Flýtilyklar
Atlavík
Við Atlavík í Hallormsstaðaskógi er rómantískt og friðsælt tjaldsvæði. Ekkert rafmagn er á tjaldsvæðinu í Atlavík, svo margir kjósa aða tjalda á örðum tjaldsvæðum í skóginum, en það eykur enn á friðsældina í Atlavík. Veðursældin í Atlavík er engu lík enda veita trén gott skjól. Svæðið er kjörið til útivistar en margir göngustígar liggja frá Atlavík auk þess sem hægt er að leika sér í fjörunni, jafnvel busla í fljótinu +a góðum degi.
Atlavík var fyrrum vinsæll samkomustaður Austfirðinga, og annarra, sérstaklega á meðan hinar frægu Atlavíkurhátíðir voru haldnar.
Atlavík - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands