Flýtilyklar
Bustarfell
Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á Bustarfelli, ríkinu bæinn með því skilyrði að hann yrði byggður upp og varðveittur um ókomin ár og hefur hann síðan verið í umsjá þjóðminjasafnsins. Fyrst um sinn var safnið einkasafn, en árið 1982 afhenti Elín Methúsalemsdóttir,
dóttir Methúsalems og síðasti ábúandi í gamla bænum, Vopnfirðingum safnkostinn til varðveislu og varð safnið þá að sjálfseignarstofnun.
Safnið er opið yfir sumarið og ofan við gamla bæinn stendur kaffihúsið Hjáleigan, þar sem má gæða sér á kaffi og kræsingum. Á staðnum er einnig lítið dýragerði með húsdýrum, sem gleðja jafnan stóra sem smáa.
Bustarfell - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands