Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
30. október - 3. nóvember

Dagar Myrkurs

Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að leggja áherslu á viðburði sem hvetja til samveru íbúa. Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð. Byggðahátíðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa en allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir.

Dagar myrkurs á Austurlandi - 2019

 

Djúpivogur

 

Þriðjudagur 29. október

16:00                  Bókasafnið opnar.  Drungalegur upplestur um 16:30, á bókasafninu.

Miðvikudagur 30. október

15:00                  Draugavöfflukaffi í Tryggvabúð.

19:30                   Bíó á Teigarhorni.  Sýnd verður hrollvekja af bestu gerð.  Fólki er bent á að hafa með sér hlýjan fatnað, teppi og þægilega garðstóla.  Aldurstakmark er 13 ár. 

Fimmtudagur 31. október

18:00–19:30       Grikk eða gott.  Foreldrafélag leikskólans hvetur íbúa til að taka þátt í Grikk eða gott.  Við biðjum fólk að setja ljós/kerti/grasker fyrir utan hurðina hjá sér ef það vill taka á móti nornum, draugum og öðrum óvættum til að gefa þeim nammi í fötuna sína.  Börnin verða á ferðinni milli 18:00 og 19:30.  

19:00–21:00       Kertaljós og kósý í sundlauginni fyrir 18 ára og eldri Gréta Jónsdóttir býður sundlaugargestum uppá notalega hugleiðslustund.

                             Hrekkjavaka í Hálsaskógi fyrir 7.-10. bekk.  Ratleikur og draugasaga.  Tímasetning auglýst síðar.

Föstudagur 1. nóvember

06:15–07:15       Draugaþrek í íþróttahúsinu.  Tekið verður á því í íþróttahúsinu við drungalega tónlist.

17:00                   Faðirvorahlaupið.  Mæting hjá skiltinu hjá Teigarhorni.  Hlaupið verður frá Teigarhorni  að Rjóðri, athugið að farið verður niður hjá Bræðslunni.  Orkudrykkir frá Ölgerðinni fyrir alla keppendur að hlaupi loknu.  Mælt er með því að keppendur hafi með sér höfuðljós.

18:30                  Berglind Einarsdóttir syngur þjóðlög í Tankinum.

20:00                   Foreldrafélag leikskólans býður uppá notalega kvöldstund þar sem spiluð verður félagsvist í Löngubúð í góðra vina hópi.

Laugardagur 2. nóvember

11:00–14:00      Hrekkjavökubrunch Við Voginn.

18:30                   Sviðaveisla verður í Hlöðunni á Bragðavöllum.  Nóg af sviðum, sviðalöppum, meðlæti og drykkjum af ýmsum gerðum til að skola sviðunum niður.  Leynigestir mæta á svæðið og fylla hug gesta með ýmsum fróðleik.  Takmarkað sætaframboð og er fólk hvatt til að bóka tímanlega.   Hægt er að senda bókanir á netfangið info@bragdavellir.is, senda skilaboð á facebook eða í síma 848-5552 og 866-1730.  Ef bókað er í tölvupósti þarf að koma fram nafn þess sem bókar og fjöldi gesta sem viðkomandi bókar fyrir.  Miðaverð 3.900.- IKR

23:00                   DJ Ragnar Láki þeytir skífum í Við Voginn eftir sviðamessu.

Sunnudagur 3. nóvember

15:00–17:00       Hugleiðsla og kakó frá Guatemala, í Tryggvabúð.  María Viktoría ætlar að kynna okkur fyrir kakói frá Guatemala, sem er óunnið og inniheldur öll upprunalegu næringarefnin sem stuðla að slökun og vellíðan.  María flytur tónlist, þátttakendur syngja saman, hugleiða og taka þátt í tónheilun í lokin. 

20:00–21:00      Félagar í félagi eldri borgara lesa rökkursögur í Tryggvabúð, léttar veitingar.

 

30. október – 3. nóvember

Við Voginn verður með Hrollvekjuþema í kökuborðinu alla dagana. Alls konar skelfilegt í boði.


Hótel Framtíð býður uppá hryllilega spennandi smáréttaseðil.

Á Hótel Framtíð sýnir Hversdagsleikhúsið leikritið Hótelið.  Sýningin fer fram í anddyri hótelsins og er það sýnt allan sólarhringinn. 

 

Breiðdalsvík

 

Miðvikudagurinn 30. október

16:00-19:45       Kertaljós og kósí í heita pottinum í íþróttahúsinu.

Fimmtudagurinn 31. október

16:30                   Hrekkjavökustuð í íþróttahúsinu.  Ungir sem aldnir mega koma í búningum, allskonar leikir, tónlist og stuð.

20:30                   Kvöldganga um bæinn, gangan byrjar við Kaupfjélagið og endar hjá Kvenfélaginu í Lækjarkoti þar sem tekið verður að móti öllum með kertaljósum og heitu kakói.  Gott að hafa með sér vasaljós.  

Föstudagurinn 1. nóvember

Tilboð á pítsum hjá Kaupfjélaginu

21:00                   Pub quiz(barsvar) á Beljanda íbúasamtök Breiðdals halda pub quiz.  Hvetjum alla til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld.

Laugardagurinn 2. nóvember

14:00-17:00       Kökuhlaðborð á Kaffi Hamri.  Borðið mun svigna undan kræsingum.  Verð 1800 kr. fyrir
fullorðna, 7 -12 ára greiða 700 kr. og frítt fyrir 6 ára og yngri.

14:00-16:00       Lækjarkot opið

15:00-16:00       REKO-viðburður, vöruafhending í Lækjarkoti.  REKO gengur þannig fyrir sig að stofnaður verður viðburður á Facebook, þar skrá framleiðendur vöru framboð sitt og þú getur pantað þar af þeim, beint frá býli.

Tilboð á pítsum hjá Kaupfjélaginu

 

Stöðvarfjörður

 

Fimmtudagur 31. október

18:00                  Jaspis, félag eldri borgara á Stöðvarfirði býður uppá skuggalegan málsverð á Balaborg í ljósaskiptunum.  Í boði verða svartir grautar, kolsvart kaffi, brúnt suðusúkkulaði og dökkar munnþurrkur.  Ekki sakar að gestir mæti með sólgleraugu eða augnleppa.  Einnig grín og gaman.

Föstudagur 1. nóvember
18:00-19:30       Brekkan:  Tilboð á heimsendum pizzum.  Óvæntur glaðningur fylgir með.

Sunnudagur 3. nóvember
18:00                  Jógaganga í myrkrinu með Sollu.  Mæting á tjaldstæðinu.

 

Fáskrúðsfjörður

 

Föstudagur 1. nóvember
18:00-20:00       Draugalegt pizzahlaðborð á Sumarlínu.

 

Reyðarfjörður

 

30. okt. – 3. nóv.

Sesam býður uppá hrekkjavökumöffins yfir Daga myrkurs

 

Eskifjörður

 

Fimmtudagur 31. október

21:00                  Hryllingsmyndabíó í Valhöll.  Cabin in the Woods.  Aðgangur er ókeypis og er myndin sýnd í samstarfi við Myndform.  Sjá nánar:  https://www.rottentomatoes.com/m/the_cabin_in_the_woods http://myndform.webman.is/?prodid=2046

Laugardagur 2. nóvember
20:00                  Bjórfest í Valhöll.  Verðlaun fyrir flottasta búninginn, leikir o.fl.

 

Neskaupstaður

18:00                   Hryllilega gott asískt hlaðborð á Hildibrand.  Mælt er með því að fólk panti borð.

 

Fljótsdalshérað

 

Miðvikudagur 30. október

14:00-19:00       Myrkraverk á Bókasafni Héraðsbúa:  „Komdu og kíktu í dimma, dimma hellinn og skoðaðu allar skuggalegustu bækurnar… ef þú þorir ….

17:30                   Fyrirlestur og sýningaropnun í Safnahúsinu á Egilsstöðum.  „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld.“  Á sýningunni má sjá teikningar eftir nema við Myndlistarskólann í Reykjavík unnar uppúr lýsingum á eftirlýstu fólki sem birtust í Alþingisbókum Íslendinga frá 17. og 18. öld. Við opnunina mun Daníel G. Daníelsson sagnfræðingur fjalla um rannsóknir sínar á efninu og draga fram í dagsljósið nokkra eftirlýsta Austfirðinga. Nánar á www.minjasafn.is

Sýningin verður síðan opin á opnunartíma Safnahússins.

Fimmtudagur 31. október

14:00-19:00       Myrkraverk á Bókasafni Héraðsbúa:  „Komdu og kíktu í dimma, dimma hellinn og skoðaðu allar skuggalegustu bækurnar… ef þú þorir ….

11:00-16:00       Sýningin „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ opin í Safnahúsinu.
20:00                  Hrekkjavökubíó í Sláturhúsinu í umsjón Vegahússins.

Föstudagur 1. nóvember

14:00-19:00       Myrkraverk á Bókasafni Héraðsbúa:  „Komdu og kíktu í dimma, dimma hellinn og skoðaðu allar skuggalegustu bækurnar… ef þú þorir ….

11:00-16:00       Sýningin „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ opin í Safnahúsinu.

20:00                   Sláturhúsið, Gluggi-vídeóverk og ljóðauppákoma.

Laugardagur 2. nóvember

13:00                   Nýr „Takeaway“ veitingastaður opnar í miðbæ Egilsstaða í Miðvangi.  Opinn allan sólarhringinn fyrir fugla himinsins. 

15:00-16:30       Útgáfuhóf í Bókakaffi. Ný bók „Öræfahjörðin-Saga hreindýra á Íslandi“ (Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi og Sögufélag).

Sunnudagur 3. nóvember

17:30                   Dandý stýrir myrkragöngu í Selskógi.  Íbúar hvattir til að mæta í búningum og með vasaljós.

 

 

 

30. október – 3. nóvember

Dagar myrkurs, 30. október – 3. nóvember, verða sérstaklega notalegir í Vök Baths og Vök Bistro.  Tveir fyrir einn í laugarnar*, kertaljós og ljúf tónlist alla dagana. *Gildir ekki fyrir árskorthafa. Greitt fyrir dýrari miðann.

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstöðum býður upp á sérstakan „Myrkraborgara“ frá 30. okt. – 3. nóv. í tilefni af Dögum myrkurs.  Ný og spennandi myrkraútgáfa af einum vinsælasta réttinum okkar.

 

Seyðisfjörður

 

Miðvikudagur 30. október

Á Bókasafni Seyðisfjarðar verður Myrkragetraun fyrir alla.  Auk þess verður bókamarkaðurinn opnaður að nýju og við seljum aukaeintök af kiljum o.fl.  Verð kr. 200-500 kr. Bækur gefins.  Sektarlausir dagar.  30. október - 1. nóvember nk. verður hægt að skila bókum sem komnar eru fram yfir síðasta skiladag án þess að fá sekt.

15:00-17:00       Kósýkertaljósakaffihús í Herðubreið.

Fimmtudagur 31. október

Á Bókasafni Seyðisfjarðar verður Myrkragetraun fyrir alla.  Auk þess verður bókamarkaðurinn opnaður að nýju og við seljum aukaeintök af kiljum o.fl.  Verð kr. 200-500 kr. Bækur gefins.  Sektarlausir dagar.  30. október - 1. nóvember nk. verður hægt að skila bókum sem komnar eru fram yfir síðasta skiladag án þess að fá sekt.

15:00-17:00       Kósýkertaljósakaffihús í Herðubreið.

Skerum út í grasker eitthvað hræðilegt, hryllilegt og hroðalegt í Herðubreið frá kl. 15:00-17:00 með Idu og Johnny (Austurlands Food Coop)
Komdu með eigin hníf, skeið og ílát fyrir graskersfræ. Á staðnum verða pennar til þess að teikna fyrir formum, en gott er að vera búinn að kíkja á útfærslur á netinu, prenta út form og fá hugmyndir. Foreldrar eru beðnir um að koma með börnum sínum og vera þeim til aðstoðar. Graskerið kostar 1000 kr, verið tímanlega því fyrstur kemur fyrstur fær :)

16:30-18:00       Listamenn sem dvelja í gestavinnustofu Skaftfells, þau Ioana Popovici (RO), Michala Paludan (DK) og Rasmus Røhling (DK) bjóða upp á listamannaspjall í Skaftfelli. Allir velkomnir!

Föstudagur 1. nóvember
Á Bókasafni Seyðisfjarðar verður Myrkragetraun fyrir alla.  Auk þess verður bókamarkaðurinn opnaður að nýju og við seljum aukaeintök af kiljum o.fl.  Verð kr. 200-500 kr. Bækur gefins.  Sektarlausir dagar.  30. október - 1. nóvember nk. verður hægt að skila bókum sem komnar eru fram yfir síðasta skiladag án þess að fá sekt.

8:15-9:00            Börn, starfsfólk og foreldrar leikskóladeildar skapa hreyfiverk á suðurvegg Gamla skóla þar sem kastara verður beint á vegginn.

15:00-17:00       Kósýkertaljósakaffihús í Herðubreið.

17:00                   Vetrartónleikar Listadeildar Seyðisfjarðarskóla.

20:00                   Afturganga frá Tækniminjasafni að Skaftfelli. Göngum aftur um Seyðisfjörð. Kakó og tunnueldur við Skaftfell að göngu lokinni.

Laugardagur 2. nóvember

10:00-13:00       Upphituð laug í Sundlaug Seyðisfjarðar.

13:00-17.00       Myndir í myrkri  - vinnustofa hjá Ströndin Studio (Athugið hámark 6 manns).

14:00-16:00       Leikskóladeild á Hrekkjavökuballi í Herðubreið.

16:00-18:00       1.-4. bekkur á Hrekkjavökuballi í Herðubreið.

17:00-19:00       Myndir í myrki – Ströndin Studio: Opið hús og allir velkomnir.
18:30-19:30       Flot og hugleiðsla í sundlauginni. Róleg stund í rökkrinu.

20:00-22:00       5.-10. bekkur á Hrekkjavökuballi í Herðubreið.

Sunnudagur 3. nóvember

20:00                  Hrollvekja í bíósal Herðubreiðar (18+).

Vopnafjörður

 

Fimmtudagur 31. október

16:00-17:00       Draugahús í Miklagarði á vegum félagsmiðstöðvarinnar Drekans.  Allir velkomnir.  Aðgangseyrir 500 krónur.

17:00–18:30      Draugahús í Miklagarði fyrir 4.-7. bekk.
20:00-22:30       Draugahús í Miklagarði fyrir 8.-10. bekk og framhaldsskóladeild.

Sunnudagur 3. nóvember

15:00-17:00       Útgáfuhóf í Miklagarði.  Vopnfirðingasaga. (Söguslóðir Austurlands og áhugafólk í Vopnafirði um Vopnfirðingasögu).

 

Borgarfjörður eystri

 

Föstudagur 1. nóvember

16:00-23:00       Blábjörg gistiheimili býður uppá tveggja rétta máltíð og góða drykki, njótum myrkursins saman.  Eftir matinn er tilvalið að kíkja í pottana og hlýða á ljóðaupplestur Ásgríms Inga.  Eða kíkja á sýningu á verkum Heiðdísar Höllu í Frystiklefanum.    Heiðdís Halla Bjarnadóttir er grafískur hönnuður og myndlistamaður. Hún hefur sett upp tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum listamanna, nú síðast í Listasafninu á Akureyri.
Ásgrímur Ingi Arngrímsson er fæddur og uppalinn Borgfirðingur. Hann er menntaður kennari og hefur gefið út 3 ljóðabækur.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 15' 32.420" W14° 22' 32.197"
Staðsetning
Austurland

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur