Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
29. maí - 1. júní

Fjallaskíðahelgi á Hvítasunnu - Óbyggðasetur

Fjallaskíðahelgi á Hvítasunnu.

Fyrirhuguð er fjallaskíðahelgi á Austurlandi í lok maí eða um Hvítasunnuhelgina.
Hugmyndin er að þátttakendur komi austur á föstudeginum 29. maí en skíðadagar verða tveir (lau 30. og sun 31.). Mánudagurinn 1. júní (Annar í Hvítasunnu) yrði síðan ferðadagur.
Gist verður á Óbyggðasetrinu í Fljótsdal (Wilderness center) en þar eru aðstæður fullkomnar fyrir útivistarhópa.
Innifalið í verði er gisting í 3 nætur, morgunmatur 3 morgna, nesti fyrir 2 daga, kvöldmatur 3 kvöld, leiðsögn 2 daga á fjöllum auk heitra potta og sauna.
Einnig verður hægt að kaupa skíðadagana sér fyrir heimamenn og þá sem það kjósa.
Skráning í ferðina er á wildboys@wildboys.is
ATH takmarkaður fjöldi.
Verð á mann: 79.900,-

Við reiknum með tveimur skíðadögum á Snæfelli eða annan daginn á öðru fjalli ef aðstæður leyfa.

Fararstjórar verða: Skúli Júl, Óskar Ingólfs og Helgi Jóhannesson.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 59' 14.667" W15° 5' 55.634"
Staðsetning
Wilderness Center

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur