Flýtilyklar
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar
Skólavegur 39
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Stöðvarfirði
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Fáskrúðsfirði
Hótel
Fosshótel Austfirðir
Gistiheimili
Hjá Marlín
Gistiheimili
Gistihúsið Tærgesen
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Reyðarfirði
Aðrir
- Heiðarvegur 2
- 730 Reyðarfjörður
- -
Náttúra
Sandfell
Sandfell nefnist líparítfjall (743 m) sunnan Fáskrúðsfjarðar og má kalla það dæmigerðan bergeitil. Í suðurhlíðum fjallsins getur að líta hvernig bergeitillinn hefur lyft upp basaltþekjunni hið efra. Bergeitillinn er talinn vera 600 m þykkur og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar. Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið, hún tekur 2-3 klst.
Náttúra
Skrúður
Úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er grasi gróna klettaeyjan Skrúður. Skrúðurinn gnæfir tignarlega úr sjó eins og nafnið vitnar um og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, hár til lofts og víður til veggja, talinn stærstur hella á Austurlandi. Í hellinum höfðust vermenn við fyrrum þegar róðrar voru stundaðir frá eynni.Einnig höfðu bændur þar beitiland.
Vel þekktar eru sagnirnar af bóndanum í Skrúðnum, en hann var einn þriggja bræðra. Hinir risarnir höfðust við í Skrúðskambi við Streitishvarf og í Papey. En þeir bræður sáu hver til annars og gátu kallast á. Mikið fuglalíf er í eyjunni og var eggja- og fuglatekja stunduð á árum áður. Eyjan sést einnig frá Reyðarfirði. Við Fáskrúðsfjörð eru ennfremur eyjarnar Æðasker og Andey.
Hitt og þetta
Golfvöllurinn á Reyðarfirði
Golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar, nefnist Kollur og er staðsettur í hlíðinni rétt innan við bæinn á Reyðarfirði. Völlurinn er 9 hola, par 70 og umvafinn fallegu umhverfi. Þá þykir völlurinn þægilegur yfirferðar en hann er nýr og því er enn verið að byggja hann upp.
Náttúra
Einbúi í Jafnadal
Jafnadalur gengur inn úr Stöðvafirði að norðan. Um dalinn liggur gönguleið yfir Stöðvarskarð. Innst í Jafnadal er að finna klettaborgina Einbúa, sem samanstendur af nokkrum sérstæðum stórum steinum sem teygja sig stakir upp úr flatendinu umhverfis. Í Jafnadal er einnig að finna allstóran steinboga, er gnæfir austan í Álftafelli og er um 6m. að ummáli. Svæðið er áhugavert og fallið til lengri og skemmri gönguferða.
Fyrir börnin
Búðará
Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnum skógi vöxnum árbökkunum. Þegar komið er að Stríðsárasafninu er hægt að velja hvort gengið er eftir skógi vöxnum hálsinum austur af Stríðsárasafninu eða upp að Búðarárfossi.
Náttúra
Kolfreyjustaður
Kolfreyjustaður er fornt prestsetur og kirkjustaður á Fáskrúðsfirði. Kirkjan sem nú stendur á Kolfreyjustað er frá árinu 1878 og hefur að geyma merka og forna kirkjumuni. Skáldbræðurnir Jón og Páll Ólafssynir ólust upp á Kolfreyjustað. Nafnið er dregið af tröllskessunni Kolfreyju.
Saga og menning
Franski grafreiturinn
Nokkru fyrir utan Búðakauptún við Fáskrúðsfjörð er kirkjugarður frá tímum franskra sjómanna við Íslandsstrendur. Í garðinum eru þekktar 49 grafir franskra sjómanna.