Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vopnafjörður - Air Iceland Connect

Air Iceland Connect er öflugt en sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig öðrum vest-norrænum löndum svo sem Færeyjum og Grænlandi. Flugfélagið býður margs konar þjónustu bæði innanlands sem utan. Félagið hefur aukið hlut sinn í ferðaþjónustu innanlands með sérferðum til ýmissa staða, þar sem í boði eru skipulagðar skoðunarferðir sem hæfa öllum ferðalöngum. Félagið er í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi.

Flugfélagið leigir vélar sínar út í ýmis verkefni til opinbera aðila eða einkaaðila, bæði með og án áhafna, allt eftir óskum. Flugfélagið er mjög framsækið og metnaðarfullt félag og ætlar sér að ná langt í framtíðinni. Air Iceland Connect áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Sjá heimasíðu www.flugfelag.is fyrir frekari upplýsingar og ýmis tilboð.

Áfangastaðir innanlands:
* Akureyri
* Egilsstaðir
* Grímsey
* Ísafjörður
* Reykjavík
* Vopnafjörður
* Þórshöfn

Áfangastaðir erlendis:

* Færeyjar: Vágar
* Grænland: Kulusuk, Narsarsuaq, Nuuk, Ilulissat, Nerlerit Inaat, Kangerlussuaq
* Skotland: Aberdeen
* N-Írland: Belfast

7081_1___Selected.jpg
Vopnafjörður - Air Iceland Connect

Vopnafjarðarflugvöllur

GPS punktar N65° 43' 7.847" W14° 51' 27.243"
Sími

570-3030

Opnunartími Allt árið

Vopnafjörður - Air Iceland Connect - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

BergEy Travel
Ferðasali dagsferða
  • Skálanesgata 4
  • 690 Vopnafjörður
  • 844-1153
Helgi Þorsteinsson
Gönguferðir
  • Ytri-Nýpur
  • 690 Vopnafjörður
  • 893-1437

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur