Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
28. maí - 2. júní

Fjallaskíða- og splitboard draumur á Seyðisfirði

Fjallaskíða- og splitboard draumur á Seyðisfirði!

28. maí - 2. júní 2020

Austfirðir bjóða upp á ógrynni möguleika fyrir byrjendur sem lengra komna í fjallaskíðun. Fjöllin rísa allt að 1300metra upp úr sjó og eru miklar snjóakystur. Það er ekki hægt að ýminda sér betri stað til að gera út í svona leiðangur heldur en Seyðisfjörð. Eitt elsta bæjarstæði landsins, umkringt háum fjöllum, iðandi menningarlíf og landsþekktir veitingastaðir.
Þessi ferð er því upplifun fyrir öll skynfærin!

Við gistum í Lónsleiru, nýjum og glæsilegum íbúðum í miðjum bænum með útsýni yfir lónið og til fjalla. Íbúðirnar verða vel útbúnar til morgunmatagerðar. Skaftafell Bistró, í aðeins 200m fjarlægð frá íbúðunum, sér um nestispakka fyrir daginn og svo verður snæddur vel útilátinn kvöldverður eftir góðan dag á fjöllum.

Yfir leiðsögumaður er Ívar Pétur Kjartansson, margreyndur leiðsögumaður og uppalinn Seyðfirðingur sem þekkir fjöllin eins og handabakið á sér.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 15' 34.973" W14° 0' 28.983"
Staðsetning
Seyðisfjörður

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur