Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
5.- 9. júlí

Tónlistarstundir 2020

Tónlistarstundir 2020 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju

Þri 16. júní Vallanes kl. 20

Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítar
Berta er frá Fáskrúðsfirði og hefur lært á Ítalíu, Svanur er frá Stöðvarfirði og hefur lært á Spáni og í Hollandi og er nú einn virkasti og fremsti gítarleikari Íslands

Fim 25. júní Vallanes kl. 20

Kammekór Egilsstaðakirkju ásamt Sóleyju Þrastardóttur á flauta og Jonathan Law á fiðlu
Á dagskrá eru íslensk og norsk þjóðlög sér útsett fyrir kórinn af stjórnanda þess.
Torvald Gjerde, organisti, stjórnandi

Fim 28. júní Egilsstaðir kl. 20

Trompettríó: Sóley Björk Einarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, bæði frá Akureyri, og Jóhann Ingvi Stefánsson
frá Selfossi


Fim 2. júlí Egilsstaðir kl. 20

Árni Friðriksson tenór og Öystein Magnús Gjerde tenór, þeir eru báðir að læra hjá Hlín P. Behrens
Alda Rut Garðarsdóttir og Tovald Gjerde meðleikarar
Alda Rut er frá Stöðvarfirði og byrjaði að læra hjá Torvald á sínum tíma, hinir þrír búa á Héraðinu.


Sun 5. júlí Egilsstaðir kl. 20

Ásdís Arnardóttir selló og Jón Sigurðsson píanó
Þau búa bæði á Akureyri


Fim 9. júlí Egilsstaðir kl. 20

Torvald Gjerde, organisti kirkjunnar, spilar á orgel
Hann er upphaflega frá Noregi en hefur starfað hér í 19 ár

Enginn aðgangseyrir

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Fljótsdalshéraði ásamt kirkjunum tveimur

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 11' 41.436" W14° 32' 36.002"
Staðsetning
Vallanes og Egilsstaðir

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur