Flýtilyklar
Sundhöllin Seyðisfirði
Heitir pottar og sauna.
Opnunartímar
September til maí :
- Mánu-, miðviku-, og föstudaga frá klukkan 7:00-10:00 og frá klukkan 16:00-20:00
- Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00
- Þriðju-, fimmtu-, og sunnudaga er lokað
Júní til ágúst :
- Mánudaga til föstudaga frá klukkan 7:00-11:00 og 15:00-20:00
- Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00
- Sunnudaga lokað
Suðurgata 5
Sundhöllin Seyðisfirði - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Tjaldsvæði
Tjald- og húsbílastæði Seyðisfjarðar
Hótel
Hótel Aldan
Gistiheimili
Farfuglaheimilið Hafaldan - Bragginn
Aðrir
- Hafnargata 2
- 710 Seyðisfjörður
- 864-3082
- Ránargata 8
- 710 Seyðisfjörður
- 897-7163
- Lónsleira
- 710 Seyðisfjörður
- 849-3381, 849-7094
- Norðurgata 8
- 710 Seyðisfjörður
- 899-9429
- Suðurgata 8
- 710 Seyðisfjörður
- 611-4410
Saga og menning
Fossastígur
Fjarðará og Fjarðarselsvirkjun (safn)
2,5 og 4 klst. / 2 - 6 km.
Auðgengið frá júní fram til hausts.
Ánægjuleg og létt gönguleið frá hjarta Seyðisfjarðarkaupstaðar meðfram Fjarðará inn að Fjarðarselsvirkjun. Gönguleiðin liggur að hluta til um lítið skógræktarsvæði, neðan klettabeltis sunnan megin ár.
Fjölskrúðugur gróður, lækir, fossar og fögur fjallasýn prýðir þessa notalegu gönguleið. Heimsókn í elstu starfandi riðstraumsvirkjun landsins,Fjarðarsel (1913), er góður endapunktur, en þá þarf að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 472 1551 til þess að fá hana opnaða. Aðgangur er ókeypis. Berjaland er mikið inn við Fjarðarsel, þar má finna aðalbláber, bláber og krækiber seinnihluta ágúst, allt fram til frosta.
Fossafúsum göngugörpum skal ráðlagt að halda áfram frá Fjarðarseli eftir stikuðu leiðinni sem liggur meðfram ánni að sunnanverðu .Leiðin liggur upp að svonefndum Neðri-staf; að minnisvarða um ferðafrumkvöðulinn Þorbjörn Arnoddson í um 300 m. hæð. Fögur fjallasýn, fossar, gróður og saga er skemmtileg blanda sem gerir þessa gönguferð ógleymanlega.
Saga og menning
Fjallkonustígur
Gönguferð um Vestdal í Seyðisfirði að Vestdalsvatni og að skúta ?"fjallkonunnar"?. Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá sökum sérstæðs gróðurfars og menningarminja. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið er var ein sú fjölfarnasta austanlands á nítjándu öld og fram á hina tuttugustu. Má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Sumarið 2004 fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn nokkru ofan við Vestdalsvatn, þar sem heitir Vatnsdalur. Rannsókn leiddi í ljós að beinin voru úr konu um þrítugsalldur frá því um 940. Telst beina- og perlufundurinn með merkari fornleifa-uppgötvunum hérlendis. Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta ?"fjallkonunnar" inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um dalinn. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið ?"Gönguleiðir á Víknaslóðum?" sem fæst í upplýsingamiðstöðvum.
3,5 klst / 6 km
Göngufæri frá júní og frameftir hausti.
Náttúra
Fardagafoss
Fardagafoss fellur skammt frá Egilsstöðum á leið upp Fjarðarheiði. Er hann efstur fossanna í Miðhúsaánni. Hinir heita Gufufoss og Folaldafoss. Merkt gönguleið liggur að fossinum og er hún greiðfær utan síðasti spölurinn. Bak við fossinn er hellir. Sagnir herma að í honum hafi haldið til tröllskessa. var sú trúa á að frá þeim helli lægju jarðgöng yfir í Gufufoss í Fjarðará, handan heiðarinnar. Önnur sögn hermir að náttröll búi í hellinum er hafi í fórum sínum ketil fullan af gulli.
Náttúra
Brimnes
Brimnes skagar fram í fjarðarmynni á norðurströnd Seyðisfjarðar. Um 10 km. akstur er frá miðbæ kaupstaðarins út að bóndabænum Selsstöðum. Þaðan liggur 5,5 km. gönguleið eftir gömlum jeppaslóða. Á öldum áður stóð á Brimnesi ein öflugasta útgerð sem fyrirfannst á Austfjörðum. Þar má enn líta tóftir gamalla bygginga í einstaklega fallegu umhverfi. Á nesinu er einnig viti. Gönguferð í góðu veðri er þeim ógleymanleg sem hana upplifa.
Náttúra
Sjö Tindar
Aðgengilegt yfir sumartímann.
Með því að klífa sjö fjallatinda við Seyðisfjörð, -flesta vel yfir 1000 m. á hæð - gefst fólki kostur á að gerast "Fjallagarpar Seyðisfjarðar". Fjöllin eru: Sandhólatindur, Bjólfur, Nóntindur, Hádegistindur, Strandartindur, Snjófjall og Bægsli. Gestabækur og stimplar eru á toppi fjallana. Nánari upplýsingar og stimpilkort fást í upplýsingamiðstöðinni í Ferjuhöfninni, Einnig eru upplýsingar á www.seydisfjordur.is
Saga og menning
Regnbogagatan Seyðisfirði
Regnbogagatan á Seyðisfirði er líklega meðal mest mynduðu kennileita á Austurlandi, enda einstaklega skemmtilegt uppátæki hjá bæjarbúum sem hjálpuðust að við að mála götuna jafn fallega og raun ber vitni. Við enda regbogagötunnar stendur svo Bláa kirkjan sem laðar ekki síður að sér fagurkera.
Saga og menning
Tækniminjasafn Austurlands
Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði var sett á stofn árið 1984. er að mestu helgað því skeiði er nútíma-tækni var að ryðja sér til rúms hérlendis; 1880 - 1950. Safnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. í véltækni, rafmagni, fjarskiptum, samgöngum og byggingalist, eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Sýningar eru gæddar lífi og leitast við að endurvekja andrúmsloft þess tíma sem fjallað er um.
Náttúra
Skálanes
Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar. Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni. Þegar að Skálanesi er komið gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu.
Náttúra
Gufufoss
Gufufoss er fallegur foss innarlega í Seyðisfirði. Nafnið er tilkomið vegna mikillar gufu sem fossinn gefur frá sér og sveipar hann ákveðinni dulúð. Vegurinn yfir Fjarðaheiði liggur rétt við fossinn og er aðgengi að honum mjög gott.
Náttúra
Vestdalur
Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá fyrir sérstæðan gróður og menningarminjar. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið, ein sú fjölfarnasta á Austurlandi á árunum 1880-1910. Gönguleiðir eru upp að Vestdalsvatni, að skúta Fjallkonunnar, inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um Vestdal.
Náttúra
Tvísöngur
Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Það samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina.
Saga og menning
Dvergasteinn
Dvergasteinninn stendur í flæðamálinu neðan við samnefnda jörð á norðurströnd Seyðisfjarðar er fyrrum var kirkjustaður. Þjóðsagan um Dvergastein og ferðalag hans yfir fjörðinn á eftir kirkjunni, þegar hún var flutt frá suðurströndinni norður yfir fjörðinn, er landskunn. Steinninn er sérkennilegur að lögun og stingur í stúf við umhverfið.Hann er auðfundinn og aðgengi gott.
Náttúra
Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar
Bjólfur er eitt af hinum tignarlegu fjöllum Seyðisfjarðar, 1085 m. að hæð. Ofarlega í fjallinu, í um 600 m., hæð eru snjóflóðavarnargarðar en frá þeim er stórfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð. Á sumrin er hægt að keyra að varnargörðunum á fjórhjóladrifnum bíl en það er einstakt tækifæri fyrir þá sem treysta sér ekki í fjallgöngur til þess að njóta útsýnisins. Vegurinn liggur frá Fjarðarheiði og akstur að varnargörðunum tekur um 15-20 mínútur.
Hitt og þetta
Golfvöllurinn á Seyðisfirði
Golfvöllurinn á Seyðisfirði er Hagavöllur, 9 holu golfvöllur rétt innan við kaupstaðinn, hægra megin vegarins áleiðis upp á Fjarðarheiðina til Egilsstaða. Huggulegur golfskáli tekur á móti gestum áður en gengið er á 1.teig. Hagavöllur er annálaður fyrir breiðar brautir, einstaka kyrrð og nálægð við fjallahringinn.
Náttúra
Vestdalsvatn
Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið var upp með Gilsá yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð. Gengið er frá skilti á Fjarðarheiði (N65°15.577 - W14°13.524) og stefnt að vestari enda Bjólfsins. Vatnið blasir við þegar komið er á móts við Bjólfinn. Þetta er góð gönguleið um ávalar hæðir.
Þegar komið er að Vestdalsvatni er um þrjár leiðir að velja ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka. Niður Vestdal í Seyðisfjörð þar er stikuð leið. Niður Gilsárdal eftir greinilegri slóð að Gilsárteigi (austan við Eiða á Fljótsdalshéraði) eða fyrir vestan Bjólfinn niður í Stafdal. Hólkurinn með gestabók og stimpli er þar sem Gilsáin fellur úr vatninu. Vaða þarf ána ef gengið er af Fjarðarheiði.
Kóreksstaðavígi er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.
GPS : N65°17.102-W14°17.887