Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
10. ágúst kl. 09:00-14:00

Tour de Ormurinn - Egilsstaðir

Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi.
Keppnin hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá en þátttökumet var slegið í fyrra!

Hjólaleiðir eru tvær, annars vegar 68 km og hins vegar 103 km og boðið er uppá einstaklings- og liðakeppni.
Keppnin er opin öllum 12 ára og eldri. Hjólað er umhverfis Löginn í styttri hringnum en inn í botn Fljótsdals í þeim lengri.
Rás- og endamark er á Egilsstöðum.

Mikil áhersla er lögð á öryggismál og er keppnin unnin í góðu samstarfi við lögregluna. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að framkvæmd keppninnar og hafa skipuleggendur keppninnar fengið mikið hrós frá þátttakendum fyrir öfluga og sýnilega brautarvörslu.

Metnaður er lagður í að umgjörð keppninnar beri austfiskri menningu, sögu og náttúru glöggt vitni og hafa verðlaun til keppenda tekið mið að því og vakið verðskuldaða athygli.

Hér á viðburðinum munum við halda áhugasömum upplýstum og deila öllum helstu upplýsingum varðandi skráningu og annað.
Sjáumst í sumar!

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
Staðsetning
Egilsstaðir

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur