Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Djúpivogur

Berufjörður er um 20 km langur og 2-5 km að breidd. Hann liggur milli Hamarsfjarðar að sunnan og Breiðdalsvík að norðan. Upp úr honum ganga Búlandsdalur og Fossárdalur. Búlandstindur setur mikinn svip á fjörðinn og egghvass fjallarhringurinn, gnípur og ríolítinnskot eru áberandi. Flikrubergið, sem er grænleitt afbrigði þess er áberandi í lágum grænum höfða norðan megin fjarðarins einnig sker og boðar í fjarðarmynninu. Fjörðurinn er straummilkill. Nönnusafn og geislasteinasafn á Teigarhorni er meðal þess sem finnst í Berufirði. Í Berufjörð er hægt að komast eftir hringvegi 1 strandleiðina eða yfir Öxi, til Fljótsdalshéraðs.
Djúpivogur er þéttbýlið sunnan fjarðarins. Það stendur í skjóli undir Búlandstindi við náttúrulega höfn og hefur verið verslunarstaður síðan 20. júní 1589. Upphaflegi verslunarstaðurinn var í Gautavík og er hans getið í Landnámabók.

Djúpivogur er lifandi sjávarpláss og þar er líka menningunni gert hátt undir höfði. Skólahald hefur verið þar síðan 1888. Fugla- og steinasafn sem heldur úti heimasíðu. Langabúð, þar sem eru söfn Eysteins Jónssonar stjórnmálamanns og Ríkarðs Jónssonar listamanns, minjasafn og kaffihús. Glæsileg sundlaug, golfvöllur og íþróttasalur.
Frá Djúpavogi eru margar merktar gönguleiðir af öllum erfiðleikagráðum og nokkrar hefðir s.s. ganga á Búlandstind og Faðivorahlaup sem koma frá Útvarps og blaðamanninum Stefáni Jónssyni sem bjó þar lengi.

5ae83439a28f95c8e8963d5694973903
Djúpivogur
GPS punktar N64° 39' 37.558" W14° 16' 53.171"
Póstnúmer

765

Djúpivogur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Nönnusafn
Söfn
 • Berufjörður 1
 • 765 Djúpivogur
 • 478-8977, 478-8975
Bókasafn Djúpavogs
Bóka- og skjalasöfn
 • Varða 6
 • 765 Djúpivogur
 • 895-9750, 478-8836
Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn
Söfn
 • Búð I
 • 765 Djúpivogur
 • 4788220
Bragðavallakot
Sumarhús
 • Bragðavellir
 • 765 Djúpivogur
 • 478-8240

Aðrir

Bragðavallakot
Sumarhús
 • Bragðavellir
 • 765 Djúpivogur
 • 478-8240
Krákhamar
Íbúðir
 • Blábjörg
 • 765 Djúpivogur
 • 8618806
Sjónahraun cottages
Sumarhús
 • Starmýri 2
 • 765 Djúpivogur
 • 8474872, 859-4270
Fossárdalur
Gistiheimili
 • Berufjörður
 • 765 Djúpivogur
 • 820-4379

Aðrir

Bragðavallakot
Sumarhús
 • Bragðavellir
 • 765 Djúpivogur
 • 478-8240
Langabúð-Byggðasafn - Ríkarðssafn
Söfn
 • Búð I
 • 765 Djúpivogur
 • 4788220
Saga og menning
Papey

Papey var eina eyjan sem byggð var úti fyrir Austfjörðum. Nafngiftina hreppir hún frá keltneskum eða írskum einsetumönnum sem hélt þar til áður en land byggðist. Frá þeim segir í Landnámabók en ekki hefur verið unnt að staðfesta búsetu fyrir landnám. Flestir bjuggu í eyjunni árið 1726 en síðasti eybúinn hét Gísli og bjó þar til 1948. Eyjan er gósenland fugla og menningminjar víða. Þar er að finna elstu timburkirkju landsins.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur