Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
30. mars kl. 20:00

Vorgáski - Eskifjörður

Laugardagur 30. mars kl. 20:00 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði Sunnudagur 31. mars kl. 16:00 í Egilsstaðakirkju Vorgáski Sinfóníuhljómsveit Austurlands býður uppá fjöruga tónleika í tilefni hækkandi sólar.

Glettin og skemmtileg dagskrá í flutningi þessar nýju og kraft miklu hljómsveitar, sem hreif troðfullan salinn heldur betur með sér á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar 1. desember síðastliðinn. Flutt verða meistaraverk sem allir kannast við.

Einleikari er Kristófer Gauti. Hlín Behrens og Erla Dóra Vogler syngja einsöng. Hljómsveitarstjóri er Zigmas Genutis og Konsertmeistari Zsuzsanna Bitay. Aðgangseyrir: 3.000 kr. og 2.000 kr. fyrir eldri borgara og börn undir 16 ára.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 4' 46.719" W14° 2' 7.860"
Staðsetning
Eskifjörður

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur