Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hestaleigan Stóra-Sandfelli

Ferðaþjónustan Stóra Sandfell í Sandfellsskógi er staðsett við þjóðveg nr. 1 milli Egilsstaða og Hafnar, 17 km. sunnan við Egilsstaði. Þar hefur verið rekið tjaldsvæði í um tvo áratugi og er nú einnig boðið upp á gistingu og hestaleigu. Á Stóra-Sandfelli hefur einnig verið stunduð hrossarækt um árabil.

Einkunnarorð okkar eru: Fjölskylduvænt og friðsælt.

Tjaldsvæðið á Stóra-Sandfelli hefur löngum notið vinsælda fjölskyldufólks. Ein af ástæðum þess er sú að í gegnum tjaldsvæðið rennur Króklækurinn en það er fallegur, grunnur og barnvænn lækur sem börn geta unað sér við tímunum saman. Þar hafa verið byggðar margar stíflurnar og eltst við síli.
Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og má þar meðal annars nefna gönguleið í Hjálpleysudal sem er talinn vera dýpsti dalur landsins. Þar er að finna Valtýshelli sem tengist sögunni um Valtý á grænni treyju. Að ganga á Sandfellið nýtur einnig æ meiri vinsælda, en í góðu skyggni er stórfenglegt útsýni af toppi þess.
Einnig er boðið upp á lengri og styttri hestaferðir um nágrennið og þar með talið ferðir í Hjálpleysu.
Við viss tækifæri hefur verið tendraður varðeldur sem skapar ævinlega ómótstæðilega útilegustemmingu.

Á Stóra-Sandfelli er boðið upp á gistingu í 4 smáhýsum sem rúma hvert um sig 4-5 manns. Í þeim er eldunaraðstaða, ísskápur, borðbúnaður og aðgangur að grilli. Smáhýsin eru leigð út i lengri og skemmri tíma með uppbúnum rúmum eða sem svefnpokapláss, allt eftir óskum hverju sinni.
Smáhýsin bera nöfn sem rekja má til örnefna jarðarinnar, s.s. Einbúi, Selbotn, Grásteinn og Grýlubotn. Einbúinn ber nafn með rentu og stendur afsíðis. Í honum er gestum gefinn kostur á að gista með gæludýr sín.
Ennfremur bjóðum við upp á svefnpokapláss í 4-5 manna herbergjum.
Hægt er að fá uppábúin rúm ef óskað er.

Hestaleigan Stóra-Sandfelli

Stóra-Sandfell 3

GPS punktar N65° 7' 31.138" W14° 32' 25.426"
Opnunartími Allt árið

Hestaleigan Stóra-Sandfelli - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Flugfélag Austurlands ehf.
Ferðasali dagsferða
 • Kringlan 7
 • 103 Reykjavík
 • 864-7145
Bátaleigan Atlavík
Bátaferðir
 • Hallormsstaður
 • 701 Egilsstaðir
 • 847-0063, 867-1441, 847-3706
Sæti hópferðir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Dalbrún 12
 • 700 Egilsstaðir
 • 867-0528
APK Fishing Guide ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Flatasel 2
 • 730 Reyðarfjörður
 • 867-2023
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
Golfvellir
 • Ekkjufell - Fellabær
 • 701 Egilsstaðir

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur