun. Hlökkum til að sjá ykkur! Verum sýnileg - Munum endurskinsvestin

Ævin­týri und­ir Dyr­fjöll­um - 3 mismunandi dagsetningar

4. feb - 30. apr
Ævin­týri und­ir Dyr­fjöll­um - 3 mismunandi dagsetningar 19. March, 2021 - 11. April, 2021 Fáir staðir á Íslandi eru þekktari fyrir mikla sumarfegurð en Borgarfjörður eystra, með allar sínar náttúruperlur nær og fjær eins og glitrandi festi sem laðar til sín ferðalanga alls staðar að úr heiminum! En fegurðin er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við sumarið því vetrarfegurðin er ekki síðri. Og um það snýst þessi ferð, að upplifa svæðið í vetrarbúningi; Dyrfjöllin frá öllum hliðum, náttúruundrið Stórurð og síðan Víknaheiðina, en njóta líka rómaðrar gestrisni heimamanna í góðri aðstöðu á gistihúsinu Blábjörgum. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu skíðagönguformi og þarna verður farið um á ferðaskíðum (stálkanta utanbrautargönguskíðum). Fljúgðu áhyggjulaus inn í ævintýrið okkar fyrir austan með Air Iceland Connect: Reykjavík – Egilsstaðir – Reykjavík Þetta er svo sannarlega ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið: Flug, allur akstur, allar máltíðir, gisting og leiðsögn. Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan fyrir frekari upplýsingar og bókanir. 19. – 21.3.2021 – Ferð 1 26. – 28. 3. 2021 – Ferð 2 9. – 11. 4. 2021 – Ferð 3

mar 2021

Vetrarhlaupasyrpa Þristar 2020-2021

28. nóv - 27. mar
Vetrarhlaupasyrpa Þristar saman stendur af sex 10 km hlaupum sem hlaupin eru á Egilsstöðum, síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars. Eina undantekningin er desemberhlaupið sem fer fram á gamlársdag. Keppendur safna stigum eftir árangri og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar. - Upphaf: Við Íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11:00, nema gamlaárshlaupið sem verður ræst kl. 10:00. - Skráning: Fer fram hér: https://docs.google.com/.../1FAIpQLSeVdOLQyXi.../viewform... - Lengd: 10 km. - Þátttökugjald: 1000 kr. - Innifalið: Létt hressing og frítt í sund eftir hlaup. Hlaupaleið: Frá íþróttahúsi eftir Tjarnarbraut, beygt til hægri á Selás og hlaupið sem leið liggur eftir Lagarási og Kaupvangi (framhjá Heilsugæslunni, Landsbankanum, tjaldstæðinu og Landflutningum). Hlaupið út á þjóðveginn og eftir Vallavegi í átt til Hallormsstaðar þar til komið er að merktum snúningspunkti. Sama leið hlaupin til baka. Að loknu hverju hlaupi verður dregið um vegleg útdráttarverðlaun. Hlökkum til að sjá ykkur! Verum sýnileg - Munum endurskinsvestin

Ævin­týri und­ir Dyr­fjöll­um - 3 mismunandi dagsetningar

4. feb - 30. apr
Ævin­týri und­ir Dyr­fjöll­um - 3 mismunandi dagsetningar 19. March, 2021 - 11. April, 2021 Fáir staðir á Íslandi eru þekktari fyrir mikla sumarfegurð en Borgarfjörður eystra, með allar sínar náttúruperlur nær og fjær eins og glitrandi festi sem laðar til sín ferðalanga alls staðar að úr heiminum! En fegurðin er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við sumarið því vetrarfegurðin er ekki síðri. Og um það snýst þessi ferð, að upplifa svæðið í vetrarbúningi; Dyrfjöllin frá öllum hliðum, náttúruundrið Stórurð og síðan Víknaheiðina, en njóta líka rómaðrar gestrisni heimamanna í góðri aðstöðu á gistihúsinu Blábjörgum. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu skíðagönguformi og þarna verður farið um á ferðaskíðum (stálkanta utanbrautargönguskíðum). Fljúgðu áhyggjulaus inn í ævintýrið okkar fyrir austan með Air Iceland Connect: Reykjavík – Egilsstaðir – Reykjavík Þetta er svo sannarlega ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið: Flug, allur akstur, allar máltíðir, gisting og leiðsögn. Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan fyrir frekari upplýsingar og bókanir. 19. – 21.3.2021 – Ferð 1 26. – 28. 3. 2021 – Ferð 2 9. – 11. 4. 2021 – Ferð 3

Gönguskíðaævintýri Norðan Vatnajökuls

1. mar - 30. apr
1. March, 2021 - 30. April, 2021 5 dagar – 5 nætur – Dagleiðir um 20km 1.Möðrudalur – Sænautasel 23km Eftir morgun flug til Egilsstaða er ekið í 1,5 tíma inn til heiða að hæðsta byggðabóli á Íslandi, Möðrudal. Þar spenna menn á sig skíðin og liggur dagleiðin um Möðrudalsfjallgarðanna, með útsýni yfir Herðubreið, drottningu Íslenskra fjalla, yfir Geitasand og gangan endar síðan við hið sögufræga heiðarbýli Sænautasel, þar sem göngugarpar fá tækifæri til að upplifa að gista í ekta notalegri baðstofu. 2.Sænautasel – Brú 18km Nú liggur leiðin inn faðm víðar heiðar um söguslóðir Sjálfstæðsfólks. Stefnan er tekin í suður átt, inn með Ánavatni. Meiri líkur eru að rekast á hreindýr en mannfólk á þessu svæði. Dagleiðin endar við bæinn Brú á Jökuldal og gist er í bænum Vaðbrekku. 3. Brú – Laugarvalladalur 18km Nú er skíðað inn með Jökuls á í Dal. Farið um Mógilsaura og inn Laugarvalladal. Náttstaður er í gangnamannakofa þar sem heitur lækur rennur fram af kletti og hægt er að baða sig í einstakri laug undir heitri náttúru sturtu. 4. Laugarvalladalur – Sauðárkofi 24km Frá Laugarvöllum er haldið að hinum hrikalegu Hafrahvammagljúfrum og skíðað meðfram þeim og yfir Jökulsáástíflu og skíðað í átt að Snæfelli áfram í átt að Laugarfelli. Útsýni þennan dag erinn á Vatnajökul. 5. Laugarfell – Óbyggðasetur 16km. EftirgottatlætiíLaugarfellierhaldiðinnaðKirkjufossi,einumafölmörgumfossumíJökulsáíFljótsdal. ÞaðanerstefntútJökulsáaðfossinumFaxaogáframútFljótsdalsheiði.ÍÓbyggðasetrinuersvoslegiðupp veisluogkvöldvöku.Aukþesssemgestirgetanýttsérbaðhúsmeðheitrilaug,gufubaðiogslökunarherbergi. EðaskoðaðsýningunaumóbyggðirÍslands. 6. Óbyggðasetur – heimferð Að loknum morgunverði er gestum keyrt á Egilsstaðaflugvöll Farðu á wilderness.is fyrir frekari upplýsingar

Austurland Freeride Festival 2021

4.- 7. mar
Fjallaskíða/brettahátíð sem haldin verður í Fjarðabyggð dagana 4.-7.mars 2021.

108 Sólarhyllingar

22. mar
108 sólarhyllingar eru framkvæmdar 4x á ári við árstíðaskiptin. Á sólstöðum sumar og vetur, á jafndægrum haust og vor.

apr 2021

Ævin­týri und­ir Dyr­fjöll­um - 3 mismunandi dagsetningar

4. feb - 30. apr
Ævin­týri und­ir Dyr­fjöll­um - 3 mismunandi dagsetningar 19. March, 2021 - 11. April, 2021 Fáir staðir á Íslandi eru þekktari fyrir mikla sumarfegurð en Borgarfjörður eystra, með allar sínar náttúruperlur nær og fjær eins og glitrandi festi sem laðar til sín ferðalanga alls staðar að úr heiminum! En fegurðin er að sjálfsögðu ekki eingöngu bundin við sumarið því vetrarfegurðin er ekki síðri. Og um það snýst þessi ferð, að upplifa svæðið í vetrarbúningi; Dyrfjöllin frá öllum hliðum, náttúruundrið Stórurð og síðan Víknaheiðina, en njóta líka rómaðrar gestrisni heimamanna í góðri aðstöðu á gistihúsinu Blábjörgum. Þátttakendur þurfa að vera í ágætu skíðagönguformi og þarna verður farið um á ferðaskíðum (stálkanta utanbrautargönguskíðum). Fljúgðu áhyggjulaus inn í ævintýrið okkar fyrir austan með Air Iceland Connect: Reykjavík – Egilsstaðir – Reykjavík Þetta er svo sannarlega ein með öllu, MJÖG MIKIÐ innifalið: Flug, allur akstur, allar máltíðir, gisting og leiðsögn. Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan fyrir frekari upplýsingar og bókanir. 19. – 21.3.2021 – Ferð 1 26. – 28. 3. 2021 – Ferð 2 9. – 11. 4. 2021 – Ferð 3

Gönguskíðaævintýri Norðan Vatnajökuls

1. mar - 30. apr
1. March, 2021 - 30. April, 2021 5 dagar – 5 nætur – Dagleiðir um 20km 1.Möðrudalur – Sænautasel 23km Eftir morgun flug til Egilsstaða er ekið í 1,5 tíma inn til heiða að hæðsta byggðabóli á Íslandi, Möðrudal. Þar spenna menn á sig skíðin og liggur dagleiðin um Möðrudalsfjallgarðanna, með útsýni yfir Herðubreið, drottningu Íslenskra fjalla, yfir Geitasand og gangan endar síðan við hið sögufræga heiðarbýli Sænautasel, þar sem göngugarpar fá tækifæri til að upplifa að gista í ekta notalegri baðstofu. 2.Sænautasel – Brú 18km Nú liggur leiðin inn faðm víðar heiðar um söguslóðir Sjálfstæðsfólks. Stefnan er tekin í suður átt, inn með Ánavatni. Meiri líkur eru að rekast á hreindýr en mannfólk á þessu svæði. Dagleiðin endar við bæinn Brú á Jökuldal og gist er í bænum Vaðbrekku. 3. Brú – Laugarvalladalur 18km Nú er skíðað inn með Jökuls á í Dal. Farið um Mógilsaura og inn Laugarvalladal. Náttstaður er í gangnamannakofa þar sem heitur lækur rennur fram af kletti og hægt er að baða sig í einstakri laug undir heitri náttúru sturtu. 4. Laugarvalladalur – Sauðárkofi 24km Frá Laugarvöllum er haldið að hinum hrikalegu Hafrahvammagljúfrum og skíðað meðfram þeim og yfir Jökulsáástíflu og skíðað í átt að Snæfelli áfram í átt að Laugarfelli. Útsýni þennan dag erinn á Vatnajökul. 5. Laugarfell – Óbyggðasetur 16km. EftirgottatlætiíLaugarfellierhaldiðinnaðKirkjufossi,einumafölmörgumfossumíJökulsáíFljótsdal. ÞaðanerstefntútJökulsáaðfossinumFaxaogáframútFljótsdalsheiði.ÍÓbyggðasetrinuersvoslegiðupp veisluogkvöldvöku.Aukþesssemgestirgetanýttsérbaðhúsmeðheitrilaug,gufubaðiogslökunarherbergi. EðaskoðaðsýningunaumóbyggðirÍslands. 6. Óbyggðasetur – heimferð Að loknum morgunverði er gestum keyrt á Egilsstaðaflugvöll Farðu á wilderness.is fyrir frekari upplýsingar

Hammondhátíð

22.-25. apr
Hammondhátíð Djúpavogs hefur það að meginhlutverki að heiðra og kynna Hammondorgelið. Er það gert með því að fá tónlistarmenn, allt frá heimamönnum til landsþekktra, til að leika listir sínar og er Hammondorgelið rauði þráðurinn í gegnum alla dagskrána. Hátíðin var fyrst haldin árið 2006 og hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg síðan. Hún er nú orðin ein af elstu tónlistarhátíðum landsins. Hammondhátíð er ávallt sett á sumardaginn fyrsta sem ber alltaf upp á fimmtudegi, en það hefur jafnan verið nefnt heimakvöld á Hammondhátíð. Það hefur þó þróast á síðustu árum í austfirskt kvöld, þar sem leitast er eftir því að finna tónlistarmenn og hljómsveitir á Austurlandi til að spila í bland við heimamenn. Tónleikar eru svo á föstudags- og laugardagskvöldinu en þar er reynt að fá stærri og þekktari nöfn til að leika. Hátíðinni er svo slitið með tónleikum í Djúpavogskirkju, en jafnan er þar einsöngvari ásamt hammondleikara. Í gegnum árin hafa í kringum Hammondhelgina sprottið upp fjölmargir aðrir viðburðir. Handverksfólk og hönnuðir hafa verið mjög áberandi með sínar afurðir. Listinn yfir þá tónlistarmenn og hljómsveitir sem komið hafa fram á hátíðinni í gegnum tíðina er orðinn langur og glæsilegur og hafa hljómsveitir og listamenn á borð við Hjálma, Baggalút, Dúndurfréttir, Megas, Todmobile, Stuðmenn, Sólstafi, Mammút, Mugison og Nýdönsk heiðrað okkur með nærveru sinni. Allt í allt hafa um 250 tónlistarmenn stigið á stokk á Hammondhátíð. Þá hafa ófáir austfirskir tónlistarmenn komið fram auk þess sem þáttur heimamanna hefur verið rómaður en um 60 tónlistarmenn og konur frá Djúpavogi hafa tekið þátt frá upphafi. Hammondhátíð er orðinn langstærsti menningarviðburður Djúpavogs. Það þarf því ekki að hafa mörg orð um hve mikils virði þessi hátíð er t.a.m. fyrir ferðaþjónustuaðila, verslun, handverksfólk og alla þá sem bjóða einhverskonar þjónustu, enda fer viðburðum í tengslum við þessa hátíð fjölgandi ár frá ári. Ekki síst er hún mikilvæg fyrir okkur íbúana; í þessu samheldna samfélagi bjóðum við landsmönnum öllum upp á tónlistarhátíð á heimsmælikvarða, hátíð sem er sú eina sinnar tegundar í Evrópu.

jún 2021

Gönguvikan í Fjarðabyggð

19.-26. jún
Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Í boði eru á fimmta tug viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika. Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum. Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri. Gönguleiðarkorti og dagskrá er dreift um allt Austurland.

júl 2021

Eistnaflug 2021

8.-11. júl
Eistnaflug 2021 verður haldin dagana 8.-10. júlí 2021! Vegna Covid-19 var Eistnaflugi 2020 frestað til ársins 2021 sem þýðir að það líða tvö ár á milli hátíða. Við lofum því þrusu hátíð 2021!

Dyrfjallahlaup - Borgarfjörður Eystri 2021

10. júl
Leiðarlýsing 12 km: Rásmark verður við Hólahorn á Borgarfirði við og hlaupið fyrst um sinn með grófum jeppaslóða yfir Hofstrandarskarð (350m) til Brúnavíkur. Jeppaslóðinn endar innst í víkinni og þar er farið inn á gönguleið um gróið land sem liggur út að sjó þar sem og þar mætast leiðirnar. Frá Brúnavík tekur við stíf brekka fyrst áleiðis að Brúnavíkurskarði (354m). Hlaupið er þennan hluta leiðarinnar eftir gamalli reiðgötu sem er góð og mikið gengin. Frá Brúnavíkurskarði liggur leiðin niður að sjó og síðustu 400 metrana er hlaupið á malbiki að endamarki við Borgarfjarðarhöfn. Vegalengd 11.7km Heildarhækkun: 701m Heildarlækkun: 707m Hæsti punktur: 354m y.sm Lægsti punktur: 5m y.sm Drykkjarstöð verður í Brúnavík með vatn og orkudrykki.

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

22.-25. júl
Menningarleg bæjarhátíð með frönsku ívafi sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi ár hvert. Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar verið haldnir árlega síðan 1996 og eru þeir iðulega haldnir helgina fyrir Verslunarmannahelgi. Þessa helgi er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við staðinn, auk þess sem heimamenn ásamt gestum gera sér glaðan dag. Á Frönskum Dögum geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bræðslan

23.-25. júl
Það er erfitt að finna orð til að lýsa tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði. Þorpið er eins og athvarf frá ys og þys hversdagsins og tónlistarhátíðin sjálf er algerlega sér á báti. Andinn í gömlu síldarbræðslunni er eintakur og hátíðin dregur fram það besta í gestum og tónlistarmönnunum sem standa á sviðinu. Það er líka full ástæða til að mæta tímanlega á Bræðsluna en í "Bræðsluvikunni" svokölluðu þ.e. síðustu dagana fyrir hátíðina eru tónleikar í félagsheimilinu Fjarðaborg þar sem stemmningin er engu lík.

Neistaflug

30. júl - 2. ágú
Þessi frábæra bæjarhátíð fer fram í Neskaupstað um hverja verslunarmanna- helgi. Dagskráin stendur frá fimmtudegi til sunnudags með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

ágú 2021

Neistaflug

30. júl - 2. ágú
Þessi frábæra bæjarhátíð fer fram í Neskaupstað um hverja verslunarmanna- helgi. Dagskráin stendur frá fimmtudegi til sunnudags með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Útsæðið Eskifirði

13.-15. ágú
Bæjarhátíðin Útsæðið er hátíð fjölskyldunnar þar sem gestir og gangandi koma saman og njóta samverunnar, borða og hlusta á góða tónlist, ásamt því að njóta annara viðburða / skemmtiatriða um helgina.

sep 2021

Ormsteiti

11.-19. sep
Héraðshátíðin Ormsteiti er menningarviðburður sem stendur yfir í nokkra daga á hverju hausti á Héraði og á hún að leggja áherslu á þessi tímamót.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur