Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
17. júní kl. 14:00

Flugdrekabók - Egilsstaðir

Listamaðurinn Guy Stewart opnar sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Egilsstöðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, kl. 15:00.

Sýningin ber yfirskriftina Flugdrekabók og er óður til bókarinnar og bókmenningar, íhuguls lesturs og frelsis ímyndunaraflsins. Sýningin samanstendur af sjö flugdrekabókum sem hver og ein er tileinkuð fornu bókmenntaverki.

Sýningin hefur verið sett upp á bókasöfnum bæði hér á landi og í útlöndum, m.a. á Borgarbókasafni Reykjavíkur, Amtsbókasafninu á Akureyri og Íslenska bókasafninu í Háskólanum í Manitoba.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 15' 45.867" W14° 23' 47.088"
Staðsetning
Egilsstaðir

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur