Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. febrúar kl. 12:00-12:45

Milljarður Rís 2019 - Seyðisfjörður

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í Félagsheimilinu Herðubreið þann 14. febrúar næstkomandi. Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

Það er ömurleg staðreynd að konur um allan heim þurfa að þola óþolandi ofbeldi. Við mjökumst þó hægt og rólega í rétta átt og það verður ljósara með hverjum deginum að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið.

Við hvetjum alla til að næla sér í nýju FO-húfuna fyrir viðburðinn en hún fæst hér

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 15' 42.085" W14° 0' 4.882"
Staðsetning
Seyðisfjörður

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur