Flýtilyklar
Fjallganga upp á Stöng

Glæsitindurinn Stöng norðan Berufjarðar er með krefjandi tindum á Austurlandi.
Gengin er falleg leið frá Berufirði austur fyrir tindinn og hann klifinn úr norðri. Síðasta spölinn eru þátttakendur tryggðir í öryggislínu.
Alls ekki ferð fyrir lofthrædda!
Varadagur er föstudagurinn 14. ágúst.
Hópastærð: 4-6 manns
Mesta hæð: 965 m
Hækkun: 950 m
Gönguvegalengd: 9 km
Göngutími: 6-7 klst. (uppgöngutími 3-3,5 klst)
Göngubyrjun: Frá bænum Skála (15 m)
Nauðsynlegur búnaður: Belti og hjálmur (má vera hjólahjálmur)
Verð: 15.000,-
Upplýsingar gefur Skúli Júlíusson 864 7393