Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
13. júní - 3. júlí

Úr Jörðu - Harpa Dís Hákonardóttir - Skriðuklaustur

Sýningin er samtal efniviðar af svæðinu, leirs af bökkum Selfljóts og nytjatrjáa úr Fljótsdal. Leirinn flæðir yfir pappírinn sem bindur hann niður og tréð rammar inn. Sýningin er áframhald á fyrri rannsóknum Hörpu Dísar á óbrenndum leir og þá sérstaklega úr íslenskri jörðu.

Harpa Dís Hákonardóttir (f. 1993) er myndlistarmaður og rithöfundurm, fædd og uppalin í Kópavogi. Hún útskrifaðist með bakkalárgráðu frá myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2019 þar sem hún lagði áherslu á skúlptúrgerð og vinnu með efni eins og gifs, við, steypu og leir. Harpa Dís dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri í september síðastliðinn og kviknaði hugmyndin að sýningunni á meðan á dvölinni stóð.

Sýningin er styrkt af Skógarafurðum í Fljótsdal.

Úr jörðu er opin á opnunartíma Skriðuklausturs og stendur til 3.júlí

Hægt er að kynna sér Hörpu betur á heimasíðu hennar
www.harpadis.com

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 2' 30.111" W14° 57' 12.204"
Staðsetning
Skriðuklaustur

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur