Flýtilyklar
Skriðuklaustur
Skriðuklaustur er fornt höfuðból og sýslumannssetur í Fljótsdal. Munkaklaustur var þar 1493-1552. Klausturrústirnar eru fundnar og þar er fornleifauppgröftur sem leitt hefur í ljós að þar hafa verið stundaðar lækningar og bókagerð og ýmsir merkir munir hafa fundist. Leiðsögn er um svæðið á sumrum. Á Skriðuklaustri er grafinn Jón hrak sem frægur er af kvæði Stephans G. Stephanssonar (1853-1927). Gunnar Gunnarsson skáld (1889-1975) settist að á Skriðuklaustri árið 1939 og reisti þar einstætt stórhýsi, teiknað af þýskum arkitekt. Skáldið gaf íslenska ríkinu jörðina þegar það flutti til Reykjavíkur árið 1948. Þar var lengi tilraunastöð í landbúnaði en árið 2000 hóf Stofnun Gunnars Gunnarssonar starfsemi sína þar. Skriðuklaustur er nú rekið sem menningar-og fræðasetur. Yfir sumarið eru margvíslegar sýningar í boði og gestum veitt persónuleg leiðsögn um hús skáldsins.
701
934
Skriðuklaustur - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands