Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
21.-24. júlí

Frá Malbikinu til Milda hjartans - Borgarfjörður Eystri

Kæra fólk
Loksins er langþráður draumur að rætast og gaman að geta deilt því með ykkur. Málið er að mig hefur svo lengi langað til að halda stutta tónleikaröð í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra kringum Bræðsluna. Eitthvað sem myndi kallast á við tónleikaröðina sem ég hélt þar árið 2012 nema helst ekki alveg sama brjálæðið enda var það alveg einstök upplifun sem ekki verður endurtekin á einu æviskeiði. Sömuleiðis hefur mig lengi langað að taka utan um plöturnar mínar sem ég hef gefið út hingað til og líta aðeins yfir farin veg.

Í ár myndaðist svo loksins frábært tækifæri þar sem við Milda hjarta bandið erum að spila á Bræðslunni 2019. Við gripum því gæsina og höfum í samráði við ,,Já Sæll ehf meistarana” í Fjarðarborg stillt upp tónleikaröð frá 21. júlí til og með 24. júlí. Sem sagt, sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag fyrir Bræðsluna. Fjórir tónleikar í röð og á hverjum tónleikum munum við taka fyrir ákveðna plötu, segja sögur og rifja upp góðar minningar tengdar lögunum. Hljómsveitina skipa sem fyrr: Ómar Guðjónsson, Arnar Gíslason, Guðni Finnsson og Tómas Jónsson. Líklega munu fleiri gestir koma við sögu enda stemningin í Fjarðarborg þannig að allt getur gerst þegar hitnar í kolunum.

Sunnudagur 21. júlí: Þar sem malbikið svífur mun ég dansa
Mánudagur 22. júlí: Allt er eitthvað
Þriðjudagur 23. júlí: Þar sem himin ber við haf
Miðvikudagur 24. júli: Milda hjartað

Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessari tónleikaröð og allir í bandinu fullir eftirvæntingar. Það er einhver einstakur galdur sem verður til með endurteknu tónleikahaldi sem stendur yfir nokkra daga í röð. Hvað þá þegar slíkt fer framá sólbjörtum sumarkvöldum í Fjarðarborg.

VIð höfum sett saman pakka til að gera dæmið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í öllu ævintýrinu með okkur.

* Pakki sem gildir á alla tónleikana verður á sérstöku “early bird” tilboði sem eru 9.000.- krónur. Aðeins 50 miðar í boði.
* Eftir það gildir eftirfarandi
* Aðgangsmiði: Öll tónleikaröðin. 10.000.-
* Aðgangsmiði: Stakir tónleikar. 3.500.-

Vó! hvað ég hlakka til, þetta verður eitthvað!

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 31' 29.398" W13° 48' 35.833"
Staðsetning
Borgarfjörður Eystri

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur