Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
2.- 5. júlí

Víknaslóðir gönguferð

Víknaslóðir er algjör perla sem göngufólk þarf að heimsækja allavega einu sinni. Fjöllin eru há, firðirnir langir og landslagið fjölbreytt. Við munum því upplifa allt það besta sem austurland hefur upp á að bjóða. 

Þetta er ekki tæknilega erfið ganga en æskilegt er að þátttakendur séu í góðu formi. Við berum allt á bakinu og því geta dagarnir verið langir. Landslagið er þægilegt yfirferðar og býður upp á mörg myndastopp.

Gangan hefst og endar á Borgarfirði Eystri, genginn er hringur.

Vegalengd: 65 km.

Frekari upplýsingar: https://tindartravel.is/island/viknaslodir/?fbclid=IwAR3syQzekeZgAYzvLQx6TvaEzZKBAInqEbktdNI8IyDzf_ODC3Nu5_Eg9LQ

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 30' 58.670" W13° 38' 5.492"
Staðsetning
Víknaslóðir

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur