Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Sólbrekka

Tvær Snyrtingar m/ sturtum í Sólbrekku, úti bekkur og borð, netsamband 3G, þvottavél og þurrkari. Húsið er opið allan sólarhringinn.Möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Leikvöllur fyrir börn ofan við Sólbrekku. Við erum með reiðhjólaleigu og verð fyrir reiðhjól er 7.500kr fyrir heilan dag, 4.000 kr 1/2 dag.

Merktar gönguleiðir. Heitur pottur í sér húsi. Kaffi og veitingasala í Sólbrekku.

Verðskrá fyrir tjaldstæði:

Verð fyrir fullorðna: 1.200 kr
18 ára og yngri: Frítt
Verð fyrir þvottavél: 500 kr
Verð fyrir þurrkara: 500 kr

3113_1___Selected.jpg
Sólbrekka

Brekka

GPS punktar N65° 12' 10.737" W13° 47' 37.232"
Gisting 6 Herbergi / 18 Rúm / 2 Hús
Opnunartími 01/06 - 30/09
Þjónusta Reykingar bannaðar Gönguleið Heimilisveitingar Sumarhúsaleiga Svefnpokapláss Bensínstöð Heitur pottur Bátaleiga Handverk til sölu Reiðhjólaleiga Tekið við greiðslukortum Bar

Sólbrekka - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
14.83 km
Dalatangi

Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og dalgilum. Er Dalatangi birtist, er því líkast sem sé maður staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.
Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Ottos Wathne 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti og steinlím á milli. Yngri vitinn sem er enn í notkun, reistur 1908. Á Dalatanga er fallegt býli og túnjaðrar býlisins nema við sjávarbrúnir. Við bæjarhúsin er skrúðgarður og gróðurhús.

Náttúra
14.44 km
Prestagil

Prestagil er innst inn í Mjóifjörður, sunnan megin í firðinum. Gilið dregur nafn sitt af prestum sem tældir voru af tröllskessu sem bjó í gilinu. Þetta er fagurt útivistarsvæði.


Náttúra
12.87 km
Klifbrekkufossar

Klifbrekkufossar er stórfengleg fossasyrpa innst inn í botni Mjóafjarðar. Þeir blasa við hægra megin þjóðvegins þegar ekið er niður af Mjóafjarðarheiðinni.

Náttúra
4.10 km
Asknes

Að Asknesi í Mjóafirði má sjá leifar af gamalli hvalstöð, sem reist var af Norðmönnum um aldamótin 1900. Var hún sú stærsta í heiminum á þeim tíma. Þegar umsvif stöðvarinnar voru í hámarki unnu þar um 200 manns en í dag búa aðeins um 40 manns í Mjóafirði öllum.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur