Flýtilyklar
Sumarhús Háaleiti
Skarð
Breiðdalur
475-6742
Sumarhús Háaleiti - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Hótel
Hótel Staðarborg
Gönguferðir
Tinna Adventure
Hótel
Hótel Bláfell
Vetrarafþreying
Veiðihúsið Eyjar
Aðrir
- Selnesi 25
- 760 Breiðdalsvík
- 470-9090
- Fell
- 760 Breiðdalsvík
- 8974318
- Gilsá
- 760 Breiðdalsvík
- 862-5756
Náttúra
Jórvíkurskógur
Jórvíkurskógur er skógræktarsvæði eins og þau gerast best. Kjarr og ræktaður skógur, gamalt hús í lundi en lækjarsprænur liðast niður hlíðina. Fuglalíf er með líflegasta móti, vinalegir göngustígar og notaleg aðstaða fyrir fjölskyldufólk.
Saga og menning
Heydalir - Eydalir
Kirkja hefur verið að Eydölum frá fyrstu tíð kristni. Prestsetrið hefur löngum verið með betri brauðum og þar hafa setið margir vel metnir prestar. Frægastir þeirra er sálmaskáldið sr. Einar Sigurðsson (1538-1626) sem kunnastur er fyrir jólasálminn Kvæði af stallinum Kristí sem kallast Vöggukvæði, en er nútímamönnum tamast sem Nóttin var sú ágæt ein. Minnisvarði um sr. Einar stendur á grunni gömlu kirkjunnar í kirkjugarðinum að Eydölum.
Náttúra
Reindalsheiði
Reindalsheiði er gömul vörðuð póstleið milli Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar. Gangan tekur 7-10 klst og er bæði fögur og skemmtileg.
Saga og menning
Höskuldsstaðir
Að Höskuldsstöðum innarlega í Suðurdal Breiðdals, var póstafgreiðsla allt til 1947 og því höfðu landpóstarnir þar viðkomu á ferð sinni yfir Berufjarðaskarð. Höskuldsstaðir eru einnig fæðingastaður og æskuslóðir fræðimannsins dr. Stefáns Einarssonar fv. prófessors við John Hopkins háskóla í Baltimore. Í heimagrafreitnum að Höskuldsstöðum er dufteski dr. Stefáns varðveitt, ásamt dufteski fyrri konu hans Margarete Schwarzenburg.
Náttúra
Flögufoss
Flögufoss er glæsilegur foss í Breiðdal. Fossinn er nokkuð hár, um 60 metrar, og er staðsettur í einstaklega fallegu og jarðfræðilega merkilegu umhverfi en Breiðdalurinn er hluti af hinni fornu megineldstöð Austurlands. Rétt fyrir ofan Flögufoss er annar lítill sem fellur niður á stall en þaðan rennur fossinn undir lítinn steinboga. Athyglivert er að þó áin hafi verið til staðar í þúsundir ára þá breytti hún leið sinni til þess að fossinn rynni undir steinbogann ekki fyrr en um aldamótin. Þetta gerði fossinn enn glæsilegri en hann þegar var.
Þægileg gönguleið liggur frá þjóðveginum að fossinum.
Náttúra
Aldamótaskógur við Tinnu
Sumarið 2000 var gróðursettur í landi Eydala við Landnyrðingsskjólbakka hlutur Austurfirðinga-fjórðungs í skógræktarverkefninu Aldamótaskógur. Á sjötta áratug 20. aldar var gróðursett talsvert í reitnum upp við Tinnu og er því þar skemmtilegt útivistarsvæði, um 1. km frá þjóðvegi 1 inn í Norðurdal. Falleg merkt gönguleið liggur í gegnum skóginn meðfram Tinnudalsá út á þjóðveg 1.Við Staðarborg hefur Skógræktarfélag Breiðdæla einnig gróðursett mikið síðustu ár og er þar einnig nú að verða til útivistarsvæði.
Náttúra
Beljandi
Í Breiðdalsá, skammt fyrir utan bæinn Brekkuborg við Breiðdalsvík, er fossinn Beljandi. Raunar eru fossarnir tveir, ytri og innri, og samnefndir hylir við. Fossarnir eru ekki sérstaklega háir en þeir eru mjög fallegir og vel þess virði að skoða. Stutt gönguleið er frá þjóðveginum um Breiðdalsvík að fossunum. Svæðið er einstaklega fallegt og skemmtilegt til útivistar.
Náttúra
Meleyri
Meleyri nefnist falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf.
Söfn
Breiðdalssetur
Hótel
Hótel Staðarborg
Vetrarafþreying
Veiðihúsið Eyjar
Hótel
Hótel Bláfell
Aðrir
- Þverhamar 2a
- 760 Breiðdalsvík
- 846-5547