Flýtilyklar
Stórurð
Frá Vatnsskarði, á leiðinni til Borgarfjörður Eystri, er gengið í Stórurð sem er ein hrikalegasta náttúrusmíð á Íslandi. Í urðinni er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun og best er að hefja hana uppi á Vatnsskarði, ganga inn eftir fjallasyrpunni og til baka neðri leiðina út í Ósfjall (um 16 km.). Einnig er hægt að halda áfram til Borgarfjarðar norðan eða sunnan Dyrfjalla. Í Stórurðargöngu þarf heilan dag til að njóta svæðisins að verðleikum. Gestabók er í Urðinni.
Stórurð - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands