Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
18. júní - 27. ágúst

Fimmtudagsgöngur í Fljótsdal

Boðið verður upp á fræðslugöngur í Fljótsdalnum í sumar. Lagt er af stað með heimamönnum alla fimmtudaga kl 20:00 og gengið í um 1 til 1,5 tíma. Göngurnar eru miserfiðar og því ágætt að kynna sér það ögn áður.

Öllum er velkomið að slást í för með heimamönnum.
Sjáumst!


18. júní Ranaskógur og nágrenni.
Komið saman við Gilsá og skilti við Ranaskóg. Fararstjóri: Reynir kjerúlf

25. júní Brekka og nágrenni.
Frásagnir af læknasetrinu sem þar var og umhverfinu í kring.
Fararstjórar: Stefán Þórarinsson og Hallgrímur Þórhallsson frá Brekku.

2. júlí Gengið frá Múlanum inn Suðurdal að Arnaldsstöðum.
Fararstjórar: Baldur Hjaltason, Jónas Þorsteinsson og Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir.

9. júlí Skógræktin í Brekkugerði. Fararstjóri: Jóhann F. Þórhallsson, Sigrún Erla Ólafsdóttir og Þórhallur Jóhannsson

16. júlí Gengið að Drangadölum í landi Víðivallagerðis.
Leiðin er nokkuð brött um 1 km og hækkun um 250 m.
Fararstjóri: Þorsteinn Pétursson.

23. júlí Gengið upp að Völusteini í landi Mela.
Keyrt heim að Melum og gengið þaðan upphlíðina eftir skógarstíg að Völusteini. Fararstjórar: Helga Eyjólfsdóttir og heimilisfólkið á Melum Eyjólfur Ingvason og Þórdís Sveinsdóttir.

30. júlí Tröllkonustígur upp frá Fljótsdalsgrund
Fararstjóri: Ingólfur Friðriksson

6. ágúst Mjóanes fræðst um staðinn og nærumhverfið.
Gengið m.a. upp á Klepp. Fararstjóri Elsa Reynisdóttir

13. ágúst Valþjófsstaður og nágrenni.
Fararstjórar sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og Friðrik Ingi Ingólfsson

20. ágúst Hestmelur í landi Hafursár.
Gengið verður frá Hafursá, upp í gegnum skógræktina eftir skógarstíg og upp á Hestmel. Þar er víðáttumikið og fallegt útsýni.
Fararstjórar Þorkell Sigurbjörnsson og Anna Valgerður Hjaltadóttir.

27. ágúst Gengið með Hrafngerðisá við Droplaugarstaði.
Fararstjóri Lárus Heiðarssonar.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 2' 24.179" W14° 57' 11.586"
Staðsetning
Fljótsdalur

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur