Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Óðins Ferðir Íslands ehf.

Gisting:

Þeir sem vilja losna við streitu og áreiti nútímans er boðið upp á gistingu á Höskuldsstöðum fyrir alla fjölskylduna í einum fegursta dal Íslands, Breiðdal á Austjörðum. Þar er boðið upp á heils árs hús með hjónaherbergi, snyrtingu, setustofu með tvöföldum sófa auk svefnlofts. Húsið er vel búið húsgögnum og flestum öðrum nútíma þægindum.

Opið allt árið.

Hestaferðir:

Óðins Ferðir Íslands bjóða upp á margs konar afþreyingu t.d hesta- og gönguferðir. Sérsniðnar að þínum óskum, væntingum og draumum.

Við höfum rúmlega 20 ára reynslu í bæði löngum og stuttum hestaferðum um láglendi sem hálendi. Hestar Óðins Ferða spanna allan skalan frá þægum og góðum barnahrossum til meðfærilegra ferðaklára og svo fyrir þaulreynda reiðmenn, keppnishross.

Okkar meginmarkmið er að framleiða gleði og hamingju og stefnum ætíð að einstæðri upplifun til handa allra viðskiptavina okkar. Til þess að tryggja það markmið, er öllum boðið upp á reiðfatnað frá toppi til táar, gjaldfrjálsa sýnikennslu og leiðsögn í grundvallaratriðum reiðmennskunar, áður en útreiðartúrinn hefst. "Því í upphafi skal endinn skoða" - til að allir geti riðið tölt, frjáls og örugg um fjallasali.

Við erum til þjónustu reiðubúin allt árið um kring. Á haustin smölum við sauðfé af fjöllum, á vetrarmánuðunum er riðið í norðurljósunum undir stjörnubjörtum vetrarhimni og á sumrin eru reiðtúrar í boði allan sólarhringinn í miðnætursólinni.

Gönguferðir:

Göngugörpum er séð fyrir nákvæmu korti og nesti. Frá Höskuldsstöðum er mælt með tveimur gönguleiðum fyrir vana göngumenn.

Sú fyrri Jórvíkurskarð - liggur úr Breiðdal um skóglendi eyðibýlisins Jórvík og yfir í Nordurdal. Með valkostinn um fjallveg áfram til Reyðarfjarðar eða hringleið til baka, um sérlega fagra gönguleið með ólýsanlegu útsýni yfir Breiðdal og út á Breiðdalsvík.

Nauðsynlegur búnaður: Gönguskór, hlífðarfatnaður og bakpokar.

Göngutími: Átta stundir að minnsta kosti.

Hin leiðin sem mælt er með er Berufjarðarskarð - liggur úr Breiðdal yfir fjöllin til Berufjarðar. Þetta er gömul póstleið frá fyrri hluta 19. aldar þegar póstafgreiðsla var á Höskuldsstöðum. Sami búnaður og áður er lýst, en ganga tekur sjö til níu klst.

Einnig er boðið upp á styttri en ekki síður stórbrotnar gönguleiðir í Breiðdalnum, fyrir hina óvönu.

Vinsamlegast hafið samband til að afla nánari upplýsinga.

Óðins Ferðir Íslands ehf.

Höskuldsstaðir

GPS punktar N64° 51' 42.771" W14° 24' 47.113"
Gisting 1 Herbergi / 6 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hestaferðir Gönguleið Hótel / gistiheimili Eldunaraðstaða Tekið við greiðslukortum

Óðins Ferðir Íslands ehf. - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sjóstöng ehf.
Ferðaskipuleggjendur
  • Sólvellir 14
  • 760 Breiðdalsvík
  • 475-1100
Hestaleigan Fell
Dagsferðir
  • Fell
  • 760 Breiðdalsvík
  • 897-4318
Katrine Bruhn Jensen
Dagsferðir
  • Gilsá
  • 760 Breiðdalsvík
  • 862-5756

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur