Flýtilyklar
Þerribjörg - Fljótsdalshérað

Þerribjörg (Perla) 3 skór
Þerribjörg eru staðsett á Skaganum milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Klettarnir eru einhverjir litríkustu sjávarklettar á Íslandi. Gulir, appelsínugulir og svartir, skríða þeir fram af heiðinni ofan í grænbláan sjóinn. Ekið út á Hellisheiði og um vegslóða að Kattárdal.
Brottför kl 9:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við.
Umsjón: Stefán Kristmannsson.