Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Upplýsingamiðstöð Austurlands (Landshlutamiðstöð)

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Egilsstöðum er landshlutamiðstöð. Hún er staðsett í Níunni að Miðvangi 1-3 á Egilsstöðum. Rekstur Upplýsingamiðstöðvar Austurlands er í höndum Húss Handanna sem sérhæfir sig í að selja vörur úr héraði ásamt íslensku listhandverki og vöruhönnun.

Á Upplýsingamiðstöðinni fæst gott úrval landakorta, vönduð göngukort af öllu Austurlandi og ferðahandbækur. Upplýsingar um áætlanabíla milli landsfjórðunga og miðar í Strætisvagna Austurlands eru seldir í Upplýsingamiðstöðinni en áætlunarbílar stoppa allir við Egilsstaðastofu - Tjaldstæðismiðstöðina á Egilsstöðum.

Upplýsingamiðstöð Austurlands - landshlutamiðstöð er vel staðsett í hjarta Egilsstaða og við fjölförnustu gatnamót Austurlands.

Hlutverk Upplýsingamiðstöðvar er :
- Upplýsingamiðlun - að taka við og miðla upplýsingum og kynningarefni til ferðamana og ferðaþjónustuaðila á Austurlandi.
- Að veita helstu upplýsingar um land og þjóð.
- Að kynna ferðaþjónustu á Austurlandi og hvetja ferðamenn til að dvelja lengur á svæðinu.
- Kynna vel geymd leyndarmál Austurlands og staðbundna fjársjóði svæðisins.
- Segja söguna af því hver við erum og hvað við gerum.

Umsjónarmaður upplýsingamiðstöðvarinnar er:

Birgitta Ósk Birgisdóttir // info@east.is og hushandanna@simnet.is

Fyrirspurnir fjölmiðla: Hafið samband við Austurbrú // 470 3800 // east@east.is

April 2018:

Mon (mán), Thr (fim), Fri (Fös): 12:00 - 18:00

Tue (Þrið), Wed (Miðv.): 8:30 - 18:00

Sat (Lau): 12:00 - 15:00

May 2018:

Mon (mán), Thr (fim), Fri (Fös): 10:00 - 18:00

Tue (Þrið), Wed (Miðv.): 8:30 - 18:00

Sat (Lau): 12:00 - 15:00

1st June - 31st August 2018:

Mon (mán), Tue (Þrið), Thr (fim), Fri (Fös): 8:30 - 18:00

Wed (Miðv.): 8:30 - 20:00

Sat (Lau): 10:00 - 16:00

Sun (Sun): 13:00 - 18:00

1st September - 20th October 2018:

Mon (mán), Thr (fim), Fri (Fös): 10:00 - 18:00

Tue (Þrið), Wed (Miðv.): 8:30 - 18:00

Sat (Lau): 11:00 - 15:00

21st October - 30th March 2019:

Mon (mán) - Fri (Fös): 12:00 - 18:00

Sat (Lau): 12:00 - 15:00

3135_1___Selected.jpg
Upplýsingamiðstöð Austurlands (Landshlutamiðstöð)

Miðvangi 1-3

GPS punktar N65° 15' 41.280" W14° 24' 21.964"
Vefsíða www.east.is
Opnunartími Allt árið

Upplýsingamiðstöð Austurlands (Landshlutamiðstöð) - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

KvikLand ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Einbúablá 20
 • 700 Egilsstaðir
 • 891-7517, 869-3904
APK Fishing Guide ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Flatasel 2
 • 730 Reyðarfjörður
 • 867-2023
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
Golfvellir
 • Ekkjufell - Fellabær
 • 701 Egilsstaðir
Sæti hópferðir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Dalbrún 12
 • 700 Egilsstaðir
 • 867-0528
Lingua / Norðan Jökuls ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Dalskógar 12
 • 700 Egilsstaðir
 • 471-2190

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur