Flýtilyklar
Mjóifjörður
Mjóifjörður er 18 km. langur og skerst inn í ströndina millum Norðfjarðarflóa og Seyðisfjarðar. Hann er einstaklega veðursæll, berjablár og girtum tignarlegum fjöllum. Leiðin til Mjóafjarðar frá Fljótsdalshéraði er þéttbýlisbúum og öðrum gestum einstök upplifun, allt að Dalatanga þar sem er bíða viti og býli við ysta haf. Á leiðinni eru fagrir fossar, lækir, skriður, klettar, dalir og annað hið besta er austfirsk náttúra hefur fram að bjóða. Fara má sjóleiðina með flóabáti frá Neskaupstað tvisvar í viku. Brekkuþorp er snotur þéttbýliskjarni er byggir á sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu.
715
Mjóifjörður - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands