Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
18.-22. apríl

PÁSKAFJÖR - Oddskarð

Það verður sannkölluð fjölskyldu stemmning í Fjarðabyggð alla páskana þegar hin árlega útvistarhátíð Páskafjör fer fram. Á páskafjöri geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.  

Á skíðasvæðinu í Oddsskarði verður þétt dagskrá alla páskana þar sem meðal annars verður boðið uppá Páskaeggjamót, björgunarbátarallý og flugeldasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Hvað er betra en að skella sér á skíði í mögnuðu umhverfi á einu besta skíðasvæði á landinu? 

Auk þess að njóta útiverunar á skíðum verður að sjálfsögðu hægt að gera ýmislegt annað. Tónleikar, dansleikir, og viðburðir á vegum Ferðafélags Fjarðamanna eru meðal þess sem boðið verður uppá. Hægt verður að skella sér í sund, og njóta alls þess sem Fjarðabyggð hefur uppá bjóða.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 4' 0.097" W13° 55' 12.577"
Staðsetning
Oddskarð

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur