Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
21. júní kl. 10:00

Stuðlagil - Fljótsdalshérað

Stuðlagil 1 skór

Stuðlagil er í árfarvegi Jökulsár í Dal og eitt af stærri stuðlabergssvæðum landsins. Ekið er að bílastæði hjá bænum Klausturseli, gengið austan ár, inn að Stuðlagili.

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 10' 38.122" W15° 17' 10.469"
Staðsetning
Stuðlagil

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur