Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Neskaupstaður

Norðfjarðaflói er sunnan við Mjóafjörð og afmarkast af Nípunni, hæsta standbergi í sjó fram á Íslandi, og Barðsneshorni að austanverðu.Norðfjörður er nyrsti fjörðurinn sem gengur inn úr Norðfjarðaflóa. Sunnan við eru Hellisfjörður og Viðfjörður. Neskaupstaður fékk kaupstaðaréttindi 1929. Sjávarútvegur, fiskvinnsla og tengd þjónusta er aðalatvinnuvegur íbúanna.Síldarvinnslan hf. rekur eitt stærsta fiskiðjuver í Evrópu og gerir út mörg þekkt aflaskip. Á Neskaupstað er Fjórðungssjúkrahús Austurlands og Verkmenntaskóli Austurlands. Þá er nokkur landbúnaður í Norfjarðasveit. Menningastarfsemi er öflug og listiðnaður blómstrar með Gallerý Theu og Listasmiðjuna í fararbroddi. Íþróttalíf stendur með blóma. Blakdeild Þróttar er í fremstu röð á landinu, sundaðstaða með ágætum, golfvöllur er á staðnum og kajakklúbburinn Kaj er hinn elsti á landinu.

Oddsskarð er miðstöð skíðaiðkunar í Fjarðabyggð og oft kallað "Austfirsku Alparnir." Norðfjarðarfólkvangur sem friðlýstur var 1972 er yndisreitur Norðfjarðarbúa. Þar eru stuttar gönguleiðir og margháttaður fróðleikur um ýmis náttúrufyrirbæri. Það er ekki skortur á áhugaverðum göngu- og ferðaleiðum í Norðfirði og hefur Ferðafélag Fjarðamanna verið ötult við merkingu þeirra. Gerpissvæðið, eyðifirðirnir Hellis- og Viðfjörður,Vöðlavík og Sandvík eru skemmtileg svæði og söguslóðir tengdar sjósókn og búsetu erlendra aðila.

Mikil upplifun er að fara í Páskahelli, t.d. frá Norðfjarðarvita. Völurnar sem byltast með öldunni upp og niður fremja tónlist allt eftir veðurfari. Þær eru misstórar og hljóma aldrei alveg eins; sannkölluð sjávarharpa. Páskahellir er þægilegur viðkomustaður ferðamanna; stutt að fara, undurfallegt landslag, náttúrustígur með upplýsingaskiltum, dúfur í varpi, sjávarlíf í pollum, holur eftir forn tré, fallegt útsýni, sérkennilegar urðir og margt fleira.

Com_226_1___Selected.jpg
Neskaupstaður
GPS punktar N65° 9' 6.066" W13° 41' 21.647"
Póstnúmer

740

Fólksfjöldi

1507

Neskaupstaður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar
Söfn
 • Egilsbraut 2
 • 740 Neskaupstaður
 • 470-9063, 860-4726.
Ferðafélag Fjarðamanna
Gönguferðir
 • Melagata 8
 • 740 Neskaupstaður
 • 470-1018, 863-3623
Bókasafnið í Neskaupstað
Bóka- og skjalasöfn
 • Skólavegur 9
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1521
Kajakklúbburinn Kaj
Kajakferðir / Róðrarbretti
 • Kirkjufjara
 • 740 Neskaupstaður
 • 863-9939
Golfklúbbur Norðfjarðar
Golfvellir
 • Golfskálinn, Grænanesbökkum
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1165
Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar
Söfn
 • Egilsbraut 2
 • 740 Neskaupstaður
 • 4709000
Gallerí Thea
Sýningar
 • Skorrastaður
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1736

Aðrir

Hótel Capitano
Hótel
 • Hafnarbraut 50
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1800, 861-4747

Aðrir

Hótel Capitano
Hótel
 • Hafnarbraut 50
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1800, 861-4747
Egilsbúð
Veitingahús
 • Egilsbraut 1
 • 740 Neskaupstaður
 • 477-1188
Náttúra
Rauðubjörg

Rauðubjörg eru falleg líparítbjörg á Barðsnesi við Norðfjarðaflóa. Norðfirðingar hafa löngum haft við orð að glampi sólin á Rauðubjörg að kvöldi viti það á gott veður næsta dag.

Náttúra
Gerpir

Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi.
Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð
Ástæða er til að mæla með heimsókn í Gerpi við alla er áhuga hafa á útivist.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur