Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
23. ágúst kl. 20:00-22:00

The Raven's Kiss | Ópera - Seyðisfjörður

Ópera, The Raven’s Kiss, eftir Þorvald Davíð Kristjánsson og Evan Fein, verður frumflutt í Herðubreið á Seyðisfirði, 23. ágúst.

The Raven's Kiss er ópera í tveimur þáttum, fyrir 5 einsöngvara og litla hljómsveit. Sagan gerist í litlu sjávarþorpi og er byggð á íslenskri þjóðsögu. Dularfull kona, framandi og fögur, kemur óvænt í þorpið - og við það breytist líf, hegðun og hugsun heimamanna.
Sungið á ensku.


Textahöfundur / Leikstjóri: Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Tónskáld / Tónlistarstjóri: Evan Fein


Hlutverkaskipan:
Gísli - ungur sjómaður: Ólafur Freyr Birkisson
Baldur - faðir hans: Egill Arni Palsson
Helena - aðkomukona: Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Gunnar - lögregluþjónn: Bergþór Pálsson
Anna - dóttir hans: Berta Dröfn Ómarsdóttir

Hljómsveit:
Píanó: Sigurður Helgi
Flauta: Soley Thrastardottir
Fiðla: Charles Ross
Selló: Ragnar Jónsson


Staður: Herðubreið, Seyðisfirði

Tími: 23.08 kl. 20:00 / 24.08 kl. 20:00

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 15' 44.541" W14° 0' 30.219"
Staðsetning
Seyðisfjörður

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur