Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
7. ágúst kl. 20:30-21:30

Hlín Péturs Behrens Sopran & Ögmundur Þór Guitar / Songs, old an - Seyðisfjörður

Hlín Pétursdóttir Behrens sópran stundaði söngnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngvaraprófi árið 1992. Hún hélt þá til framhaldsnáms við óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg og starfaði að námi loknu sem söngkona í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Frakklandi um 10 ára skeið. Hlín var m.a. fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern 1995 – 1997 og við Staatstheater am Gärtnerplatz í München 1997 – 2004. Hún hefur sungið öll helstu verk kirkjubókmenntanna. Meðal stærri tónleika eru Carmina Burana og Requiem Mozarts í tónlistarhöllinni í Hamborg, Messías í Hamborg og Strahlsund, c-moll messa Mozarts í Hamborg og Kaiserslautern og óperettugala í Fílharmóníunni í Berlín og í óperunni í Frankfurt.

Ögmundur Þór Jóhannesson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 2000. Hann lagði stund á einkanám í Escola Luthier d'arts musicals, Barcelona 2000-2002 og lauk mastersnámi í júní 2008 með hæstu einkunn á prófi frá Universität Mozarteum í Salzburg hjá Marco Diaz-Tamayo. Árið 2010 – 1012 sótti hann nám við Maastricht Conservatorium hjá Carlo Marchione, og lauk annarri mastersgráðu. Honum hafa hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun hérlendis sem og á erlendri grundu, m.a Jean-Pierre Jaquillat verðlaunin 2005, viðurkenning Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi 2009 og starfslaun listamanna 2010 og 2019. Árið 2011 var hann verðlaunahafi í alþjóðlegu gítarkeppnunum í Bangkok, Thailandi og í Tokyo, Japan.

Efnisskrá

Fairest Isle
If love´s a sweet passion
I will give my love an apple
Sailor-boy
Master Kilby
The Soldier and the Sailor
Bonny at Morn
The Shooting of his Dear
Lachrimae Pavan
Come Again
O you whom I often
Landið mitt
Sumarnótt
Með sól í hjarta
Skjaldborg
Náttsöngur
Bachiana Brasileira no. 5
Prelude no. 1
Prelude no. 2
Canciones antiguas
Anta jaleo
Las morillas de Jaèn
Sevillanas de siglo XVIII
Los pelegrinitos
Los reyes de la baraja

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 15' 56.436" W14° 0' 49.994"
Staðsetning
Seyðisfjörður

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur