Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
10. júlí kl. 20:30-21:30

Berta Dröfn & Sigurður Helgi / Händel & Heimskringla - Seyðisfjörður

Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja aríur úr óperunni Alcina eftir Händel og ljóðaflokkinn Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við ljóð Þórarins Eldjárn.

Berta útskrifaðist með láði eftir mastersnám í söng á Ítalíu, árið 2016. Eftir útskrift hefur hún sungið m.a. í Carnegie Hall í New York og í Scala óperunni í Mílanó.

Sigurður Helgi lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2004 og BM gráðu summa cum laude frá Berklee College of Music árið 2011. Hann starfar nú sem píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík.

Efnisskrá
Aríur Morgana from Alcina by Händel
O s’apre al riso
Tornami a vagheggiar
Ama, sospira
Credete al mio dolore
From Heimskringla
Öfugumeginframúrstefnan
Hvar ertu?
Fingurbjörg
Vont og gott
Heimskringla
Kata er best
Korr í ró
Grýla og Leppalúði

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 15' 50.748" W14° 0' 40.107"
Staðsetning
Seyðisfjörður

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur