Flýtilyklar
Tjaldsvæðið Vopnafirði
Tjaldstæði Vopnafjarðar
v/Lónabraut ofan Leikskólans Brekkubæjar
Tjaldstæðið stendur á stöllum uppi í hæðunum miðsvæðis í þorpinu með fallegt útsýni yfir fjörðinn og flesta þjónustu í auðveldu göngufæri. Á tjaldstæðinu er salernis- og sturtuaðstaða og grillaðstaða.
Hamrahlíð 15
473-1196
Tjaldsvæðið Vopnafirði - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Söfn
Minjasafnið á Bustarfelli
Gönguferðir
Helgi Þorsteinsson
Gistiheimili
Ferðaþjónustan Síreksstöðum
Sundlaugar
Sundlaugin Selárdalur
Aðrir
- Skálanesgata 4
- 690 Vopnafjörður
- 844-1153
Náttúra
Sandvík
Sandvík er mikil og svört sandströnd innst í Vopnafirði. Ströndin er fjölskyldupardís, gerð af náttúrunnar hendi. Þar má tína skeljar, fá sér göngutúr, skoða fuglana, byggja sér sandkastala eða hvað sem hugurinn girnist.
Fyrir miðri ströndinni strandaði flutningaskipið Mávurinn 2. október 1981. Mannbjörg varð en enn má sjá glitta í skipsflakið.
Aðgengi að Sandvík hefst við vegslóða sem liggur niður að víkinni innan við golfvöllinn.
Við hvetjum alla til að fara mjög varlega í fjörunni. Sjórinn getur verið hættulegur og má ekki láta börn vera eftirlitslaus. Þá á Hofsá það til að flæða yfir sandinn á vorin. Þar af leiðandi gætu myndast kviksyndi á sandinum.
Farið að öllu með gát, berum virðingu fyrir náttúrunni og þeim hættum sem þar kunna að leynast.
GPS: 65.735784 - 14.857769
Náttúra
Skjólfjörur
Skjólfjörur er staður sem þið ættuð ekki að missa af ef leiðin liggur um Vopnafjörð. Örstutt ganga er frá veginum niður í fjörurnar. Þar er stórfenglegt útsýni yfir opið Atlandshafið og hver veit nema hvalur blási áhorfendum til skemmtunnar. Litadýrð fjörusteinanna gleðja augað og rekaviður og annað sem sjórinn hefur á land borið vitnar um þá ægikrafta sem hafið býr yfir. Ekki er heimilt að taka steina með sér úr fjörunni.
Eitt af einkennum Vopnafjarðar eru ótrúlegir klettadrangar sem taka á sig ýmsar kynjamyndir. Ljósastapi er steindrangur sem stendur í sjónum rétt undan Skjólfjara. Sennilega áttuð þið ekki von á að rekast á fíl á Íslandi en Ljósastapinn kemst sennilega næst því, þar sem lögun stapans minnir óneitanlega á fíl og gengur Ljósastapi oft undir gælunafninu "Fíllinn" meðal Vopnfirðinga.
Til hægri við "Fílinn" má sjá fjallið Búrið ganga í sjó fram. Búrið er hluti Fagradalsfjalla og er þar elsta megineldstöð á Austurlandi. Í þeim fjallabálki má finna litfagurt líparít sem svo sannarlega setur svip sinn á umhverfið. Merkt gönguleið er niður í Þerribjörg, austanmegin í Hellisheiði eystri, þar sem líparítið skartar sínu fegursta. Gönguleiðin er frekar erfið og löng og ekki fyrir hvern sem er, en vel þess virði fyrir göngugarpa.
Náttúra
Gljúfursá
Gjúfursárfoss fellur fram í litfögru gljúfri rétt fyrir neðan bílastæðið. Þaðan er svo merkt gönguleið er niður með Gljúfursánni, niður að sjó, um Drangsnes.
Að ganga meðfram þverhníptum klettunum er mikil upplifun og lætur fáa ósnortna. Gönguleiðin nær að Krummsholti. Þar eru velsjáanlegar ævafornar tóftir, frá víkingaöld að því að talið er. Þar á Þorsteinn uxafótur að hafa búið. Þegar maður virðir fyrir sér þessar mannvistarleyfar læðist að manni sú ósk að jörðin gæti talað og flutt okkur sögur forfeðranna.
Hinumegin fjarðarins má sjá kauptún Vopnfjarðar sem stendur á tanga sem sagar út í fjörðinn. Tanginn er kallaður Kolbeinstangi.
Áin Gljúfursá var á fyrri tíð mikill farartálmi þegar ferðast þurfti austur fyrir Hellisheiði eystri. Mörg slys urðu þegar fólk var að reyna að þvera hana fótgangandi eða á hestum. Ef gengið er frá bílastæði upp með ánni er komið að gömlu brúnni yfir Gljúfursá. Þar má sjá hleðslur frá fyrstu brúnni sem var byggð yfir ána, rétt um aldamótin 1900 og þótti þá mikið mannvirki.
Sagt er að fyrsta brúin yfir ána hafi verið byggð í kjölfar banaslyss sem þar átti sér stað þegar maður á hesti freistaði þess að komast yfir ána að vetri til.
Náttúra
Gljúfurárdalur
Gljúfurárdalur er í Vopnafirði vestan Hellisheiðar. Um dalinn er gönguleið frá þjóðvegi niður að sjó að Krumsholti. Skammt neðan þjóðvegar fellur Neðrifoss, tilkomumikið vatnsfall, og er búið er að reisa útsýnispall gegnt honum. Þaðan liggur stikuð gönguleið um Drangsnes þar sem Þorsteinn uxafótur bjó á 10. öld en frá honum segir í samnefndum þætti. Á nesinu er að finna tóftir verbúða og nausts í þessari náttúrulegu höfn. Skammt frá er svo Krumsholt sem þekktast er vegna mannlýsinga úr þætti Þorsteins uxafótar.
Saga og menning
Múlastofa
Í Múlastofu, Kaupvangi á Vopnafirði, er að finna sýningu um líf og list Jóns Múla og Jónasar Árnasona en þeir bræður voru þjóðkunnir fyrir söngleikjasmíð sína, tónsköpun og yrkingar. Þeir andans bræður voru fæddir Vopnfirðingar og þótti ávallt vænt um tengsl sín við sveitarfélagið. Setrið - sem Magnús Már Þorvaldsson leiddi f. h. sveitarfélagsins og hannað er af Birni G. Björnssyni sýningarhönnuði - er stærsta menningarverkefni sem Vopnafjörður hefur ráðist í fyrr og síðar. Í tengslum við það er haldin árleg menningarhátíð, Einu sinni á ágústkvöldi.
Saga og menning
Bustarfell
Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á Bustarfelli, ríkinu bæinn með því skilyrði að hann yrði byggður upp og varðveittur um ókomin ár og hefur hann síðan verið í umsjá þjóðminjasafnsins. Fyrst um sinn var safnið einkasafn, en árið 1982 afhenti Elín Methúsalemsdóttir,
dóttir Methúsalems og síðasti ábúandi í gamla bænum, Vopnfirðingum safnkostinn til varðveislu og varð safnið þá að sjálfseignarstofnun.
Safnið er opið yfir sumarið og ofan við gamla bæinn stendur kaffihúsið Hjáleigan, þar sem má gæða sér á kaffi og kræsingum. Á staðnum er einnig lítið dýragerði með húsdýrum, sem gleðja jafnan stóra sem smáa.
Náttúra
Fuglabjargarnes
Fuglabjargarnesið er á Náttúruminjaskrá Íslands vegna fagurrar og fjölbreyttrar strandar og mikils fuglalífs. Gengið er í fjörunni niður á nesið þar sem taka við þverhnýt björg beint niður í sjó, steindrangar sem gnæfa upp úr sjónum, gróðursæl víðátta og víðsýni yfir opið hafið. Upplifun í íslenskri náttúru eins og hún gerist best.
Náttúra
Þverárgil
Þverárgil er einstaklega fallegt þar sem sjá má litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli megineldstöð sem stingur skemmtilega í stúf við annars dökkt basískt umhverfi Smjörfjallanna fyrir ofan gilið. Fuglalíf á þessu svæði er mikið sérstaklega íslenskir mófuglar. Úsýnið er stórfengilegt yfir Hofsárdalinn og á haf út.
Gönguleiðin er um tveggja klukkustunda löng og liggur aðeins uppá við. Því setjum við tvo skó á erfiðleikastig göngunnar.
Upphafsreitur göngunnar er við veg 919, Sunnudalsveg.
Powered by Wikiloc
Söfn
Minjasafnið á Bustarfelli
Aðrir
- Hafnarbyggð 7
- 690 Vopnafjörður
- 473-1565