Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Eskifjörður

Eskifjörður er innfjörður úr Reyðarfirði norðanverðum. Sunnan megin við hann er Vöðlavík, með sendinni strönd og malarrifi. Búið var meðfram strönd Eskifjarðar allri út að Kaganesi sem er nær undirlendislaust undir Snæfugli, þangað liggur slóði.

Norðmenn stunduðu síldveiðarvið Eskifjörð upp úr 1870 og höfðu aðsetur með strandlengjunni og má víða greina leifar þeirrar atvinnustarfsemi. Námuvinnsla á silfurbergi var í Helgustaðanámu frá 17 öld, fram á fyrri hluta 20. aldar og er göngustígur þangað frá Eskifirði. Á leið þangað er Mjóeyri sem er síðasti aftökustaður á Austurlandi og þar er rekin ferðaþjónusta. Börn og unglingar bæjarins hafa sett þar vegalengdaskilti til allra helstu staða heims. Þau hafa einnig markað útlínur hvals í fjörunni gengt bænum.

Eitt af því sem setur hlýlegan svip á Eskifjarðarkaupstað eru sjóhúsin sem standa út í fjörðinn. Sum þeirra eru lifandi söfn og frábært að heimsækja þau. Annað er Gamlabúð sem er sjóminja og atvinnuvegasafn, þar er sagan gerð lifandi og leiðsögnin frábær. Listaverkið sem prýðir Hraðfrystihúsið er einnig virði skoðunarferðar. Svo er Myllan og fossinn í Bleiksánni sem er upplýst árið um kring.

Norðan fjarðarins gnæfa Askja og Hólmatindur sem eru einkennistákn fjarðarins.Milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er ekið yfir Hólmaháls. Þar er völvuleiði sem vert er að skoða. Einnig er Hólmanes sem er friðlýstur fólkvangur neðan vegar. Þar eru gönguleiðir merktar og þar má finna fuglabjarg með tiltölulega auðveldu aðgengi.

Á Eskifirði er golfvöllur, ný útisundlaug, gott íþróttahús, skóli og leikskóli, Þar er einnig heilsugæsla, lögreglustöð, og Sýslumannssetur.

c5583b249fc233b709172abeed0890d8
Eskifjörður
GPS punktar N65° 4' 45.539" W14° 1' 3.346"
Póstnúmer

735

Eskifjörður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbbur Byggðarholts
Golfvellir
 • Strandgata 71a
 • 735 Eskifjörður
 • 892-4622
Steinasafn Sörens og Sigurborgar
Söfn
 • Lambeyrarbraut 5
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1177
Bókasafnið á Eskifirði
Bóka- og skjalasöfn
 • Lambeyrarbraut 16
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1586

Aðrir

Farfuglaheimilið Eskifirði
Gistiheimili
 • Strandgata 86b
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1150

Aðrir

Farfuglaheimilið Eskifirði
Gistiheimili
 • Strandgata 86b
 • 735 Eskifjörður
 • 476-1150
Náttúra
Völvuleiði

Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir. Sagnir segja að svo lengi sem enn sé steini bætt í leiðið og því við haldið muni ekkert illt henda firðina. Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi fjörðinn slíkri þoku að ræningjarnir sáu sitt óvænna og snéru við. Er völvuþokunni léttir er þó frábært útsýni út Reyðarfjörðinn.

Náttúra
Mjóeyri

Síðasti aftökustaður á Austurlandi. Þar var Eiríkur nokkur Þorlákssonur tekinn af lífi 30. september 1786 fyrir morð á tveimur mönnum. Lík Eiríks var dysjað nærri aftökustaðnum. Á dys hans er að finna upplýsingaskilti. Fjaran er skemmtilegur leikvangur; ofan við hana er að finna vegalengdir til nokkura merkra staða á heimskortinu. Frá Mjóeyri er stutt í Helgustaðanámu. Hér er rekin myndarleg ferðaþjónusta sem býður upp á leiðsögn og allskyns ævintýri auk gistingar.

Náttúra
Hólmatindur

Stolt og prýði Eskfirðinga, Hólmatindur er 985 metra hár og gnæfir yfir firðinum gengt byggðinni. Það er krefjandi ganga upp á Hólmatind, en á tindinum geta göngugarpar kvittað fyrir komuna í gestabók.
Fjöllin fimm í Fjarðabyggð er verkefni sem skólabörn fitjuðu upp á og hefur náð vinsældum eftir að Ferðafélag Fjarðamanna hrinti því í framkvæmd. Göngugarpar kvitta í allar gestabækur á fimm tilteknum tindum og fá viðurkenningarskjal fyrir.

Powered by Wikiloc
Náttúra
Helgustaðanáma

Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni. Hún er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi. Þar var silfurberg numið úr jörðu frá 17. öld fram á fyrri hluta 20. aldar.

Helgustaðanáman er nú friðlýst sem náttúruvætti.

Helgustaðanáma í Reyðarfirði er heimsþekkt sem fyrsti staðurinn þar sem mjög hreinir, stórir og gagnsæir kalsítkristallar fundust. Danski vísindamaðurinn Erasmus Bartholinus var fyrstur til að lýsa óvenjulegum eiginleikum silfurbergsins árið 1669. Vísindamenn hófu brátt að kenna þetta áður óþekkta efni við Ísland, á ensku sem Iceland crystal, en frá um 1780 varð heitið Iceland spar ráðandi.

Náttúra
Oddskarð

Það var ekki fyrr en árið 1949 að Norðfjörður komst fyrst í vegasamband við nágrannabyggðirnar. Leiðin lá um Oddsskarð, einn hæsta fjallveg á landinu, sem jafnan var erfiður yfirferðar vegna snjóþyngsla. Var því hafist handa við gerð jarðganga undir Oddsskarð á árunum 1974-1977. Göngin eru 626 m löng í 632 m h.y.s. Við Oddsskarð er miðstöð vetraríþrótta. Svæðið er uppspretta gönguleiða og skíðaleiða og réttnefnt Austfirsku Alparnir. Þar hafa verið haldnar Týrólahátíðar um páska síðustu ár. Margháttuð fjölskylduskemmtun er í boði á skíðasvæðinu.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur