Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gallerí Snærós

Á Stöðvarfirði starfrækja myndlistarmennirnir Ríkharður Valtingojer og Sólrún Friðriksdóttir, Gallerí Snærós, í tengslum við vinnustofur sínar. Þau fluttu til Stöðvarfjarðar árið 1985 og stofnuðu galleríið árið 1988 og var það þá eitt af fáum galleríum utan Reykjavíkur.

Í galleríinu og í tengslum við það hafa verið haldnar margar myndlistarsýningar þar sem bæði innlendir og erlendir myndlistarmenn hafa sýnt verk sín.
Grafíksetrið er jafnframt rekið á sama stað og er öll aðstaða þar mjög góð. Mörg námskeið og workshop hafa verið haldin í tengslum við galleríið og Grafíksetrið.

Ríkharður sem er austurrískur að uppruna, lærði silfursmíði og myndlist í Graz í Austurríki og útskrifaðist úr málaradeild Listaakademíunnar í Vín. Hann fluttist til Íslands 1960 og starfaði lengi sem kennari við grafíkdeild Myndlista-og handiðaskóla Íslands, seinna Listaháskólann.

Sólrún útskrifaðist sem myndlistarkennari frá Myndlista-og handiðaskólanum árið 1979 og var síðan við nám í textílhönnun við sama skóla og einnig í Svíþjóð og Austurríki. Hefur hún verið kennari við Grunnskólann á Stöðvarfirði um árabil og jafnframt kennt víðsvegar á námskeiðum.
Ríkharður og Sólrún hafa bæði haldið margar einkasýningar hérlendis og erlendis og tekið þátt í alþjóðlegum sýningum viðsvegar um heim.
Í galleríinu eru verk þeirra til sýnis og sölu. Þar gefur að líta grafíkmyndir (litógrafíur,ætingar, mezzótintur, dúk-og tréristur) textílverk, s.s. myndvefnað, batik, tauþrykk og silkimálun. Keramik, rennda og mótaða muni úr jarðleir og steinleir, skartgripi, aðallega úr silfri og íslenskum steinum, glermuni, tækifæriskort o.fl.
Rósa Valtingojer dóttir þeirra hjóna og eiginmaður hennar Zdenek Patak eru ungir hönnuðir sem hafa sest að á Stöðvarfirði. Þau hafa stofnað hönnunarfyrirtækið Mupimup og sérhæfa sig í endurvinnslu í gegnum hönnun. Þau taka nú þátt í rekstri gallerísins og eru þeirra vörur einnig til sýnis og sölu þar. Má þar nefna, leirfugla, teikningar, barnafatnað, leikföng, ljós, tækifæriskort og fl.

Jafnframt því að skoða galleriið geta gestir litið í vinnustofurnar og fylgst með Ríkharði og Sólrúnu að störfum. Galleríið er opð daglega yfir sumartímann en eftir samkomulagi yfir veturinn.

Gallerí Snærós
Fjarðarbraut 42, 755 Stöðvarfjörður
Sími: 475 8931 861 7556
E-mail: info@gallerisnaeros.is solrun@gallerisnaeros.is rosa@mupimup.netwww.gallerisnaeros.is www.mupimup.net

Gallerí Snærós

Fjarðarbraut 42

GPS punktar N64° 49' 58.483" W13° 52' 28.070"
Opnunartími Allt árið
Flokkar Sýningar

Gallerí Snærós - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Katrine Bruhn Jensen
Dagsferðir
 • Gilsá
 • 760 Breiðdalsvík
 • 862-5756
Hestaleigan Fell
Dagsferðir
 • Fell
 • 760 Breiðdalsvík
 • 8974318
Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps
Sundlaugar
 • Selnesi 25
 • 760 Breiðdalsvík
 • 470-9090
Náttúra
15.58 km
Sandfell

Sandfell nefnist líparítfjall (743 m) sunnan Fáskrúðsfjarðar og má kalla það dæmigerðan bergeitil. Í suðurhlíðum fjallsins getur að líta hvernig bergeitillinn hefur lyft upp basaltþekjunni hið efra. Bergeitillinn er talinn vera 600 m þykkur og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar. Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið, hún tekur 2-3 klst.

Powered by Wikiloc
Saga og menning
0.28 km
Gallerí Snærós og Grafíksetur

Á Stöðvarfirði er rekin ein fullkomnasta grafíkvinnustofa landsins. Hún er á höndum hjónanna Ríkharðar Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur. Oft er hægt að fylgjast með listamönnum að verki eða bregða sér sjálfur á stutt námskeið. Á sama stað er Gallerí Snærós að finna.

Náttúra
2.55 km
Saxa

Skammt utan við Lönd í Stöðvarfirði er Saxa. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbrigði, þar sem úthafssaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt upp í loft í tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með í brimgosunum.

Saga og menning
24.50 km
Heydalir - Eydalir

Kirkja hefur verið að Eydölum frá fyrstu tíð kristni. Prestsetrið hefur löngum verið með betri brauðum og þar hafa setið margir vel metnir prestar. Frægastir þeirra er sálmaskáldið sr. Einar Sigurðsson (1538-1626) sem kunnastur er fyrir jólasálminn Kvæði af stallinum Kristí sem kallast Vöggukvæði, en er nútímamönnum tamast sem Nóttin var sú ágæt ein. Minnisvarði um sr. Einar stendur á grunni gömlu kirkjunnar í kirkjugarðinum að Eydölum.

Náttúra
19.99 km
Einbúi í Jafnadal

Jafnadalur gengur inn úr Stöðvafirði að norðan. Um dalinn liggur gönguleið yfir Stöðvarskarð. Innst í Jafnadal er að finna klettaborgina Einbúa, sem samanstendur af nokkrum sérstæðum stórum steinum sem teygja sig stakir upp úr flatendinu umhverfis. Í Jafnadal er einnig að finna allstóran steinboga, er gnæfir austan í Álftafelli og er um 6m. að ummáli. Svæðið er áhugavert og fallið til lengri og skemmri gönguferða.

Powered by Wikiloc
Náttúra
10.39 km
Kambanes

Milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar liggja þrennar brattar skriður ofan úr fjallinu Súlum. Þjóðvegur var lagður um þær 1962. Þær nefnast (frá Breiðdal austur um) Færivallaskriður, Hvalnesskriður og Kambaskriður. Kambanes er tilvalið til útivistar, enda er landslag þar mjög fagurt þar og tignarleg sýn til Súlna.

Náttúra
20.46 km
Meleyri

Meleyri nefnist falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf.

Aðrir

Bókasafnið á Breiðdalsvík
Bóka- og skjalasöfn
 • Grunnskólanum, Selnesi 25
 • 760 Breiðdalsvík
 • 470-5574
Bókasafnið á Stöðvarfirði
Bóka- og skjalasöfn
 • Skólabraut 20
 • 755 Stöðvarfjörður
 • 475-9017

Aðrir

Hamar Kaffihús
Veitingahús
 • Þverhamar 2a
 • 760 Breiðdalsvík
 • 846-5547

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur