Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hildibrand Hótel

Hildibrand Hotel er glæsilegt fyrsta flokks íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi. Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Einnig eru í boði 9 tveggja manna hótel-herbergi með sér baði. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið. Bókanir fara fram á heimasíðunni eða í síma 477-1950.

Opið er allt árið.

Veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem staðsettur er á neðstu hæð Hildibrand Hótelsins dregur nafn sitt af sögu húsins en það var byggt árið 1948 sem höfuðstöðvar Kaupfélagsins Fram á Norðfirði.

Veitingastaðurinn leggur áherslu á nýtingu staðbundins hráefnis og þá sérstaklega sjávarfangs, sem sótt er á staðnum. Útsýnið frá veitingastaðnum er yfir Norðfjörðinn og geta gestirnir fylgst með skipunum og bátum sigla inn og út fjörðinn. Mikið úrval er af smárréttum sem gaman er að deila í góðra vina hópi. Opið er alla daga og allt árið um kring, frá hádegi og langt fram á kvöld. Nær allt grunnhráefni er sótt í náttúrna í kring og unnið frá grunni í Mjólkurstöðinni sem er hluti af sama fyrirtæki. Kaupfélagsbarinn hefur fagmennskuna í fyrrirúmi en er skapandi og skemmtilegur staður á sama tíma. Það er sannkölluð upplifun að koma á Kaupfélagsbarinn og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á fjölbreyttum matseðlinum.

Kaupfélagsbarinn: opnunartími: 12:00-22:00 sunnud. til fimmtud. og 12:00-24:00 föstud. og laugardaga.

Hafnarbraut 2 - 740 Neskaupstað - www.hildibrand.com

Hildibrand Hótel

Hafnarbraut 2

GPS punktar N65° 8' 51.255" W13° 41' 26.151"
Sími

477-1950

Gisting 5 Herbergi / 80 Rúm / 15 Íbúðir
Opnunartími Allt árið

Hildibrand Hótel - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbbur Norðfjarðar
Golfvellir
 • Golfskálinn, Grænanesbökkum
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1165
Sundlaugin Eskifirði
Sundlaugar
 • Dalbraut 3a
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1218
Kajakklúbburinn Kaj
Kajakferðir / Róðrarbretti
 • Kirkjufjara
 • 740 Neskaupstaður
 • 863-9939
Náttúra
11.38 km
Oddskarð

Það var ekki fyrr en árið 1949 að Norðfjörður komst fyrst í vegasamband við nágrannabyggðirnar. Leiðin lá um Oddsskarð, einn hæsta fjallveg á landinu, sem jafnan var erfiður yfirferðar vegna snjóþyngsla. Var því hafist handa við gerð jarðganga undir Oddsskarð á árunum 1974-1977. Göngin eru 626 m löng í 632 m h.y.s. Við Oddsskarð er miðstöð vetraríþrótta. Svæðið er uppspretta gönguleiða og skíðaleiða og réttnefnt Austfirsku Alparnir. Þar hafa verið haldnar Týrólahátíðar um páska síðustu ár. Margháttuð fjölskylduskemmtun er í boði á skíðasvæðinu.

Náttúra
0.82 km
Rauðubjörg

Rauðubjörg eru falleg líparítbjörg á Barðsnesi við Norðfjarðaflóa. Norðfirðingar hafa löngum haft við orð að glampi sólin á Rauðubjörg að kvöldi viti það á gott veður næsta dag.

Aðrir

Gallerí Thea
Sýningar
 • Skorrastaður
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1736
Bókasafnið í Neskaupstað
Bóka- og skjalasöfn
 • Skólavegur 9
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1521
Steinasafn Sörens og Sigurborgar
Söfn
 • Lambeyrarbraut 5
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1177
Bókasafnið á Eskifirði
Bóka- og skjalasöfn
 • Lambeyrarbraut 16
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1586
Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar
Söfn
 • Egilsbraut 2
 • 740 Neskaupstaður
 • 4709000
Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar
Söfn
 • Egilsbraut 2
 • 740 Neskaupstaður
 • 470-9063, 860-4726.

Aðrir

Farfuglaheimilið Eskifirði
Gistiheimili
 • Strandgata 86b
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1150
Egilsbúð
Veitingahús
 • Egilsbraut 1
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1188
Hótel Capitano
Hótel
 • Hafnarbraut 50
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1800, 861-4747

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur