Flýtilyklar
Víknaslóðir gönguferð

Víknaslóðir er algjör perla sem göngufólk þarf að heimsækja allavega einu sinni. Fjöllin eru há, firðirnir langir og landslagið fjölbreytt. Við munum því upplifa allt það besta sem austurland hefur upp á að bjóða.
Þetta er ekki tæknilega erfið ganga en æskilegt er að þátttakendur séu í góðu formi. Við berum allt á bakinu og því geta dagarnir verið langir. Landslagið er þægilegt yfirferðar og býður upp á mörg myndastopp.
Gangan hefst og endar á Borgarfirði Eystri, genginn er hringur.
Vegalengd: 65 km.
Frekari upplýsingar: https://tindartravel.is/island/viknaslodir/?fbclid=IwAR3syQzekeZgAYzvLQx6TvaEzZKBAInqEbktdNI8IyDzf_ODC3Nu5_Eg9LQ