Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Egilsstaðir

Þéttbýlið Egilsstaðir var stofnað 1947 með lögum frá Alþingi. Nafnið dregur bærinn af stórbýlinu Egilsstöðum. Við stofnun þess voru 110 íbúar á staðnum. Sjúkrahúsið og búvélaverkstæði komu til skjala 1945, síðar bættist Kaupfélag Héraðsbúa við og varð þetta kveikjan að mikilli fjölgun íbúa. Opinberar stofnanir og þjónusta eru helstu afkomu-uppsprettur.Vegferð um Egilsstaði er upplagt að hefja við hringsjá á Hömrum fyrir ofan gamla Sláturhúsið sem nú er menningarmiðstöð.

Gálgaklettur er skammt frá Egilsstaðakirkju . Þar var fyrrum aftökustaður og er áletraður skjöldur til minningar um það. Frá kirkjunni er víðsýni yfir Löginn - og bjóðast vegleg verðlaun þeim sem getur tekið mynd af Lagarfljótsorminum. Annar útsýnisstaður er á klettinum við sundlaugina þar sem Kvennavarðan stendur. Hún var hlaðin í tilefni Vest-Norden ráðstefnu í bænum. Á Egilsstöðum er alþjóðaflugvöllur, menntaskóli, menningarhús, safnastofnun og afgreiðsla Sýslumanns.

Com_224_1___Selected.jpg
Egilsstaðir
GPS punktar N65° 16' 17.650" W14° 23' 36.758"
Póstnúmer

700

Fólksfjöldi

2875

Egilsstaðir - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Egilsstaðastofa - Gestastofa Fljótsdalshéraðs
Gestastofur
 • Kaupvangur 17
 • 700 Egilsstaðir
 • 470-0750
Bókasafn Héraðsbúa
Bóka- og skjalasöfn
 • Laufskógar 1
 • 700 Egilsstaðir
 • 470-0745
Spyrnir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Kaupvangur 2
 • 700 Egilsstaðir
 • 580-7908
Söguslóðir Austurlands
Söguferðaþjónusta
 • Sunnufelli 4
 • 700 Egilsstaðir
Lingua / Norðan Jökuls ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Dalskógar 12
 • 700 Egilsstaðir
 • 471-2190
Sæti hópferðir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Dalbrún 12
 • 700 Egilsstaðir
 • 867-0528
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Söfn
 • Laufskógar 1
 • 700 Egilsstaðir
 • 471-1417
KvikLand ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Einbúablá 20
 • 700 Egilsstaðir
 • 891-7517, 869-3904

Aðrir

Gistiheimilið Ormurinn
Gistiheimili
 • Fagradalsbraut 9
 • 700 Egilsstaðir
 • 471-2004, 852-1004

Aðrir

Subway
 • Miðvangur 13
 • 700 Egilsstaðir
 • 477-2777
Kaffi Egilsstaðir
Veitingahús
 • Kaupvangi 17
 • 700 Egilsstaðir
 • 470-0200
N1 Söluskáli og kaffihús
Kaffihús
 • Egilsstaðir
 • 700 Egilsstaðir
 • 470 1235
Saga og menning
Gálgaás

Gálgaás var forn aftökustaður Héraðsbúa, rétt austan við kirkjuna á Egilsstöðum. Staðurinn gegnir stóru hlutverki í frægu sakamáli frá liðinni tíð, því þar var Valtýr á Eyjólfsstöðum tekinn af lífi fyrir meintan stuld og morð. Hélt hann þó fram sakleysi sínu allt til skapadægurs. 14 árum síðar fannst hinn rétti morðingi, sem einnig hét Valtýr. Mætti hann einnig örlögum sínum á Gálgaási. Lengi voru bein hans sjáanleg undir ásnum, því óðar blésu þau upp, hversu sem urðað var yfir.

Saga og menning
Miðhús

Miðhús voru áður í þjóðbraut og þar var einn fyrsti áningarstaður ferðamanna á Héraði.Verslunarleið Héraðsmanna bæði á Seyðisfjörð og Eskifjörð lá þar um garð. Á Miðhúsum hefur verið rekið gallerí og lístasmiðjan Eik s/f síðan 1975. Þar er unnið úr íslensku hráefni. Þar var skorin út eftirlíkingin af Valþjófsstaðahurðinni sem nú er fyrir kirkjunni í Fljótsdal. Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari kenndi sig við Eyvindará, hið næsta Miðhúsum, og er minnisvarða um hann að finna niður við þjóðveg 93. Á Miðhúsum fannst gangsilfursjóður sem talin er frá víkingaöld 1985 og þótti merkur forleifafundur.

Náttúra
Selskógur

Selskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða handan Eyvindará. Um skóginn liggja stígar og og að vetri til eru þar gönguskíðabrautir. Í skóginum er líka fótboltavöllur og leiksvæði fyrir börn.

Náttúra
Hrafnafell

Ekið Fjallsselsveg upp á hæsta ás suðvestan við Hafrafell. Gengið frá skilti við veg að fjarskiptamöstrum á Hrafnafelli þar sem hólkinn með gestabók og stimpli er að finna. Upplagt að koma við í Hrafnafellsrétt (N65°18.02-W14°29.23), sem er sérstæð, hlaðin grjótrétt milli kletta skammt austan vegar. Gaman er að ganga síðan út af Hrafnafellinu og inn með því að austanverðu og koma við í Kvíahelli (N65°18,359-W14°29,063).

Ef farinn er hringurinn er hann 5.8 km og rauð leið.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°18,304-W14°29,098

Powered by Wikiloc
Náttúra
Eyvindará

Eyvindará er mikið og fagurt vatnsfall sem sprettur af þverám er falla frá Fagradal,Gagnheiði og Fjarðarheiði. Áin fellur í bugðum um láglendi Héraðs og sameinast loks Lagarfljóti. Samnefndur bær stendur á bakkanum. Munnmæli herma að haug Helga Droplaugarsonar sé að finna í landi Eyvindarár og er hann friðlýstur. Einnig eru friðlýstar tóftir þar sem bærinn hefur áður staðið. Á heitum sumardögum hafa ungmenni notað Eyvindarána til sunds og dýfinga, enda er svæðið kjörið til útivistar af öllu tagi.

Saga og menning
Nielsenshús

Nielsenshús var fyrsta íbúðarhús sem reist var í Egilsstaðaþorpi, reist árið 1944 af hinum danska Oswald Nielsen. Nú er þar rekið snyrtilegt og fallegt kaffihús og veitingahús, Café Nielsen. Hægt er að sitja út á verönd í góðu veðri og upplifa danska sumarstemmingu á Egilsstöðum.

Náttúra
Fardagafoss

Fardagafoss fellur skammt frá Egilsstöðum á leið upp Fjarðarheiði. Er hann efstur fossanna í Miðhúsaánni. Hinir heita Gufufoss og Folaldafoss. Merkt gönguleið liggur að fossinum og er hún greiðfær utan síðasti spölurinn. Bak við fossinn er hellir. Sagnir herma að í honum hafi haldið til tröllskessa. var sú trúa á að frá þeim helli lægju jarðgöng yfir í Gufufoss í Fjarðará, handan heiðarinnar. Önnur sögn hermir að náttröll búi í hellinum er hafi í fórum sínum ketil fullan af gulli.

Powered by Wikiloc

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur