Flýtilyklar
Valþjófsstaður
Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal, kirkjustaður og fornt höfuðból allt frá þrettándu öld. Þar má sjá eftirgerð Valþjófstaðar-hurðarinnar frægu sem er eitthvert mesta djásn í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Hurðin er frá 13. öld og mun upphaflega hafa verið skálahurð á höfðingjasetri en var síðan nýtt sem innri hurð í mikilli stafkirkju sem stóð á Valþjófstað í margar aldir, langt fram yfir siðaskipti.
701
934
Valþjófsstaður - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands