Flýtilyklar
Kúahjalli og Hrafnatindur
Ein af merktu gönguleiðunum við Bakkagerðisþorp á Borarfirði Eystra liggur upp á Kúahjalla og Hrafnatind ofan við þorpið. Gengið er upp með Bakkaá og þaðan á Hrafnatind en frá honum er einstakt útsýni yfir þorpið og Borgarfjörð allan. Áfram er gengið út Kúahjalla og niður að minnisvarða Kjarvals við Geitavík. Gangan tekur um 3 klst. og liggur hæst í 350 m. hæð. Skammt ofan við minnisvarðann er stígur að rústum smalakofa Kjarvals undir Kúahjalla.
720
94
Kúahjalli og Hrafnatindur - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands