Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Havarí Hostel

Á Karlsstöðum í Berufirði í Djúpavogshreppi búa Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson. Hjónin festu sér jörðina vorið 2014 og búa þar nú ásamt börnum. Þau yfirgáfu borgina til þess að elta langþráðan draum um að starfrækja snakkverksmiðju, ferðaþjónustu og menningarmiðstöð í sveitinni undir merkjum Havarí. Havarí Hostel opnaði svo um mitt sumar 2017. Þar er hægt að hýsa 34 í 6 herbergjum.

Salerni og sturtur eru sameiginleg og gott aðgengi er fyrir hjólastóla. Í alrými er langborð og aðstaða þar sem hægt er að útbúa einfaldar máltíðir. Fjölmargar lengri og styttri gönguleiðir eru í nágrenninu. Næsti kaupstaður er Breiðdalsvík í 20 km fjarlægð og svo Djúpivogur í 40 km fjarlægð.

Havarí framleiðir Bulsur grænmetispylsur og Sveitasnakk úr gulrófum, grænkáli og kartöfluflögum. Snakkið er enn framleitt í litlu magni. Auk þess búa þau Svavar og Berglind til tónlist með hljómsveitunum Prins Póló og Skakkamanage.

Vorið 2016 opnuðu Svavar og Berglind kaffihús og veitingastofu í gömlu hlöðunni. Rýmið er jafnframt nýtt undir hverskyns viðburði, aðallega tónleika og myndlistarsýningu en líka fermingarveislur, afmæli, brúðkaup, fundi, kvikmyndasýningar og fleira.

VERÐ 1. SEPT 2017 - 1. MAÍ 2018

Tvö fjölskylduherbergi:
Tvö einstaklingsrúm og ein koja í hvoru herbergi.
Svefnpláss fyrir fjóra.
Verð: 14.000 kr.
Eitt tveggja manna herbergi:
Tvö einstaklingsrúm.
Verð: 10.000 kr
Þrjú koju herbergi (dorm):
Fjórar kojur (8manns) í hverju herbergi:
Verð á manninn: 4.000 kr
VERÐ 1. MAÍ 2018 - 1 . SEPT 2018
Tvö fjölskylduherbergi:
Tvö einstaklingsrúm og ein koja í hvoru herbergi.
Svefnpláss fyrir fjóra.
Verð: 18.000 kr.
Eitt tveggja manna herbergi:
Tvö einstaklingsrúm.
Verð: 14.000 kr
Þrjú koju herbergi (dorm):
Fjórar kojur (8manns) í hverju herbergi:
Verð á manninn: 5.500 kr

Havarí Hostel

Karlsstaðir

GPS punktar N64° 41' 54.294" W14° 13' 39.450"
Gisting 6 Herbergi / 34 Rúm
Opnunartími Allt árið

Havarí Hostel - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps
Sundlaugar
 • Selnesi 25
 • 760 Breiðdalsvík
 • 470-9090
Katrine Bruhn Jensen
Dagsferðir
 • Gilsá
 • 760 Breiðdalsvík
 • 862-5756
Náttúra
12.27 km
Streitishvarf

Fallegt útsýni er frá Streitisvita, sunnan Breiðdals, út yfir hafið og skemmtileg merkt gönguleið liggur fyrir streitishvarf. Þetta er útivistarssvæði fyrir alla fjölskylduna.

Náttúra
19.66 km
Meleyri

Meleyri nefnist falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf.

Aðrir

Bókasafn Breiðdalshrepps
Bóka- og skjalasöfn
 • Grunnskólanum, Selnesi 25
 • 760 Breiðdalsvík
 • 470-5574
Nönnusafn
Söfn
 • Berufjörður 1
 • 765 Djúpivogur
 • 478-8977, 478-8975

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur